Breskt
Þessu ungu Lundúnarstelpu sá ég á tónleikum á Café Amsterdam fyrir einskæra tilviljun á síðasta ári. Þá ætlaði ég að mæta og sjá Noregsvinina í UMTB Stefáni en svo
vildi til að Kate Nash bættist (öllum til mikillar gleði) við dagskrána á síðustu stundu. Kate er svona artí-krútt, voða sæt, brosandi í blómakjól að spila á píanóið sitt eða gítarinn sinn með alveg fáránlega mikinn London-hreim. Textarnir eru oft í Antifolk stíl og innihalda margir hverjir dónaleg orð. Áhrifin frá hinni Rúss-Amerísku Reginu Spektor eru einnig greinileg og svo er ekkert fjarri lagi að líkja henni við Lily Allen. Á þessum tónleikum sem ég sá var hún með trommarann Jay með sér, sem spilaði einnig á gítar í nokkrum lögum og leit út fyrir að vera ekki deginum eldri en 15 ára. Ég held að hún hafi verið á landinu til að taka upp plötu, af hverju hér? Það veit ég ekki. Kannski er það orðið eitthvað kúl núna að taka upp plötur á Íslandinu. Ég veit ekki hvort platan sé komin út en hún á líklega að koma út á þessu ári á Moshi Moshi útgáfufyrirtækinu. Í tónlistarspilaranum eru lögin The Nicest Thing og Little Red. Myspace
Næst skulum við færa okkur yfir til Brighton, en það er heimili fjórmenninganna í gæðabandinu I´m being good. Meðlimir eru Andrew Clare (Höfuðpaur/söngvari/gítarleikari), Tom Barnes,
Dave Ewan Campell og Stuart O’ Hare. Tónlist I´m being good er líklega eins langt frá angurværu krúttlegu píanó-poppi Kötu. Þeir eru ósköp venjulegir lúðar, komnir á fertugsaldurinn að berja á hljóðfærin sín og fá þannig út vel skipulagða og bjagaða hljóðóreiðu. Hljómsveitin hefur í a.m.k 15 ár (veit ekki nákvæmlega hvenær þeir byrjuðu) fært heiminum hágæða stærðfræði-hávaða-rokk og hafa m.a. tvisvar komið til Íslands og heilluðu mig gjörsamlega upp úr converse-skónum mínum í fyrra skiptið (hafði aldrei heyrt í þeim þá). Þeir hafa gefið út 5 breiðskífur (þar af eitt smáskífu og b-hliðasafn og eitt safn af spunalögum) á sinni eigin útgáfu sem ber nafnið Infinite Chug. Lögin sem eru í spilaranum á http://www.kristjangud.blog.is/ eru; Sixteen Children Eyes af Family Snaps frá árinu 2005, Nostalgic for fake times og Waste of Bullets af smáskífusafninu 8 of us R dead sem kom út árið 2002 og síðast en ekki síst Joust af meistaraverkinu Sub Plot frá 2000. Athugið að þau lög sem ég vel hingað inn á síðuna eru mun hlustendavænni en megnið af því sem I´m being good hafa gert. Heimasíða - MySpace - Heimasíða Infinite Chug

Næst skulum við færa okkur yfir til Brighton, en það er heimili fjórmenninganna í gæðabandinu I´m being good. Meðlimir eru Andrew Clare (Höfuðpaur/söngvari/gítarleikari), Tom Barnes,


<< Home