Saturday, December 30, 2006

Af Woodstock og fleiru

Rakst á hið stórskemmtilega lag Fixin´to die rag með Country Joe & The Fish þegar ég var að hlusta á tónlistina frá Woodstock hátíðinni. Get reyndar ekki sagt að ég fíli þessa hippatónlist, þó að þarna hafi komið fram einstaka snillingar.














Eða eins og Johnny Rotten sagði: ,,I hate shit, I hate hippies and what they stand for. I hate long hair..." og svo framvegis. Ég er reyndar ekki alveg svona harðorður í garð hippanna þó að mér líki ekki tónlistin sérstaklega.

----------

Rakst á þetta á síðu dr.Gunna um daginn:
,,Þar fyrir utan verður það sífellt augljósara, amk í mínu hlustunarmynsturstilfelli, að tími albúmsins er liðinn. Staðreyndin er þessi: Ég er hættur að hlusta á albúm! Ég hlusta bara á lög og eiginlega glætan að ég nenni að hlusta á 10-15 lög með sama listamanninum í röð. Tími sjöffulsins er runninn upp.''

Úff, hvað ég er ósammála. Ég get ekki hugsað mér heim án albúma. Mér finnst ágætt að sörfa netið og finna lög eða hlaða einstaka lögum niður með tónlistarmönnum. En ef ég er sérstaklega hrifin af einhverju kaupi ég plötu með viðkomandi. Þá fyrst kemur í ljós hvort ég fíli tónlistarmanninn. Ég get nefnilega ekki heldur hlustað á diska sem innihalda leiðinleg lög, ég hef það bara ekki í mér að hoppa yfir lög, frekar sleppi ég því að hlusta. Svo er það miklu meiri prófraun á hæfileika og snilligáfu listamannsins að gera breiðskífu sem er mögnuð en að gera eitt stórkostlegt lag.

----------

Talandi um breiðskífur, The Shins munu gefa út sína þriðju plötu í janúar. Hún mun bera heitið Wincing the Night Away og hér getið þið heyrt lagið Phantom Limb (sem stenst þó ekki mínar væntingar).








Labels: , , , ,

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com