Friday, February 02, 2007

Skammdegisógeð

Úti er rigning og rok, viðbjóðsleg rigning og ógeðslegt rok. Eina sem hægt er að gera í svona horbjóðslegu veðri er að leggjast upp í sófa með heitt kakó, góða bók og hlusta á þunglyndislega tónlist. Hér er gott sándtrakk í það.

Vollmar – A widow
Alveg sama hvernig veðrið er, verður manni sjálfkrafa kalt af því að hlusta á þetta lag. Vindurinn sem ber á glugganum er svo napur að argasti guðleysingi þakkar guði fyrir að vera inni. Svoleiðis líður mér núna. Ég veit ekki mikið um Vollmar, ég held að maðurinn á bakvið bandið sé Justin Vollmar frá Bloomington í Indiana-fylki Bandaríkjanna, svo minnir mig að bróðir hans komi eitthvað nálægt þessu. Lagið A Widow er af plötunni 13 or so people who need chances sem ég keypti á tónleikum hljómsveitarinnar á Kaffi Hljómalind 19.Nóvember 2005. Þar spilaði líka Drekka, en hann er eigandi Blue Sanct útgáfunnar sem gefur út tónlist Vollmar. Diskurinn í heild sinni er frábær, lágstemmdur og melódískur (ólíkt tónlist Drekka sem mörgum þykir líklega eintómur hávaði). Án þess að ég hafi gert mér grein fyrir því er platan ein sú mest spilaða í tölvunni minni. Frábær í skammdegisþunglyndið.

Johnny Cash (ásamt Bonnie “Prince” Billy) – I see a Darkness

Ég hef hvorki fjallað um Cash né Will Oldham á þessari síðu minni og er það einstakleg skammarlegt, en nú bæti ég úr því. Þetta lag er gott þegar maður sér ekkert nema myrkur. Hér leiða þessir meistarar saman hesta sína undir stjórn Rick Rubins. Lagið kom út árið 2000 á þriðju American Recordings plötu Johnny´s. Ameríku-upptökurnar urðu til þess að endurvekja vinsældir Cash sem hafði þótt ókúl alltof lengi. Persónulega finnst mér fyrsta og þriðja platan sterkastar, fyrsta vegna góðra lagasmíða Johnnys en sú þriðja aðallega vegna magnaðra endurgerða. I see a Darkness er samið af Will Oldham sem gengur undir ótal nöfnum m.a. Bonnie “Prince” Billy og kom upphaflega út á samnefndri plötu meistarans. Þess má geta að Will (Bonnie) tók nýjustu plötu sína The Letting Go í Gróðurhúsinu, upptökuveri Valgeirs Sigurðarsonar í Breiðholti.

Bright Eyes – If winter ends
If winter ends er upphafslag á annarri breiðskífu Bright Eyes sem er hliðarsjálf undrabarnsins Conor Oberst’s frá Nebraska (hann heldur því reyndar fram að fleiri meðlimir séu í hljómsveitinni en það er mjög mismunandi hverjir það eru). Letting off the Happiness kom út árið 1998 þegar Conor var 18 ára, áður hafði hann gefið út kasettur og 7 tommu plötur undir eigin nafni (sú fyrsta þegar hann var 13 ára). Hann hefur greinilega átt erfitt oft á tíðum og má heyra það í myrkum textum og oft þunglyndislegum laglínum. Svo virðist sem að veturnir í Nebraska hafi verið jafn langir og hér á fróni, því að texti lagsins fjallar um þránna eftir sumrinu, að minnsta kosti einhverju öðru en vetri. Platan er voðalega Lo-Fi, gítarsurgi (feedback) og rennigítar (slide-guitar) er skemmtilega blandað saman . Umslagið og upplýsingar á því er persónlegt og um lagið If winter ends stendur t.d.: ,,Recorded at home on four-track March 1997. I sang and played guitar. The keyboards and samples were added later at Mike Mogis’ house. I don´t remember who ended up playing the keyboard part (it wasn´t very hard)”. Stúíóplötur Bright Eyes eru nú orðnar 7 talsins og sú áttunda, Cassadaga, kemur í búðir í apríl.

My Summer as a Salvation Soldier - Stagedives & Highfives
Hér önnur einsmannshljómsveit á ferð, Þórir, óskabarn íslensku harðkjarnasenunnar. Þetta kveikir líka í mér öflugar og andstæðar tilfinningar, að vissu leyti er það svolítil depurð en um leið bjartsýni, sátt með lífið þó það sé oft á tíðum erfitt. Einfalt gítarspil, grípandi laglína og persónulegur texti gerir þetta lag eitt af betri lögum Þóris.

The grass is always greener on the other side they say.
I´ll make my own side the other and be satisfied that way.
I keep my fingers in my pockets, just to keep from being cold.
I sing along to Minor Threat songs to keep from growing old.
And I´ll never sing the same old tune, my friends did before me.
I´ll be as true to this as anyone could be.
Fingerpointing to my walkman as I walk my way to work,
I walk under the streetlight the whole way
couse it´s still dark, and it´s still dark, it´s still dark.
Got memories so bad, but some I have are pretty good.
In a dark and gloomy basement where we played for our salvation
and for a while we forgot wars and murders, hunger and starvation.
We just sang, we just sang.


Elliott Smith – I didn´t understand
Konungur þunglyndisins má ekki vera skilinn útundan, það er auðvitað Elliott Smith. Ég hef ekki ennþá heyrt lag með þessum manni sem er lélegt, frábær popp-lagasmiður.. Af ótal ástæðum finnst mér þetta besta lag Elliott’s.

My feelings never change a bit i always feel like shit
I don't know why i guess that i "just do"


Melankólían og vonleysið er fullkomið. Textinn virðist fjalla um sambandsslit, sem honum finnst hann bera ábyrgð á. Hann elskar engann og trúir því ekki að nokkur maður geti elskað hann. Honum finnst hann eiga skilið að vera einn, alltaf! Sjálfsálit mannsins er í molum, þunglyndið er svarthol. Útsetning lagsins er mjög einföld, margföld rödd Elliott´s er það eina sem heyrist og leggur það áherslu á einmanaleika textans. Englakór þjakaður af öllum áhyggjum alheimsins, kannski eins og raddirnar sem bergmáluðu í hausnum á skáldinu.
29. Desember 2005 spilaði Pétur Ben þetta lag stórvel á Elliott Smith-tribute tónleikum á Gauk á Stöng.
Eins og áður er vandamál með lögin og netið... fyrstu þrjú eru á kristjangud.blog.is hin koma vonandi bráðlega.

Labels: , , , , ,

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com