Tuesday, June 19, 2007

BERTEL! og <3Svanhvít!

Ég er ekki vanur að vera fyrstur með fréttirnar, að minnsta kosti ekki í heimi mp3-bloggara sem keppast um að blogga um fáránlega ný/heit/upphæpuð útlensk bönd sem flest hverfa sjónum áður en hægt er að blikka auga. Aftur á móti tel ég mig fylgjast nokkuð vel með íslenskri jaðar- og grasrótartónlist og nú finnst mér kominn tími til þess að ég fari að blogga um það sem ég þekki best.

Á dögunum kom út langþráður frumburður indí-popp-elektró-rokk.is sveitarinnar BERTEL! og nefnist hann því skemmtilega nafni BERTEL!. Bandið hefur verið starfandi í a.m.k 4 ár eftir því sem ég best man. Skiljanlega hefur hljómur piltanna breyst umtalsvert á þessum árum, enda eru þeir óðum að vaxa úr grasi. Upphaflega spiluðu þeir hressandi en að sama skapi nokkuð barnalegt botnleðjuskotið rokk, þeir hafa alltaf haldið í hressleikann en nú eru lagasmíðarnar þroskaðri og hljómurinn elektrónískari en áður og ósjaldan eru notaðir tveir hljóðgervlar, gítar og trommur. Platan inniheldur 7 lög og elstu eru líklega u.þ.b. 2 ára, þeir gefa út sjálfir en eitthvað útlenskt fyrirtæki sér um að dreifa plötunni til útvarpsstöðva og stórlaxa úti í heimi. Gallar plötunnar eru fáir og varla hægt að taka mark á þeim fáu athugasemdum sem ég geri við plötuna þar sem ég er bundinn þónokkrum lögunum órjúfanlegum tilfinningalegum böndum og því með mínar eigin hugmyndir um hvernig þau eigi að hljóma. Á Myspace svæði BERTEL!s er hægt að heyra þrjú lög, ofurslagarana He-man og Sunshine & Lollipops og hið glænýja Electronic Love is like a river. Á rokk.is er hægt að heyra nokkur eldri lög sem voru líklega með seinustu lögunum áður en hljómur þeirra breyttist.

www.myspace.com/bertel
http://rokk.is/default.asp?Flytjandi_ID=338&sida=um_flytjanda

<3svanhvít! var stofnuð viku fyrir Músiktilraunir í ár og var planið held ég upphaflega að fokka í hljóðmönnum keppninnar með því að hafa meðlimina og hljóðfærin óeðlilega mörg. Að lokum urðu meðlimirnir 11 (tólfti náði að koma sér inn á úrslitum MT en hefur ekki verið meira með). Hið sérstaka nafn er að komið af því að nokkrir meðlimir bandsins voru í aðdáanda klúbbi Svanhvítar Júlíusdóttur þáverandi forseta Framtíðarinnar, nafnið er venjulega borið fram ,,minn'enþrírsvanhvít” en sumir vilja segja ,,hjartasvanhvít”. Eins og allir vita vakti þetta flipp 11 MR-inga mikla athygli og hlaut hljómsveitin annað sætið verðskuldað. Sveitin spilar glaðværa indí-popp tónlist sem hljómar ekki eins og neitt sem ég man eftir að hafa heyrt. Tónleikar sveitarinnar eru alltaf eftirminnilegir m.a. vegna þeirra meðlima sem spila á óheðfbundin hljóðfæri s.s. potta, ryksugu og töfragítar (gítar sem er ekki tengdur í neinn magnara). Hægt er að hlusta á öll lögin sem minnaen3svanhvít! spiluðu á MT á myspace svæðinu þeirra og svo er hægt að hlaða niður laginu Systir Svanhvítar er skattstjóra (á það ekki að vera skattstjóri?).
http://www.myspace.com/minnaen3svanhvit
http://rokk.is/default.asp?Flytjandi_ID=3470&sida=um_flytjanda

Annað sem ég er að hlusta á þessa stundina:
Tom Waits – Orphans: Brawlers, Bawlers and Bastards
CSS – Cansei de Ser Sexy
Deerhoof – Friend Opportunity
Roskilde Mixteipið sem ég gerði fyrir Frey

Nú er ég farinn að sofa

Labels: , , , , ,

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com