Saturday, February 07, 2009

Vegas baby! Vegas!

Ég er að fara í Swingers partý í kvöld. Nei, engin makaskipti né kynlíf, heldur mun góður hópur manna horfa á hina mjög svo mögnuðu mynd Swingers frá árinu 1996 og klæða sig upp í tilheyrandi klæðnað. Myndin sem er skrifuð af Jon Favreau (ásamt vinum) inniheldur fjöldan allan af yndislegum frösum, samtölum og swingtónlist. Í þessu atriði er hinn sorgbitni Mike (Favraeu) loksins að komast yfir gömlu kærustuna sína og býður Lorraine (Heather Graham) upp í sveiflu. Lagið heitir Go Daddy-O og er með hljómsveitinni Big Bad Vodoo Daddy



Við skulum halda okkur við saxafóninn því Ska goðsagnirnar í Madness eru eitt þeim þremur böndum sem eru staðfest á Hróarskelduhátíðina 2009. Mér og öllu glaðlyndu fólki til mikillar gleði (já, og hin böndin eru Coldplay og Slipknot). Madness eru að halda upp á 30 ára afmæli sitt í ár og munu gefa út sína níundu hljóðversplötu annan mars og mun hún bera nafnið Liberty of the Northern Folgate. Hér er einn af fjölmörgum klassíkerum hljómsveitarinnar, Nightboat to Cairo. Myndbandið sýnir vel fíflaganginn í þessu bandi, sérstaklega í endann þegar einhver potar í rassinn á Chas Smash. Nýja dótið er að finna á mæspeis = www.myspace.com/madnessofficial



Peter, Bjorn og John hafa hingað til ekki náð að heilla mig almennilega. Jújú, maður raular með YoungFolks og svona (ég kann nefnilega ekki að flauta) en ekkert mikið meira.
Mér fannst þeir m.a. konunglega leiðinlegir á Roskilde 2007. Það er þó ýmislegt ágætt við þremenningana, m.a. er til fyrirmyndar hve fjölbreytt músíkin er. Tveir fyrstu singlarnir af nýju plötunni eru engar undantekningar á því. Bæði Lay it Down og Nothing to Worry About eru bara nokkuð skemmtileg (mig grunar að bassatrommudrifið rímix af Nothing to Worry About gæti alveg vakið lukku á dansgólfum bæjarins). Góð myndbönd líka.



Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com