Monday, June 29, 2009

Tónleikahryna

Það er alveg nóg af spennandi tónleikum í vikunni. Mér til mikillar mæðu hittist það þannig á að kemst ég ekki á neina þeirra. Skrambinn.

Fyrst ber að nefna tónleika hins japanska Shugo Tokumaru, sem spilar ásamt Amiinu í Norræna húsinu á miðvikudag. Shugo spilar alveg ótrúlega sumarlegt tilrauna-indí-krútt-popp. Ef Animal Collective væri Japanskur gaur í krónískt góðu skapi. Algjör snilld eiginlega. Mér skilst að það sé frítt meira að segja! Ég skalla þann í magann sem sleppir þessu vísvitandi. http://www.101tokyo.is/











Sama kvöld spila Megas og Ólöf Arnalds (eða Megasóló eins og systir mín hélt að ég hefði sagt) á Kaffi Rósenberg. Tónleikarnir eru annað giggið í tónleikaröð Reykjavík Grapevine, Fuglabúrið. Þar er tveimur tónlistarmönnum att saman í bardaga upp á líf eða dauða... eða svona næstum því. 1000 kall er smápeningur fyrir þessa tvo mögnuðu listamenn.

Kvöldið eftir spilar bandaríski þjóðlagasöngvarinn Joe Pug á Rosenberg ásamt Bob Justman og Snorra Sprengjuhelgasyni. Svaka beisik fólk hjá Joe, en samt örugglega alveg þess virði að kíkja á. Hann er víst 25 ára Norður-Kaliforníubúi á leið til Noregs. Reyndar verður ekki síður áhugavert að sjá Snorra spila, enda ætlar hann sér að gefa út plötu í lok sumars. Fyrsta lagið hljómar bara nokkuð vel. 1000 kall inn.



Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com