Wednesday, April 18, 2007

Lygarar!

Já, undanfarna daga hef ég verið að hlusta á hina stórgóðu hljómsveit Liars sem gerir þessa dagana út frá Berlín (held ég). Hljómsveitin spilar einhverskonar indípost-pönk, tilraunakennda nýbylgju eða eitthvað svoleiðis. Það er alveg á hreinu að tónlist Liars er ekki fyrir alla, svo að ég hvet þá sem ekki eru opnir fyrir nýrri tónlist að hlusta á eitthvað annað í staðinn. Ekki er hægt að verða sér út um plötur með Liars hér á landi þar sem Skífan hefur umboð fyrir þeim en hefur ekki áhuga á að flytja þær inn. Frekar ömurlegt! Þess vegna hef ég vafrað um netið síðustu daga í leit að einhverju sem ég get stolið með þeim, ekki gengur það mjög vel. En hér eru tvö tóndæmi og eitt sýnidæmi (yndislega súrt myndband). Njótið vel.


Einkar huggulegt umslag smáskífunnar ,,It Fit When I Was A Kid"







Labels: , , , ,

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com