Sunday, September 21, 2008

Rigning, rok og Fyrsta hjálp

Veðrið úti er vont. Ég fíla það. Þá hef ég pottþétta afsökun til að vera inni allan daginn í náttbuxum og drekka kakómalt.

Rakst á alveg yndislega útgáfu af Fleet Foxes laginu Tiger Mountain Peasant Song (en frumraun þeirrar sveitar, samnefnd hljómsveitinni, er algjörlega ein besta plata ársins). Það er sænsku systurnar Klara (15) og Jóhanna Söderberg (17) sem flytja lagið úti í skógi, vopnaðar kassagítar og mögnuðum röddum.

Söderberg systurnar gáfu út sína fyrstu EP-skífu í apríl á þessu ári, undir nafninu First Aid Kit. Platan, sem nefnist Drunken Trees, var gefin út hjá Rabid Records, útgáfufyrirtæki í eigu samlanda þeirra í raf-hjartsláttar-dansdúettinum The Knife.
Frumsamda tónlistin ber á engan hátt merki um ungan aldur stelpnanna og hinir ýmsu tónlistarbloggarar eru að missa legvatnið af hrifningu.... Skiljanlega

www.myspace.com/thisisfirstaidkit

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com