Friday, February 29, 2008

Jú...

... svo að ég svari spurningu Ívars Péturs er orðið allt of langt síðan að ég skrifaði á þessa blessuðu síðu mína síðast. Því miður get ég líka lofað því að það verður allt of langt þangað til að ég mun blogga næst. Á næstu mánuðummun ég nefnilega dveljast erlendis þar sem hvorki eru kjöraðstæður til tónlistarnördamennsku né til bloggskrifa.


ATH. bloggið er allt skrifað af fingrum fram og hef ég ekki farið yfir textann þannig að ég vara við stafsetningar/málfars/innsláttarvillum.

Undanfarið hef ég mikið verið að hlusta hinn stórkostlega bandaríska Anti-folk tónlistarmann Jeff Lewis. Jeffrey Lightning Lewis er fæddur árið 1975 í New York borg og hefur búið þar síðan. Foreldrar hans voru Bít-nikkar sem að höfðu ekkert sjónvarp á heimilinu og því hneigðist Jeffrey snemma að myndasögum sem voru hans helsta afreying öll æskuárin. Einnig sleikti hann blúsplötur pabba upp til agna. Á unglingsárunum féll hann svo fyrir hljómsveitinni Greatful Dead og varð hluti af aðdáendahóp þeirra, sem nefnist Deadheads (og ég hef heyrt því haldið fram að Deadheads séu fyrirlitlegasti hópur manna sem fyrirfinnst á jarðkringlunni). Þegar að menntaskóla var lokið stúderaði hann bókmenntir í Háskólanum í New York. Það var ekki fyrr en stuttu eftir útskrift sína úr háskólanum sem að hann byrjaði að semja sína eigin tónlist. Hann segir að aðal áhrifavaldurinn að þeirri ákvörðun hafi verið Lo-Fi snillingurinn Daniel Johnston. Jeff glamraði á kassagítar pabba síns inn á fjögurra rása upptökutæki aðeins sjálfum sér til skemmtunar en komst fljótt að því að efnið var bara nokkuð gott. Þá fór hann að gefa sjálfur út kasettur/myndasögubækur sem og að spila á opnum hljóðnemakvöldum á neðri Austurhluta Manhattan. Tónlistin var alþýðutónlist með ljóðrænum textum, sungnum eða töluðum (oft næstum því röppuðum). Áhrifin komu aðallega frá myndasögum, New York-borg, Pönki, Amerískri folk-tónlist, mannkynssögu, bókmenntum og poppkúltúr. Hann vakti fljótt athygli í New York andþýðutónlistarsenunni og skrifaði árið 2001 undir plötusamning við breska útgáfufyrirtækið Rough Trade. Það voru góðvinir hans í hljómsveitinni The Moldy Peaches (Kimya Dawson og Adam Green) sem komu honum þangað inn. Jeff hefur gefið út ógrynni af LP- og EP-plötum, kasettum og myndasögum bæði einn og með öðrum. Nýjasta platan kom út í fyrra og nefnist 12 Crass songs (enda inniheldur hún antifolk útgáfur af 12 lögum bresku anarkó-pönksveitarinnar Crass) og er bara nokkuð góð (fær 2,3 hjá Pitchforkmedia), en nær þó ekki sömu hæðum frumsamin tónlist kappans.

Ég get því miður ekki boðið upp á Mp3 af neinum lögunum hans en þessir YouTube linkar eru þyngdar sinnar virði í gulli, ég lofa því.

Fyrst er hérna eitt ljúft loosercore lag, East River:




Þetta lag segir í rauninni alla forsögu anti-folksins.
Anti Folk Complete history of Punk Rock 1950-1975:




Hér rekur hann sögu kommunismans í Kína á sinn einstaka hátt, myndirnar eru teiknaðar af Jeff sjálfum, History of Communism in China:




og að lokum minni ég auðvitað líka aftur á Williamsburg Will Oldham Terror
sem að ég hef áður póstað hér.






Planið var að skrifa um fleiri tónlistarmenn sem ég hef verið að hlusta á, en þessi litla grein mín um Jeff Lewis varð lengri en ég átti von á.


Í spilaranum:

Papa M - Whatever, Mortal

Willie Nelson - Essential

My Morning Jacket - Z

E.L.O - Greatest Hits

The Band - Ýmislegt

Arabíska Mixteipið sem samstarfskona mín gerði handa mér


Betra er seint en aldrei:


PLÖGG! Allir með eitthvað á milli eyrnanna EIGA að mæta á Café Amsterdam í kvöld kl.22:00 (eftir 5 mín). Þar munu m.a. koma fram The Fist Fuckers, UTMBStefán og Sudden Weather Change. Mér er óhætt að segja að þessi þrjú bönd séu með bestu ungu böndum Íslands í dag. The Fist Fuckers eru nýjir af nálinni, hljómveitin er dúett úr vesturbænum og spilar ótrúlega þétt hardcore-skíta-hávaða-indí-pönk (http://www.myspace.com/fistfokkrock). UMTBStefán eru teknópönkprinsar landsins og gefa út sína fyrstu plötu á næstu dögum/vikum (http://www.myspace.com/umtbs). Sudden Weather Changer eru verðandi indírokk pakk Íslands, með ótrúlega grípandi lög, 3 frontmenn og almenna geðveiki, eitt þéttasta band landsins núna (www.myspace.com/suddenweatherchange). Sjáumst þar !

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com