7500 Kr.-
Svo virðist sem að æ fleiri sé að hoppa um borð í Andþýðutónlistarvagninn. Arnar Eggert skrifaði um Kimyu í Lesbók morgunblaðsins fyrir nokkrum vikum og svo lenti ég í því að heyra svoleiðis músík á kaffibarnum á mánudagskvöldi. Gott mál.
Um helgina kíkti ég í Kolaportið. Auðvitað gekk ég beint að vínil plötu básnum og byrjaði að gramsa. Mesta athygli vöktu hjá mér tvær breiðskífur með einni bestu íslensku hljómsveit allra tíma, Purrki Pillnikk. Önnur þeirra, Ekki Enn kostaði 3000 Kr en hin, Googooplex heilar 7500. Ég greip andann á lofti... 7 og hálft kvikindi! Jú, mig langar í þessa plötu en ég er fokking fátækur námsmaður. Þegar ég byrjaði að skoða hana nánar leit næsti maður yfir öxlina á mér og hrópaði 7500 Krónur! ,,Djöfull er það ódýrt".
Við ræddum stuttlega um Purrk og svo fór ég heim í fýlu.
Talandi um vínil plötur, þá er hérna örheimildarmynd um gæja sem á stærsta plötusafn í heimi. Milljón breiðskífur og ein og hálf af smáskífum. Áhugavert.
UPPFÆRT: Svo virðist sem að myndbandið virki ekki hjá öllum, þessi tengill ætti þó að virka http://vimeo.com/1546186
Ef þú ert ekki nú þegar búinn að því er náttúrlega um að gera að tjekka á nýja laginu með skosku hertogahommunum í Franz Ferdinand.
Mp3: Lucid Dreams
<< Home