Sunnudagur
Þegar áfengið er að skolast úr blóðinu, líkaminn í lamasessi og hugurinn óvirkur er fátt betra en að setjast upp í sófa og hugsa um gærkvöldið með tregafulla kassagítartónlist í græjunum. Flestir í þynnkuþunglyndi ættu að finna samhljóm með hinum frábæra Bon Iver.
Bon Iver er sólóverkefni Justin Vernons frá Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum. Í fyrra kom út frumraun hans; For Emma, Forever Ago sem er alveg einstaklega áheyrileg plata. Hann á víst að hafa samið og tekið hana upp í 3 mánaða sjálfskipaðri einangrun í lítill hyttu upp á fjalli. Mjög persónuleg og heiðarleg tónlist.

Bon Iver er sólóverkefni Justin Vernons frá Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum. Í fyrra kom út frumraun hans; For Emma, Forever Ago sem er alveg einstaklega áheyrileg plata. Hann á víst að hafa samið og tekið hana upp í 3 mánaða sjálfskipaðri einangrun í lítill hyttu upp á fjalli. Mjög persónuleg og heiðarleg tónlist.
Myndbandið við Wolves (Act I & II) sem má horfa á hér neðar var filmað af kvikmyndagerðarmanninum Matt Amato. Daginn áður hafði hann fengið fréttir af andláti eins besta vinar síns, Heath Ledgers. Matt ákvað engu að síður að taka upp myndband, þeir kveiktu varðeld út í skógi og sátu þar allan daginn og mynduðu.
Þegar þið farið síðan að rífa ykkur upp úr sunnudagsdepurðinni mæli ég með hinum stórskemmtilega kvartett frá Norður-Karólínu, Bombadil (eins og Tumi Bumbaldi). Glaðvært fólkað indípopp í líkingu við bönd eins og Page France, Antsy Pants og jafnvel Eels. Einhver líkti þeim við drukkna, sírkúsútgáfu af The Band. Fyrr á þessu ári gáfu Bombadil út sína fyrstu breiðskífu; A Buzz, a buzz á Ramseur útgáfunni. Panflautur, banjó, víóla, þríhyrningur, kazoo-flauta og almenn hamingja.

mp3: Cavaliers Har Hum
<< Home