Monday, October 01, 2007

Kimya Dawson SPECIAL

Já, það er komið að því gott fólk...
Loksins ætla ég að blogga um meistara Kimyu Dawson. Ég heyrði fyrst í Kimyu fyrir nokkrum árum (líklega í lok árs 2004) þegar ég var að vafra um heimasíðu bandaríska útgáfufyrirtækisins K. Það var lagið Lullaby For The Taken af plötunni Hidden Vagenda sem greip mig algjörlega. Ég vafraði um netið og fann nokkur fleiri lög með henni. Ég spurðist fyrir í plötubúðum landsins en enginn kannaðist við að eiga disk með henni. Í næstu utanlandsferðum mínum spurði ég í hverri einustu plötubúð en ekkert gekk. Loksins tókst mér þó að finna nokkra diska með henni í London. Ég keypti tvo og sé eftir að hafa ekki tímt að kaupa fleiri, því að þessi kaup hafa margborgað sig (en svona er að vera fátækur námsmaður). Ástæðan fyrir því að ég segi ykkur þetta núna er að allt lítur út fyrir það að Kimya vinkona mín sé loksins að slá í gegn. Og þar sem ég er svo mikill hipster ætla ég að sýna fram á að ég þekkti hana áður hún sló í gegn.


En já, Kimya Dawson er 34 ára bandaríkjamær sem hefur að mestu búið í New York en er nú flutt þvert yfir landið til Washington-fylkis. Kimya hefur verið í þónokkur ár ein af aðalsprautunum í hinni stórskemmtilegu New York Anti-Folk tónlistarsenu (Andþýðutónlistarsenu?) . Erfitt er að finna nokkrar upplýsingar um Kimyu áður en hún stofnaði dúettinn/hljómsveitina The Moldy Peaches árið 1999 með vini sínum Adam Green. Þau gáfu út eina breiðskífu samnefnda sveitinni árið 2001 (gefin út 11.sept) og safn tónleika- og demóupptakna tveimur árum seinna. Tónlistin var lo-fi andþýðutónlist með súrum textum og vænum skammti af klósetthúmor, pönki og undarlegum ástarsöngvum. Eðalplebbarnir á Pitchforkmedia líktu tónlistinni við Violent Femmes ef að þeir hefðu hætt að þroskast 9 ára en ekki 13 ára. Tónlistarhæfileikar eru vandfundnir á plötunni og upptökurnar oft hræðilegar. En það skiptir engu máli því að lögin og textarnir eru stórskemmtilegir. Greinilegt að Adam og Kimya skemmtu sér konunglega við gerð plötunnar og voru aðeins að gera hana fyrir sig sjálf og gerir það andrúmsloftið mjög afslappað. Má t.d. nefna að í laginu Nothing came out hringir síminn en þau halda áfram að spila og reyna eftir bestu getu að halda niðri í sér hlátrinum, svoleiðist augnablik gera tónlistina svo æðislega. En það er á hreinu að tónlistin er ekki allra, ég held t.d. að háaldraðir jazztónlistarkennarar fíli þetta ekkert rosalega. En árið 2002 skildu leiðir Adams og Kimyu og gáfu þau bæði út debjútplötur sínar sama ár. Fyrsta plata Kimyu I´m sorry that sometimes I´m mean var rólegri, innilegri og að mestu laus við ærlslalæti MP. En hljómurinn var ennþá gríðarlega hrár og lögin snerust um textana. Síðan fylgdu plöturnar Knock Knock who? og My cute fiend princess. Árið 2004 samdi hún við K Records, útgáfufyrirtæki Calvins Johnsons og gaf þar út Hidden Vagenda (fyrstu plötuna sem var tekin upp í stúdíói en ekki heima í svefnherberginu hennar). Hljómurinn á Hidden Vagenda var því skiljanlega örlítið stærri en áður en ennþá var einblínt á lög og texta en hljóðgæði og spilamennska voru aukaatriði. Á plötunni fær Kimya hjálp frá ýmsum vinum sínum t.d. (meistara) Daniel Johnston og Stephen Jenkins (Third Eye Blind). Árið 2006 var síðan mjög merkilegt fyrir Kimyu, fimmta sóló platan Remember That I love you kom út á K, Amazing Kids doing Amazing Shit með hljómsveitinni Antsy Pants (sem hún stofnaði með hinum 12 ára franska gutta Leo úr hljómsveitinni Bear Creek og fleirum) kom út á Plan-It-X og hún eignaðist sitt fyrsta barn. Öll þessi ár hefur Kimya átt dyggan en ekkert mjög stóran hóp aðdáenda sem hún hefur haldið mjög persónulegu sambandi við. Tónlistin er líka þess eðlis að manni finnst maður þekkja Kimyu. Lögin weu öll gríðarlega persónuleg, textarnir barnslega einlægir og fullir af jákvæðni en áhyggjum yfir óréttlæti heimsins. En nú er (loksins) komið að tækifærinu til að stækka apdáendahópinn allverulega. Það er leikstjórinn Jason Reitman (Thank You For Smoking) sem sér til þess með myndinni Juno (sjá Treiler) sem er að gera allt vitlaust á kvikmyndahátíðum þessa dagana. Kimya á heil 11 lög í myndinni (1 með Moldy Peaches og 3 með Antsy Pants) og er sándtrakkið að vekja þónokkra athygli. Talað hefur verið um myndina sem ,,Little Miss Sunshine Ársins”. Tel ég því góðar líkur á því að Juno ýti Kimyu upp á yfirborð indítónlistarmarkaðarins, líkt og Garden State hjálpaði The Shins og Good Will Hunting hjálpaði Elliott heitnum Smith (o.s.frv.).

Linkar:

Hér eru nokkur lög sem hægt er að hlaða niður:
The Moldy Peaches - Anybody else but you
The Moldy Peaches - Steak for Chicken

Kimya Dawson - Loose Lips (Læv)

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com