Tónleikar í vikunni
Á þriðjudaginn er Hip-Hop kvöld á Organ, fram koma Josh Martinez (CAN), Sleep (CAN) og DJ Flip (IRE). Meira veit ég ekki.
En ef þú ætlar að halda þér í bænum gætiru a.m.k kíkt yfir í Hafnarfjörð á miðvikudaginn (semsagt 16. júlí). Þar munu Agent Fresco, Dead Model, Toggi og Jan Mayen spila á bílastæðinu við hlið Súfistans. Tónleikarnir byrja 19:00. Jahh... reyndar svona hæfilega spennandi line-up.
Sama kvöld munu hið stórkostlega rokkband Fistfokkers og síðrúnksbandið For a Minor Reflection hita upp fyrir Austurferð sína með tónleikum á Dillon. Mæli með þessu!
Á Föstudeginum leika Trentemöller og Kasper Bjarke (DK) fyrir dansi á Tunglinu (skemmtistaðnum þ.e.a.s.). Kostar bönns af pening, 2500 kall.
Laugardaginn 19.júlí spila svo Singapore Sling, Kid Twist og The Way Down á Organ. Tónleikarnir eiga að byrja kl 22:00 og ef ég þekki SS rétt munu þeir standa eitthvað fram eftir nóttu.
Labels: Tónleikar
<< Home