Tuesday, September 02, 2008

Tónleikar 3.-8.september

Þónokkuð af tónleikum í vikunni. T-t-t-tjekk it át

Miðvikudagur: Retro Stefson frumflytja plötuna sína á Organ og spila síðan eftir á. Frítt inn
Klezmer Kaos (Fra/Ísl) og Múgsefjun á Nasa kl.20:00, 2500 kall inn.
Bedroom Community kvöld á Kaffibarnum klukkan átta (að öllum líkindum ekki tónleikar þó).
Fimmtudagur: Viðurstyggð, Innvortis, Morðingjarnir, Æla kl.21:00 á Organ, 500 karlmenn.
Föstudagur: Útgáfutónleikar Megasar og Senuþjófanna á Nasa klukkan 21:00, 2000 kall inn.
Útgáfutónleikar Mammút ásamt Klive í Iðnó klukkan átta, 1000 krónur og platan Karakari á tilboði.
Raein (It), Gavin Portland, Rökkurró, Skítur á Kaffi Hljómalind kl.19:00, 800 krónur.

Mánudagur: Gordon Riots, For a Minor Reflection og No Culture kl. 21:30 á Kaffi Rót

Annars verð ég að viðurkenna það að ég missi af flestum þessum tónleikum. Fannst m.a. kominn tími til að nota boðsmiðann minn á Ástin er diskó, Lífið er Pönk í Þjóðleikhúsinu. Ég athugaði ekkert hvort að ég væri að missa af áhugaverðum tónleikum. En ég meina, af hverju að fara á alvöru pönktónleika ef þú getur séð söngleik um pönk?
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com