Sunday, December 09, 2007

Tvö ný og frábær myndbönd

Mögulega nýr dansgólfshittari frá Heitu Flögunni frá London. Lagið nefnist Ready for the Dancefloor og er af væntanlegri plötu Made in the Dark sem kemur út í Febrúar á DFA Records. Leikstjóri myndbandsins er Nima Nourizadeh sem hefur gert flest (ef ekki öll) myndbönd Hot Chip hingað til (og einnig unnið Maximo Park og Architecture in Helsinki).

Seinna myndbandið er við hið mjög svo frábæra lag Bjarkar; Declare Independence af plötunni Volta. Það er hinn ótrúlegi leikstjóri Michel Gondry sem gerir myndbandið, og það er alltaf þess virði að horfa á það sem hann er að bralla. Einhver sagði að þetta væri tekið upp í rauntíma (og hef ég enga ástæðu til þess að véfengja það).

Annars lofa ég almennilegri færslu mjög bráðlega.

Veit ekki hvort að ég muni nenna að gera einhvern best of listi yfir árið sem er að líða. Sjáum til.

Í spilaranum:
Jens Lekman – Nights falls overt Kortedala
Jakobínarína – The First Crusade (hvað er málið með coverið?)
Hank Williams – einhver safnplata
Feist - The Remainder
Beastie Boys - The Mix-Up
Two Gallants – 2GS
M.I.A – Kala
Music in the Margin (safndiskur með undarlegum tónlistarmönnum)

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com