Thursday, May 10, 2007

5 Stjörnufræðilög

Vegna gríðarlega undirtekta ætla ég að endurtaka leikinn og blogga um próf, í þetta skiptið ætla ég samt að sleppa því að fræða ykkur um stjörnufræði.

Helium – Leons space star
Leons space star er af síðustu plötu Helium, hinni stórgóðu The Magic City, sem Binni var svo góður að lána mér, þakka ég honum kærlega fyrir það. En heilinn á bakvið Helium er hin ofursvala gítarleikkona Mary Timony. Kærasti Timony Ash Bowie gítarleikari Polvo var líka kominn í bandið á þessum tíma, leysti meira að segja þá hljómsveit upp til að geta einbeitt sér að Helium. En Mary Timony þessi er einmitt nýbúin að gefa út sólóplötu hjá KillRockStars útgáfunni og ber hún nafnið The Shapes We Make.




Deerhoof – Siriustar
Deerhof er annað gríðarlega töff og stórundarlegt band með konu í fararbroddi. Hina japönsku Satomi Matsuzaki.
Hlusta

Belle & Sebastian – A space boy dream
Það elska allir krúttlegu skotana Belle og Sebastían og hey, þar er líka stelpa, mikið jafnrétti hérna í gangi. Þetta er af The Boy with the arab strap (fyrir þá sem ekki vita er arab strap gervilimur).
Hlusta

The Shins – A comet appears
Þetta er af hinni misgóðu Whincing the night away með góðvini mínum James Mercer og félögum í The Shins.
Hlusta

Modest Mouse – Space Travel is boring
Ég fann þetta lag ekki nema á YouTube í lélegri útgáfu.
Horfa

Labels: , , , ,

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com