Friday, August 29, 2008

Föstudagsfílíngur

Það er stórhættulegt að blogga um partýtónlist á föstudagseftirmiðdegi... sérstaklega ef maður var búinn að plana að taka því rólega um kvöldið. Ég er að komast í svo mikinn partýgír að mig grunar að ég endi eins og undanfarnar helgar. Guð minn góður.

The Rapture - No Sex For Ben
Nýjasta lagið frá íslansvinunum í The Rapture. Var á sándtrakkinu með tölvuleiknum GTA4 sem kom út í ár. Gott partý.
HÉR er hægt að hlaða niður
http://www.myspace.com/therapture
Boss Hogg - Baal Zebub Boogie
Ótrúlega hresst diskó-house frá Århus í Danmörku. Mæli ofboðslega mikið með þessu.
HÉR er hægt að hlaða niður
http://www.myspace.com/b0sshogg

Julian Casablancas, Santogold og Pharrell Williams - My Drive Thru
Ef þú ert ekki löngu kominn með upp í kok á þessu lagi kemur það þér pottþétt í gírinn. Mögnuð blanda tónlistarmanna. Lagið var gert fyrir auglýsingu skóframleiðandans Converse.
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com