Michelle Shocked og Hipp-Hopp
Núna hef ég komið mér upp svæði hjá moggablogginu blog.is og þar get ég sett inn lög í sérstakan tónlistarspilara. Ég mun ennþá blogga hér að minnsta kosti til að byrja með, en spilarinn verður á hinni síðunni. Það væri sniðugt ef þið eruð að lesa bloggið að opna http://kristjangud.blog.is í öðrum glugga og hlusta um leið. Ég veit að þetta er svolítið vesen en mun vera svona til að byrja með, ef ég finn ekki betri lausn mun ég líklega færa síðuna alveg á blog.is.
---------------------------------------------------
Fór í skífuna í vikunni og skipti þessum disk…

…fyrir þennan…

Ég myndi segja að það hafi verið góð skipti.
The Texas Campfire Takes með Michelle Shocked var tekinn upp árið 1986 á þjóðlagahátíðinni í Kerrville í Texas. Aðdragandinn að upptökunni var að Michelle (fædd Karen Michelle Johnson árið 1962) ætlaði að taka þátt í lagasmíðakeppni hátíðarinnar. Þeir sem vildu taka þátt og vildu fá að spila þurftu að senda inn demo-upptöku en demó-ið hennar Michelle týndist í pósti og var því ekki pláss fyrir hana í dagskránni. Pete Lawrence annar eigenda breska útgáfufyrirtækisins Cooking Vinyl var á hátíðinni og heyrði hana spila á fiðlu og spurði hvort hann mætti taka upp plötu með henni. Pete og Michelle settust saman við varðeld í jaðri hátíðarsvæðisins og tóku upp plötu á Sony Walkman (vasadiskótæki) sem Pete var með. Í bakgrunni heyrist í varðeldinum, kakkalökkum og bílum að keyra framhjá. Öll útgáfan var mjög viðvaningsleg, lög hétu vitlausum nöfnum, upptökubúnaðurinn breytti hraða sumra laganna. Talandi um Lo-Fi, ennþá engar hugmyndir að íslensku nafni á Lo-Fi tónlist? Hvernig finnst ykkur Lé-Tæ (Léleg tækni)?
---------------------------------------------------
Fór í skífuna í vikunni og skipti þessum disk…

