Wednesday, September 10, 2008

Jóhann hringir í Jimmy

Ég veit ekkert hver Jóhann Kristinsson er og hef ekki nennt að vinna neina rannsóknarvinnu. En músíkin hans er einstaklega vel hljóðandi. Angurvært og einlægt kassagítarraul. Hann er ekkert að finna upp hjólið, en hverjum er ekki drullusama? Við þurfum ekkert nýtt hjól.

Jóhann er nýbúinn að gefa út frumburð sinn Call Jimmy á bandaríska útgáfufyrirtækinu Atomic Mouse. Ég er alvarlega að pæla í að spandera þúsundköllum í þennan grip.

Svo geri ég einnig ráð fyrir að kíkja á a.m.k. eina tónleika með honum um helgina. Þetta er í boði:

11.sept á Kaffi Hljómalind ásamt Enkídú
12.sept á Kaffi Amsterdam ásamt Lo-ji
13.sept á Hressó
15.sept á Babalú
24.sept, útgáfutónleikar á Cafe Rosenberg

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com