Wednesday, December 23, 2009

Enn af plötudómum

Í dag birtist annar plötudómur í Morgunblaðinu eftir Ívar Pál. Aftur er ég sammála niðurstöðunni en get ekki sætt mig við leiðina að henni. Nú færir hann a.m.k. rök fyrir því að færa engin rök fyrir máli sínu. Það er þó afskaplega undarlegt að sjá tónlistargagnrýnanda tjá þá skoðun sína að maður eigi ekki að reyna að tala um tónlist ("talking about music is like dancing about architecture" sagði einhver). Að sjálfsögðu er það rétt að við verðum "einfaldlega að hlusta á tónlistina, til að finna hver áhrif hennar eru á tilfinningalífið", en sá sem ritar um menningu fyrir stærsta blað landsins hlýtur að geta sagt okkur eitthvað meira en það.

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com