Tuesday, October 30, 2007

Íslenskir einyrkjar.

Þeir eru ansi margir íslensku einyrkjarnir (singer/songwriter) og þar sem ég er einstaklega mikill aðdáandi svoleiðis tónlistar ætla ég að bjóða ykkur upp á þrjá unga og efnilega söngvara/lagahöfunda.

Lo-ji
Beint úr Sudden Weather Change, We Painted The Walls, og System Failure 3550 – Error Error kemur Logi Höskuldsson a.k.a. The Ebsens. Hann kallar sig Lo-ji vegna þess að það er næstum því Lo-fi... nú getið þið lagt saman tvo og tvo og fundið út hvernig tónlist hann spilar. Jebb, einmitt lágtækni tilraunakennda kassagítarmúsík (svona aðallega) . Þrátt fyrir að hafa verið gríðarlega virkur í grasrótartónlistarsenunni í Reykjavík undanfarin ár virðist hann hafa vakið mesta athygli fyrir að hafa fengið mynd af sér í mogganum með split lo-fi kassetuna sem hann og Doddi gáfu út í ár. Að þessir ungu menn hafi gefið út kasettu þóttu mikil tíðindi og má líkja þessari snilldarmarkaðsetningu við fríu plötu Radiohead og dagblaðsplötu Prince. En að öllu gríni slepptu þá er lo-ji með duglegri og hugmyndaríkari ungu tónlistarmönnunum okkar þessa dagana.

myspace - rokk.is - Sudden Weather Change - We Painted The Walls

Carpet Show
Það er teppabarnið Brynjar sem er einsmannsbandið Carpet Show (hann spilar líka á gítar í Me The Slumbering Napoleon). Ég heyrði fyrst í Brynjari sumardaginn fyrsta fyrir líklega einu og hálfu ári síðan, en þá spilaði hann í illgresisportinu ásamt Dodda, Lay Low og stórskemmtilegu grandaskóla pönkbandi sem ég man ekki hvað heitir í augnablikinu (The New Race hringir þó einhverjum bjöllum). Helst man ég eftir laginu hans Tits’n’ass sem var einfaldlega stórskemmtilegast (komst reyndar að því seinna að hann er búinn að gleyma laginu og á enga upptöku af því). En Carpet Show er band undir áhrifum frá snillingum eins og Will Oldham, Daniel Johnston, The Microphones og Liars. Hljómar bara nokkuð vel og já, svo er hann líka 16 ára.
p.s. líka myndband hérna fyrir neðan


Ívar Pétur
Ívar hefur helst unnið sér það til frægðar að vera trommari í hinni mjög svo góðu póst-rokksveit Miri sem hefur núna tvö ár í röð fengið mjög flotta dóma fyrir spilamennsku á Airwaves. Þeir hafa gefið út eina EP plötu, Fallegt Þorp sem kom út árið 2005 og ég mæli með að allir næli sér í. En nú er Ívar einnig byrjaður að gera sína eigin tónlist. Á Myspace svæði hans má finna þrjú lög sem eru hvert öðru ólíkara, þar má finna sýrukennda kassagítar lo-fi tónlist sem og mjög metnaðarfulla elektróníska chill-tónlist. Svo sannarlega þess virði að fylgjast með þessu í framtíðinni.
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com