Thursday, July 31, 2008

Leigubílalögin


Undanfarið hef ég verið að renna í gegnum The Black Cab Sessions þættina á netinu. Í hverjum þætti kemur einn listamaður eða hljómsveit og spilar eitt lag. Það er svo sem ekkert merkilegt nema fyrir þær sakir að flutningurinn á sér stað í hefðbundnum lundúnarleigubíl á ferð. Allskonar tónlistarmenn hafa komið fram en oftast er músíkin einhvers konar indítónlist (hvað sem það þýðir nú til dags). Þegar þetta er skrifað eru þættirnir orðnir 50 talsins. Meðal þeirra sem hafa spreytt sig eru Death Cab For Cutie, Fleet Foxes, Noah and the Whale, Seasick Steve, Daniel Johnston og Jeffrey Lewis, svo örfáir séu nefndir.

http://www.blackcabsessions.com/
Black Cab Sessions á Youtube



Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com