Sunday, April 01, 2007

All my heroes are weirdos

Ég mæli einstaklega mikið með útvarpsþættinum Furðufuglar á Rás 2, þar sem umsjónarmaðurinn Frank Hall fjallar um ýmsa þekkta furðufugla tónlistarheimsins. Nú þegar hefur hann m.a. fjallað um Serge Gainsbourg, Phil Spektor, Brian Eno og Daniel Johnston. Klárlega einn sá skemmtilegasti í íslensku útvarpi í dag. Annars afsaka ég bloggleysi undanfarinn mánuð, mikið að gera í skóla og skemmtunum. Ég lofa a.m.k. einni góðri bloggfærslu í páskafríinu.

Hér er síða þáttarins.

Labels:

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com