Önnur leið til að drepast...
Lagið frá mest spennandi þríeyki frá því að Bítlarnir lögðu upp laupana er loksins komið á netið.
Þetta eru auðvitað þau Jack White, Alicia Keys og drápsvél hennar hátignar, sjálfur James Bond.
Reyndar hafði sýnishorni af laginu verið lekið í einkar ósmekklega Coke Zero auglýsingu, en nú er það allt komið á hinn stórkostlega veraldarvef!

Þetta eru auðvitað þau Jack White, Alicia Keys og drápsvél hennar hátignar, sjálfur James Bond.
Reyndar hafði sýnishorni af laginu verið lekið í einkar ósmekklega Coke Zero auglýsingu, en nú er það allt komið á hinn stórkostlega veraldarvef!
Lagið ber heitið Another Way to Die og verður semsagt lag næstu Bond myndar, Quantum of Solace (hvað sem það nú þýðir).

Bersýnilega er þetta með betri lögum sem hafa verið gerð fyrir áfengissjúka kynlífsfíkilinn 007 (allavega betra en Chris Cornell ruslið sem var í síðustu mynd). Slær reyndar ekki Paul McCartney og DuranDuran ref fyrir rass...
Hægt er að hlaða niður laginu á mp3-formi hér fyrir neðan
<< Home