Monday, July 14, 2008

Roskilde - 1.hluti - Upphitunarhátíðin

Með lækkandi sól og langþráðum frítíma mun ég byrja að blogga aftur af fullum þunga. Umfjöllunarefnin verða svipuð og áður en ýmsir nýir liðir verða kynntir til sögunnar. En til að byrja með verð ég auðvitað að fjalla um Hróarskelduhátíðina sem var haldin í byrjun júlí.

Upphitunarhátíðin

Á sunnudeginum sá ég norsku indírokkstrákana í Rumble in Rhodos. Þeir litu út svolítið eins og At the drive-in með ofvirkan Halldór Gylfason sem söngvara. RIR spiluðu kraftmikið indírokk með bragðbætiefnum úr ýmsum áttum, hljómuðu sæmilega en ekkert mikið meira en það. http://www.myspace.com/rumbleinrhodos


Slagsmålsklubben spiluðu ótrúlegt en satt á Pavillion Junior á mánudeginum klukkan níu. Það hljóta að hafa verið góðar ástæður fyrir því að þessir sænsku sprelligosar hafi ekki spilað á sjálfri tónlistarhátíðinni enda búnir að byggja upp nokkuð stóran aðdáendaskara á norðurlöndum. A.m.k hálftíma fyrir tónleikana var orðið troðfullt í tjaldinu og allir greinilega í partýstuði. Meðlimirnir 6 spiluðu svo fyrir dansi í tæp þrjú korter (sem verður að teljast allt of stutt). Höfuðpaurinn var einum of meðvitaður um að reyna að vera töff og var því frekar tilgerðarlegur á köflum. Byrjaði tónleikana á að æsa tónleikagesti með því að öskra ,,Let´s kick this fucking shit, motherfuckers!” og kenndi þeim seinna hvernig heimurinn virkar: ,,last night we took ecstacy and now we are here...”. En að mínu mati voru tónleikarnir flottir, hefðu getað verið flottari. Gott partý eins og við var að búast af SMK. Þetta myndband gefur fólki kannski hugmynd um stemmninguna en litla um tónleikana sjálfa.







http://www.myspace.com/slagsmalsklubben

Hin íslensk/færeyska Bloodgroup fékk það skemmtilega verkefni að vera síðasta band á upphitunarhátíðinni. Misjafnar skoðanir voru á frammistöðu sveitarinnar en allir verða að vera sammála um að þau voru hress. Persónulega finnst mér tónlistin hundleiðileg og því lítið meira um það mál að segja. Þeir sem eru ósammála mér um gæði tónlistarinnar ættu endilega að skella sér á Seyðisfjörð um helgina og sjá krakkana spila á L.ung.A. http://www.myspace.com/bloodgroup

Labels: , ,

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com