Wednesday, December 19, 2007

Woelv og jólalög

Ég verð nú eiginlega að viðurkenna að ég var ekki búinn að hugsa til hinnar yndislegu Geneviève Castreé í þónokkra mánuði þegar Pitchfork ákvað að pósta einu laganna hennar um daginn. Geneviève þessi er frönskuælandi Kanadamær sem hefur heimsótt klakann tvisvar með kærastanum sínu Phil Elvrum (einnig þekktur sem The Microphones eða Mt.Eerie). Fyrst sá ég þau í Kvennaskólanum, skrópaði í einhvern ómerkilegan tíma til þess að vera viðstaddur. Geneviève tókst að koma mér algjörlega að óvörum. Hún spilaði ein á rafmagnsgítar og söng. Greinilegt var að hún er ekkert að leggja mikinn metnað í að læra að spila á gítarinn en það skipti engu máli, innlifunin var slík. Lögin fannst mér líka bara skrambi góð, röddin þægileg og svo var hún svo andskoti sæt. Eftir þetta tók ég stalkerinn á þetta og mætti á alla tónleikana þeirra hér (nema þá sem voru út á landi). Og þvílíkir tónleikar allir saman, sérstaklega í Kling&Bang þar sem að Þórir hitaði upp og Gavin Portland ,,kældu niður” eftir á (fyrsta skipti sem ég sá það magnaða band).
og svo að hlusta á þessi lög
http://www.opaon.ca/files/drapeaublanc.mp3
http://www.opaon.ca/files/cordillere.mp3
http://www.opaon.ca/files/Raffinerie.mp3

Það má kannski líka taka það fram að hún er einnig myndasöguteiknari og gefur plöturnar sínar út hjá Calvin Johnson og hans frábæra útgáfufyrirtæki K Records.


Í spilaranum:
Wu Tang Clan – 8 Diagrams
Sizzla – Ever So Nice

Og svo eru hérna tvö jólalög að lokum

Erlend Oye – Last Christmas

Og svo vinsælasta lagið á Rokk.is þessa vikuna. Það er hippasöngur Sindra Eldons, Gerðu það (jólalag til afa), og ekki er fyrsta sætið óverðskuldað, yndislegt lag.
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com