Thursday, December 18, 2008

2 Stelpur

Ég hef lofað sjálfum mér að hugsa ekki um jólin fyrr en að síðasta prófi loknu (á morgun, fokk já!). Þá fáið þið kannski einhver ofboðslega indí jólalög eins og lenska er að blogga um á þessum tíma árs. Í dag fáið þið hinsvegar (bara) tvær hressar stelpur...

Eina frá Bandaríkjunum og eina frá Íslandi.
Eina svarta og eina hvíta.
Eina sem var að gefa út barnaplötu og eina sem hefur aldrei gefið út barnaplötu (en mun vafalaust gera það síðar).
Kimya Dawson gaf um daginn út sína fyrstu breiðskífu eftir Juno-gleðina. Það er semsagt barnaplatan Alphabutt (ísl. Stafrassið) sem er gefin út á Rough Trade. Í rauninni var barnaplata rökrétt framhald af áður útgefinni tónlist Kimya, sem hefur ávallt einkennst af einfaldleika, innilegheitum og smá slettu af barnalegum húmor. Á Alphabutt er að finna fullt af hressum lögum um skrímslabörn, lausar tennur og prump og svo auðvitað nokkur falleg um allt það sem skiptir mestu máli í lífinu. Kimya er söm við sig, með hjartað á réttum stað og sálina fullkomlega í tónlistinni. Ef ég ætti útlenskt barn myndi ég leyfa því að hlusta á þetta.
www.myspace.com/kimyadawson

Halla Guðmundsdóttir er 22 ára Kópaskersmær sem er búsett í Danmörku þessa stundina. Hægt er að hlusta á eitt lag á mæspeis svæði hennar og nefnist það Jump. Blúsað, angurvært og einlægt í vetrardrunganum.
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com