Roskilde - 2.hluti - Fimmtudagur
Umdeildasta atriði hátíðarinnar var líklega Teitur sem opnaði stóra appelsínugula sviðið á fimmtudeginum. Venjan er að kröftugt danskt rokkband opni hátíðina en nú var það færeyskur vælukjói. Mér gæti svo sem ekki verið meira sama en ákvað frekar að kíkja á dansk/gríska/indónesíksa einsmannsbandið Choir of Young Believers. Bandinu hefur vaxið fiskur um hrygg og er ekki lengur sólóverkefni hins fjölþjóðlega Jannis Noya Makrigiannis heldur 8 manna hljómsveit. Tónlistin er tilfinningaþrungið indípopprokk ala Band of Horses og My Morning Jacket. Tónlistin nær að dansa á brún þess að vera of dramatísk en dettur þó aldrei í þann fúla pytt. Bandið var hörkuþétt og innlifunin mikil. Svo sannarlega frábær byrjun á hátíðinni eftir nú-rave leiðindi gærkvöldsins. www.myspace.com/choirofyoungbelievers

Ég náði þó ekki að klára tónleikana þar sem aðeins klukktíma síðar hóf Brooklyn-nýhippabandið MGMT leik í Odeon tjaldinu. MGMT (áður þekktir sem The Management) gáfu út hina frábæru Oracular Spectacular í lok síðasta árs (stafrænt, kom út á föstu formi í Janúar). Platan er svo mikil sumargleði að hún ætti eiginlega að fylgja með öllum tvöföldum pyslupökkum frá SS. Mæli með að allir kaupi/steli plötunni ekki seinna en núna. MGMT er í grunninn aðeins tveir gaurar en þeir mættu með fullt rokkband og stóðu sig hörkuvel. Frumraunin er hlaðin ótrúlega grípandi og/eða dansvænum slögurum og áttu piltarnir því í engum vandræðum með að halda upp stemmningu. Fengu allir helstu hittararnir að hljóma og tóku áhorfendur vel undir. Konsertinn endaði svo á að hljómsveitin steig út af sviðinu en stofnmeðlimirnir tveir, Ben og Andrew urðu eftir, ýttu á play á græjunum sínum og sungu Kids íklæddir hippaskikkjunum sínum. Góður endir á góðum tónleikum. www.myspace.com/mgmt Á myndbandinu spila þeir hið einstaklega Bowie skotna Weekend Wars (af Oracular Spectacular).
Eftir mikla umhugsun var ákveðið að fá sér Texas Chili Dog og finna sér gott pláss fyrir Radiohead í stað þess að kíkja á einhvern þeirra minni spámanna sem spiluðu á hinum sviðunum. Radiohead eru týpískt tónlistarhátíðaband og kunna þetta svo sannarlega. Eitt af fáum böndum sem púlla það almennilega að spila á Orange. Renndu í gegnum einhverja tvo tíma af efni, heil 24 lög. Tóku næstum öll lögin á In Rainbows og bönns af gömlum slögurum. Útvarpshausinn var nokkuð tilkomumikill í ljósaskiptunum og urðu fæstir fyrir vonbrigðum. Hápunkturinn að mínu mati var líklega Paranoid Android sem kom frábærlega út. Enduðu svo á Karma Police (HÓSTcrowdpleaserHÓST). Eina almennilega myndbandið á youtube er af lokalaginu. www.myspace.com/radiohead

Ég náði þó ekki að klára tónleikana þar sem aðeins klukktíma síðar hóf Brooklyn-nýhippabandið MGMT leik í Odeon tjaldinu. MGMT (áður þekktir sem The Management) gáfu út hina frábæru Oracular Spectacular í lok síðasta árs (stafrænt, kom út á föstu formi í Janúar). Platan er svo mikil sumargleði að hún ætti eiginlega að fylgja með öllum tvöföldum pyslupökkum frá SS. Mæli með að allir kaupi/steli plötunni ekki seinna en núna. MGMT er í grunninn aðeins tveir gaurar en þeir mættu með fullt rokkband og stóðu sig hörkuvel. Frumraunin er hlaðin ótrúlega grípandi og/eða dansvænum slögurum og áttu piltarnir því í engum vandræðum með að halda upp stemmningu. Fengu allir helstu hittararnir að hljóma og tóku áhorfendur vel undir. Konsertinn endaði svo á að hljómsveitin steig út af sviðinu en stofnmeðlimirnir tveir, Ben og Andrew urðu eftir, ýttu á play á græjunum sínum og sungu Kids íklæddir hippaskikkjunum sínum. Góður endir á góðum tónleikum. www.myspace.com/mgmt Á myndbandinu spila þeir hið einstaklega Bowie skotna Weekend Wars (af Oracular Spectacular).
Eftir mikla umhugsun var ákveðið að fá sér Texas Chili Dog og finna sér gott pláss fyrir Radiohead í stað þess að kíkja á einhvern þeirra minni spámanna sem spiluðu á hinum sviðunum. Radiohead eru týpískt tónlistarhátíðaband og kunna þetta svo sannarlega. Eitt af fáum böndum sem púlla það almennilega að spila á Orange. Renndu í gegnum einhverja tvo tíma af efni, heil 24 lög. Tóku næstum öll lögin á In Rainbows og bönns af gömlum slögurum. Útvarpshausinn var nokkuð tilkomumikill í ljósaskiptunum og urðu fæstir fyrir vonbrigðum. Hápunkturinn að mínu mati var líklega Paranoid Android sem kom frábærlega út. Enduðu svo á Karma Police (HÓSTcrowdpleaserHÓST). Eina almennilega myndbandið á youtube er af lokalaginu. www.myspace.com/radiohead
<< Home