…fyrir þennan…

Ég myndi segja að það hafi verið góð skipti.
The Texas Campfire Takes með Michelle Shocked var tekinn upp árið 1986 á þjóðlagahátíðinni í Kerrville í Texas. Aðdragandinn að upptökunni var að Michelle (fædd Karen Michelle Johnson árið 1962) ætlaði að taka þátt í lagasmíðakeppni hátíðarinnar. Þeir sem vildu taka þátt og vildu fá að spila þurftu að senda inn demo-upptöku en demó-ið hennar Michelle týndist í pósti og var því ekki pláss fyrir hana í dagskránni. Pete Lawrence annar eigenda breska útgáfufyrirtækisins Cooking Vinyl var á hátíðinni og heyrði hana spila á fiðlu og spurði hvort hann mætti taka upp plötu með henni. Pete og Michelle settust saman við varðeld í jaðri hátíðarsvæðisins og tóku upp plötu á Sony Walkman (vasadiskótæki) sem Pete var með. Í bakgrunni heyrist í varðeldinum, kakkalökkum og bílum að keyra framhjá. Öll útgáfan var mjög viðvaningsleg, lög hétu vitlausum nöfnum, upptökubúnaðurinn breytti hraða sumra laganna. Talandi um Lo-Fi, ennþá engar hugmyndir að íslensku nafni á Lo-Fi tónlist? Hvernig finnst ykkur Lé-Tæ (Léleg tækni)?
En allir þessir gallar gerðu í rauninni plötuna enn meira heillandi og lögin standa fyrir sínu. Lögin eru hreinræktuð amerísk þjóðlagatónlist þar sem stefnum og stílum er hrært saman og eykur það einnig áhrifamáttinn að lögin séu flutt af alþýðukonu með kassagítar sem hefur átt heldur betur stormasama ævi. Michelle er frá Gilmer í Austur-Texas og áhrifavaldar hennar eru flestir af því svæði, blökkumenn sem syngja suðurríkjablús og sveitalúðar sem syngja kántrí-tónlist. Michelle var yngst 8 systkina úr heittrúaðri mormónafjölskyldu, 16 ára flutti hún að heiman enda hafði hún róttækar skoðanir sem voru ekki vel liðnar á íhaldssömu heimilinu. Ekki löngu seinna var hún greind paranoid schizophrenia og sett inn á geðsjúkrahús. Meðal annars gekkst hún undir svokallaða Shock treatment og gæti verið að eftirnafnið Shocked sé komið frá því, en heimildum ber ekki saman um það. Hún kláraði háskóla og eftir það ferðaðist hún um allan heim í nokkur ár og bjó m.a. í Barcelona, Mílanó, London og Amsterdam. Ævintýraförin endaði með hryllingi í bænum Comiso í Ítalíu þar sem Michelle var nauðgað.- Eftir þetta hefur hún barist kröftuglega með ýmsum samtökum gegn nauðgunum, klámi og misrétti.
Árin eftir Texas-varðeldatökurnar gaf Michelle út nokkrar plötur hjá Mercury/Polygram og Cooking Vinyl. Árið 1993 skráði hún sig síðan á blöð sögunnar þegar hún kærði útgáfufyrirtækið Mercury/ Polygram fyrir að hneppa sig í þrældóm enda höfðu eigendurnir neitað að gefa efnið hennar út og einnig bannað henni að ræða við önnur útgáfufyrirtæki. Dómssátt náðist og fékk hún samningnum rift. Seinna stofnaði hún síðan sína eigin útgáfu, Mighty Sound.
Árin eftir Texas-varðeldatökurnar gaf Michelle út nokkrar plötur hjá Mercury/Polygram og Cooking Vinyl. Árið 1993 skráði hún sig síðan á blöð sögunnar þegar hún kærði útgáfufyrirtækið Mercury/ Polygram fyrir að hneppa sig í þrældóm enda höfðu eigendurnir neitað að gefa efnið hennar út og einnig bannað henni að ræða við önnur útgáfufyrirtæki. Dómssátt náðist og fékk hún samningnum rift. Seinna stofnaði hún síðan sína eigin útgáfu, Mighty Sound.
Heimasíðu Michelle: www.michelleshocked.com
Hlustið á 4 lög af Texas Campfire Takes á http://kristjangud.blog.is
---------------------------------------------------
Og víst við erum í róttæklingum ætla ég að leyfa ykkur að heyra í íslensku Hipp-Hopp sveitinni Forgotten Lores sem ég hef verið að hlusta á undanfarið, alveg frábært band þar á ferð. Ég hef reyndar ekki heyrt nýju plötuna, Frá Heimsenda (sem á víst að vera mögnuð), en þessi lög eru af Týnda hlekknum frá 2003. Alltaf gaman að heyra gott Hipp-Hopp á íslensku þar sem fjallað er um alvöru hluti. Njótið vel!
Og víst við erum í róttæklingum ætla ég að leyfa ykkur að heyra í íslensku Hipp-Hopp sveitinni Forgotten Lores sem ég hef verið að hlusta á undanfarið, alveg frábært band þar á ferð. Ég hef reyndar ekki heyrt nýju plötuna, Frá Heimsenda (sem á víst að vera mögnuð), en þessi lög eru af Týnda hlekknum frá 2003. Alltaf gaman að heyra gott Hipp-Hopp á íslensku þar sem fjallað er um alvöru hluti. Njótið vel!
Heimasíða FL: www.forgottenlores.com
Myspace: www.myspace.com/forgottenlores
Labels: amerískt, folk, Hip-Hop, íslenskt, kassagítar, Lo-fi
<< Home