Monday, October 22, 2007

Morrissey-Mánudagur nr.2


Afsakið að Morrissey-mánudagurinn þessa vikuna er á þriðjudegi... það má reyndar færa rök fyrir því að allir dagar séu Morrissey dagar. En þannig vildi til að ég ætlaði að kasta inn Morrissey góðgæti vikunnar korteri fyrir miðnætti en þá ákvað nettengingin að detta út. En hér er þetta komið. Það voru þó í rauninni taktísk mistök hjá mér að gefa frá mér löngu greinina á fyrsta moz-mánudeginum því að núna veit fólk í rauninni allt sem að vita þarf um kappann (ef einhver hefur komist í gegnum hana þ.e.a.s) . En fyrir þá sem eru of latir til að lesa er hérna ágætis heimildarmynd frá 2002 sem ber hið skemmtilega heiti The Importance of Being Morrissey. En auðvitað er þetta afbökun á leikriti Oscars Wilde The Importance of Being Earnest (og að sjálfsögðu er Morrissey mikill aðdáandi hins mjög svo samkynhneigða Wilde). En eníveis, hérna er myndin, glóðvolg beint af youtube.

1. Hluti - 2. Hluti - 3. Hluti

Hér má svo hlýða á The First of the Gang to Die af hinni frábæru You are the Quarry frá 2004. Já, hann kann svo sannarlega ennþá að búa til tónlist kallinn. And you have never been in love, Until you've seen the dawn rise, behind the home for the blind.

Morrissey-tilvitnun dagsins: "Long hair is an unpardonable offense which should be punishable by death."
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com