
Hljómsveitin Deer Tick gaf nýlega (september) frá sér sína fyrstu breiðskífu War Elephant. Hljómsveitin byrjaði sem singer/songwriter verkefni Rhode Island búans John McCauley árið 2005 en varð fljótlega að hljómsveit. John þessi er aðeins 21 árs og því mikið efni. Tónlistin er ljúf sveitatónlist sem minnir helst á kappa eins og Neil Young, Townes Van Zandt og stundum Bob Dylan (hann þvertekur þó fyrir að hafa orðið fyrir áhrifum frá Dylan). Tjekkið á þessu...
http://www.myspace.com/deertickhttp://www.deertickmusic.com/
<< Home