Háskólarokk
Ekki fyrir svo löngu þegar ég var á gangi í miðborg Reykjavíkur, ákvað ég skyndilega að seilast niður í vasann minn og skipta um tónlist í spilastokknum (iPod-inum) mínum. Það sem varð fyrir valinu var Down in the Backyard með Heróglym sem kom út á samnefndri (að mig minnir)
stuttskífu fyrir tveimur árum (aftur er ég ekki viss). Heróglymur er eitt af fáum háskólarokkböndum íslenskrar rokksögu, að minnsta kosti eitt af fáum sem eru góð. Heróglymur er nefnilega drullu-gott band. Reyndar hef ég það frá ónefndum nafna mínum í sveitinni að bandið sé fallið í dauðadá og óvíst hvort það lifni aftur við. Einhverjir dauðakippir eru þó í bandinu og vaknaði það um daginn og vildi kalla sig Winterman. Heimildarmaðurinn minn sagði þó að meðlimir hljómsveitarinn myndu vafalaust halda áfram að gera tónlist, ýmist í sitthvoru lagi, eða nokkrir saman. Heróglym skipuðu tvíburabræðurnir Kristján (bassi) og Daníel (trommur, gítarleikarinn Pétur og Gítarleikarinn/Söngvarinn Doddi, sem hefur gert garðinn frægan með einsmannsbandinu með frumlega nafnið Doddi, sem og raftónlistarverkefninu Enkídú. Reyndar er enginn meðlima hljómsveitarinnar kominn á háskólaaldur en það skiptir ekki öllu máli. Einhvern tímann líkti einhver þeim við gæðabandið ...And You Will Know Us By The Trail Of The Dead, held meira að segja að það hafi bara verið ég.
Heróglymur - Down in the Backyard
Annað íslenskt band sem mætti jafnvel kalla háskólarokk, þó að sú skilgreining sé mjög vafasöm, er Lada Sport. Að minnsta kosti er þetta nýja lag
með þeim svolítið Weezer skotið (ekki skemmir fyrir að gítarleikarinn er með gott Rivers Cuomo-útlit í gangi) og réttlætir það þessa skilgreiningu. Þeir gáfu út EP-plötuna Personal Humour fyrir nokkrum árum og seldist hún nokkuð auðveldlega upp. Þess má geta að ég er búinn að týna mínu eintaki og ef einhver sem á hann vill brenna diskinn fyrir mig væri það vel þegið. Frá því að sú plata kom út hafa orðið mannaskipti á gítarnum, gamli gítarleikarinn var seldur til Jakobínurínu en nýr var fenginn úr gæðabandinu Isidor, sem hefur verið hljóðlátt mjög lengi (kannski dautt?). Lagið Love Donors, sem hægt er að hlusta á með því að smella á slóðina hér fyrir neðan, er af væntanlegri breiðskífu piltanna sem kemur út einhvern tíman á næstunni. Hljómurinn hefur breyst þónokkuð síðan á síðustu plötu, söngvarinn hefur bætt sig (nýji gítarleikarinn syngur reyndar í þessu lagi) og textarnir eru orðnir örlítið vitrænni.
Lada Sport - Love Donors
myspace - youtube
Fyrst að ég er byrjaður að nefna meistarana í Weezer verð ég setja inn einhver lög með þeim.
Tired of Sex
Af plötunni Pinkerton frá 1996
El Schorcho
Einnig af Pinkerton frá 1996
Island in the Sun
Af plötunni Weezer (græna albúmið) frá 2001
Þetta myndband eftir Spike Jonze er eiginlega bara yndislegt (afsakið orðalagið). Takið eftir því að aðeins þrír meðlimir sveitarinnar eru í myndbandi, bassaleikarinn Mikey Welch (bassaleikari númer tvö af þremur) var farinn á geðveikrahæli.
Keep fishin’
Af plötunni Maladroit frá 2002
Viðbrögð söngvarans Rivers Cuomo þegar honum var sagt frá hugmyndinni að þessu myndbandi voru: ,,that´s so gay”. En hann hefur greinilega gefið sig á endanum.

Heróglymur - Down in the Backyard
Annað íslenskt band sem mætti jafnvel kalla háskólarokk, þó að sú skilgreining sé mjög vafasöm, er Lada Sport. Að minnsta kosti er þetta nýja lag

Lada Sport - Love Donors
myspace - youtube
Fyrst að ég er byrjaður að nefna meistarana í Weezer verð ég setja inn einhver lög með þeim.
Tired of Sex
Af plötunni Pinkerton frá 1996
El Schorcho
Einnig af Pinkerton frá 1996
Island in the Sun
Af plötunni Weezer (græna albúmið) frá 2001
Þetta myndband eftir Spike Jonze er eiginlega bara yndislegt (afsakið orðalagið). Takið eftir því að aðeins þrír meðlimir sveitarinnar eru í myndbandi, bassaleikarinn Mikey Welch (bassaleikari númer tvö af þremur) var farinn á geðveikrahæli.
Keep fishin’
Af plötunni Maladroit frá 2002
Viðbrögð söngvarans Rivers Cuomo þegar honum var sagt frá hugmyndinni að þessu myndbandi voru: ,,that´s so gay”. En hann hefur greinilega gefið sig á endanum.
Labels: amerískt, háskólarokk, íslenskt, rokk
<< Home