Tuesday, October 28, 2008

Óskabörn Ameríku

Fundur hjá markaðsnefnd Britney Spears:
Hey, strákar. Feminismi er víst það heitasta í dag!
Já er það? Hvernig væri að gera svona myndband þar sem Britney er að lúskra á karlrembusvíni?
Já, svo skulum við auðvitað hafa hana nakta...
Að sjálfsögðu!



Ég er ekki alveg að gleypa við þessu lagi, ekki jafn beitt og það sem ég heyrði af síðustu plötu. Hlýtur að vera hægt að fá hæfara fólk í að vinna með stelpugreyinu.

Annað óskabarn Bandaríkjanna er Hank Williams hinn þriðji (barnabarn þess fyrsta), sem kallar sig oftast HankIII, eða einfaldlega III. Hann gaf nýlega út plötuna Damn Right, Rebel Proud. Nafnið segir allt sem segja þarf, kántrý-rokk sem fjallar um aðal áhugamál Hanks; kynlíf, eiturlyf, slagsmál og Rokk'o'ról. Fokking rebell!



mp3: Hank III - 3 shades of black
mp3: Hank III - The Grand Ole Opry (Ain’t So Grand Anymore)

Monday, October 27, 2008

Hæ, ég heiti Kristján og er Elliott-isti...

21 október voru 5 ár síðan að Elliott Smith stakk sig nokkrum sinnum of oft í bringuna með eldhúshníf eftir rifrildi við kæró. Er ekki kominn tími á að halda aðra minningartónleika um manninn? Það voru flottir tónleikar fyrir nokkrum árum á Gauki á Stöng.

En já, ef þú vissir það ekki er ég með Elliott Smith blæti á háu stigi. Samt eru sko alveg til meiri Elliott Smith pervertar en ég. Þeir eru í leynilegum netsamfélögum sem skiptast á sjaldgæfum upptökum af kappanum, eina sem maður þarf til þess að fá að vera með er að leggja í púkkið. Ég hef svosem aldrei átt neinar rosalega merkilegar upptökur með honum, svo að ég má ekki vera með. En nú hefur einhver meistari á bloggsíðunni rawkblog gert mig hamingjusaman með því að bomba á okkur heilum helling af sjaldgæfu og sjaldanheyrðu dóti.

Hérna eru allar upptökur sem til eru í netheimum af Elliott að kovera lög annara (á tónleikum þ.e.a.s).
-mæli m.a. með Jealous Guy (John Lennon) og Lost Highway (Hank Williams)
Hérna eru nokkrir heilir tónleikar.
Hérna eru nokkur óútgefin lög.

Svo er heill hellingur af öðru góðu dóti þarna.
Og svo er www.sweetadeline.net aðvitað basic.

Sunday, October 26, 2008

Mt.Eerie og Middle East

Þessa dagana hef ég svo mörgum hnöppum að hneppa að ég í lok dagsins eru hendur og hugur orðin lúin og sjá sér sjaldan fært að blogga.
En nú er sunnudagskvöld og fátt betra en að troða kassagítarsnilld upp á lýðinn.

Mount Eerie
Í byrjun Október kom út ný plata með söngvaskáldinu með barnshjartað, íslandsvininum Phil Elvrum. Platan ber nafnið, Lost Wisdom, og er unnin í samvinnu við kanadísku söngkonuna Julie Dorian og gítarleikarann "hennar" Fred Squire.
Síðan árið 2003 hefur Phil verið að gera tónlist undir nafninu Mt.Eerie, en áður kallaði hann sig The Microphones. Nýjasta platan inniheldur 10 lög sem voru tekin upp á aðeins örfáum dögum í heimabæ Phils, Anacortes í Washington. Platan var algjör skyndiákvörðun, en Julie og Fred kíktu í heimsókn, þau voru nýkomin úr tónleikaferð og höfðu smá tíma þangað til þau áttu að mæta í upptökur. Platan er víst mjög Lo-fi (hef bara heyrt helminginn) og má oft heyra aukahljóð sem gefa henni einstaklega heimilislegan hljóm og andrúmsloft. Lögin byggjast á ljúfum gítarleik, röddum Julie og Phils sem harmónísera einstaklega vel, svo er örfáum aukahljóðfærum bætt við.
Í laginu Voice in Headphones, notar hann brot úr lagi Bjarkar, Undo, af Vespertine. "It´s not meant to be a strife, it´s not meant to be a struggle uphill" er kyrjað undir á meðan Phil syngur um að skæla yfir fegurð tónlistarinnar og spyr svo hver þessi rödd í heyrnartólunum sé. Hann er forfallinn aðdáandi Bjarkar og hefur áður koverað lög hennar.
Það má með sanni segja að Phil sitji ekki auðum höndum þessa dagana (ekki frekar en fyrri dagana), en næsta hljóðversplata Mt.Eerie, Dawn, á að koma út 1.nóvember og næsta vor á sú þrettánda frá kappanum, Wind´s poem, að koma út (a.m.k. 27unda ef stuttskífur, tónleikaplötur og annað dót er tekið með). Svo er hann á leið á tónleikaferð um Bandaríkin og svo Evrópu, ég vona innilega að hann sjái sér fært að kíkja við og bræða frosin hjörtu og frosnar eigur Íslendinga.

mp3: Mount Eerie ásamt Julie Dorian og Fred Square - Voice in Headphones
mp3: Björk - Undo
mp3: Mount Eerie ásamt Julie Dorian og Fred Square - Flaming Home
mp3: Mount Eerie ásamt Julie Dorian og Fred Square - You Swan, Go On

Tenglar: www.pwelverumandsun.com www.myspace.com/elverumandsun http://mounteerie.trivialbeing.net

Svo vil ég líka benda á hina áströlsku Hjaltalín (nema bara ekki jafn óþolandi og miklu skemmtilegri), The Middle East. Hljómsveitin var skipuð 5-14 hressum krökkum og spiluðu þau einstaklega fallegt tregafullt þjóðlagaindí, alveg ofboðslega áheyrilegt. Já, þau eru semsagt hætt skv. mínum heimildum, en nafnið gerir manni eilítið erfitt að finna upplýsingar um þau. Þau gáfu út tvær plötur, deiliskífu með vinasveit sinni Sleeping in Trains og The Recordings of The Middle East sem er uppseld og ófáanleg.
Þau ætluðu greinilega að herja á Bandaríkjamarkað, enda nafnið einstaklega aðlaðandi fyrir múslimselskandi miðríkjamömmur og aðra sprengjuóða zíonista. Gerið ykkur sjálfum greiða og hlustið á þetta!

mp3: The Middle East - Blood
mp3: The Middle East - The Darkest Side

Tenglar: www.myspace.com/visitthemiddleeast

Wednesday, October 15, 2008

Skorpulifur Records á Iceland Airwaves


Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com