Monday, May 21, 2007

5 íslenskulög

Hér eru komin 5 lög á íslensku til að stytta ykkur stundir og til að hjálpa mér við lærdóminn. Til að gera þetta svolítið meira krefjandi er þemað: íslensk lög sem heita eftir heimilsfangi, raunverulegu eða skálduðu.

Botnleðja – Rassgata 51
Mmmmmm...Rassgata 51 (líklega stödd í Saurbæ) þar vil ég sko búa. Já, Rassgata 51 er af þriðju plötu Botnleðju, Magnyl, sem kom út árið 1998. Að vissu leyti var hljómur sveitarinnar orðinn þróaðri en á tveimur fyrstu breiðskífunum, alvarlegri undirtónn og vélrænni hljómur, minna af hinum unggæðingslega grugg-pönkkrafti sem einkenndi þá áður. Á þessum tíma var hljómsveitin orðin kvartett, en fjórði meðlimurinn var Kristinn Gunnar Blöndal (einnig þekktur sem: KGB, Unsound, Bob Justman eða hljómsborðsleikarinn í Ensími) sem spilaði á hljómborð og hljóðgervil. Hann staldraði þó stutt við og var horfinn á braut áður en tökur hófust á næstu plötu, Douglas Dakota. Hægt er að hlusta á lagið á myspace síðu Botnleðju. http://www.myspace.com/botnledja

Ókind – Heimsendi 19
Samkvæmt mínum heimildum er Ókind hætt störfum, en það er öllu mannkyninu mikill missir enda stórgott band. Heimsendi 19 er af síðari breiðskífu þeirra, Hvar í Hvergilandi, sem kom út í fyrra. Þess má geta að hin stórgóða frumraun þessara síhressu Seltjarnarnespilta bar nafnið Heimsendi 18 og var nefnd eftir póstfangi æfingahúsnæðis þeirra. Hvað er á Heimsenda númer 19 veit ég ekki. http://www.myspace.com/okind
Hlusta

Nortón – Bankastræti nr.0
Nokkuð hress rafpopp-fönk slagari frá Atla Bollasyni og félögum í Nortón. Ég hef ekki hugmynd um hvort hljómsveitin sé ennþá starfandi, en Atli er að minnsta kosti að gera það gott sem hljómborðsleikari Sprengjuhallarinnar þessa dagana.
Hlusta

Sindri Eldon – Laugarnesvegur 100
Fínt lag frá reiðasta bloggara landsins. Mæli með því að fólk hlusti á það sem er í boði frá honum á rokk.is sem og pönksveitinni Slugz sem hann er meðlimur í, ýmislegt áhugavert að gerast þar.

Sveimhugi – Velkomin heim
Ég leyfi þessu að fljóta með þrátt fyrir að lagið sé augljóslega ekki götunafn. Mjög skemmtilegt dót þarna í gangi, húmor í þessu. Sveimhugi býr til tónlist úr íslenskum sömplum úr öllum áttum og samkvæmt heimasíðunni er von á plötu frá honum.
http://www.myspace.com/sveimhugi

Labels: , , ,

Thursday, May 10, 2007

5 Stjörnufræðilög

Vegna gríðarlega undirtekta ætla ég að endurtaka leikinn og blogga um próf, í þetta skiptið ætla ég samt að sleppa því að fræða ykkur um stjörnufræði.

Helium – Leons space star
Leons space star er af síðustu plötu Helium, hinni stórgóðu The Magic City, sem Binni var svo góður að lána mér, þakka ég honum kærlega fyrir það. En heilinn á bakvið Helium er hin ofursvala gítarleikkona Mary Timony. Kærasti Timony Ash Bowie gítarleikari Polvo var líka kominn í bandið á þessum tíma, leysti meira að segja þá hljómsveit upp til að geta einbeitt sér að Helium. En Mary Timony þessi er einmitt nýbúin að gefa út sólóplötu hjá KillRockStars útgáfunni og ber hún nafnið The Shapes We Make.




Deerhoof – Siriustar
Deerhof er annað gríðarlega töff og stórundarlegt band með konu í fararbroddi. Hina japönsku Satomi Matsuzaki.
Hlusta

Belle & Sebastian – A space boy dream
Það elska allir krúttlegu skotana Belle og Sebastían og hey, þar er líka stelpa, mikið jafnrétti hérna í gangi. Þetta er af The Boy with the arab strap (fyrir þá sem ekki vita er arab strap gervilimur).
Hlusta

The Shins – A comet appears
Þetta er af hinni misgóðu Whincing the night away með góðvini mínum James Mercer og félögum í The Shins.
Hlusta

Modest Mouse – Space Travel is boring
Ég fann þetta lag ekki nema á YouTube í lélegri útgáfu.
Horfa

Labels: , , , ,

Monday, May 07, 2007

5 líffræðilög

Nú velta einhverjir því fyrir sér hvernig í andskotanum ég geti réttlætt það að blogga í miðjum stúdentsprófum og einmitt fyrir Líffræðiprófið sem á að heita mikilvægasta prófið á náttúrufræðibraut. Jú, ég fann einfalda lausn á þessu… Ég blogga bara um líffræði. Ekki hætta að lesa, það verður líka einhver tónlist.

Air – Biological
Mér fannst nafnið bara of gott til að sleppa því að hafa þetta með í líffræðiþemanu. Ekki eitt af betri lögum Lofts en þó ágætt. Einnig vil ég benda á að tónlist Lofts er mjög fín til þess að læra við, þá mæli ég sérstaklega með Premier Symptoms, veit ekki af hverju ég hef tekið svo miklu ástfóstri við þá plötu.


Seabear – Arms
Síðasta föstudag nældi ég mér í fyrstu breiðskífu Seabear; The Ghost that carried us away og það voru vægast sagt góð kaup. Einstaklega þægileg og góð plata. Ég er ekki frá því að Arms sé bara besta íslenska lag ársins hingað til. Hmmm?... ég er eiginlega búinn að gleyma hvernig ég ætlaði að tengja þetta við líffræði en það tengdist eitthvað nafni lagsins, enda eru hendur mjög merkilegt fyrirbæri, svona líffræðilega séð.

Hlusta

Defiance, Ohio – Bikes and bridges
Megintilgangur þessa stórgóða lags frá fólk-pönk-krökkunum í Defiance, Ohio er greinilega að leiðrétt hinn hvimleiða misskilning um hjartað.

,, hearts aren't made of glass, they're made of muscle and blood and something else”

Já það er vísindalega sannað að hjartað er ekki gert úr gleri. Hjartað er nefnilega hnefastórt keilulaga, vöðvalíffæri sem er staðsett milli lungnanna inni í svonefndu gollurshúsi.

Hlusta

Green Day – Brain Stew
Popppönkararnir í Green Day kunna svo sannarlega sitthvað fyrir sér í líffræði, hér syngja þeir um heilastöppuna. En fyrir þá sem ekki vita skiptist heilinn í 4 heilahol, tvö þeirra eru hliðlæg og eru í hvelaheila, þriðja holið er í milliheila og það síðasta er í heilastofni og litla heila.


Ljótu Hálfvitarnir – Bjór, meiri bjór.
Hér syngja Þingeyjingarnir átta (níu skv. öðrum heimildum) um að alkohol sé lausnin. Það er vissulega göfugur málstaður en þeir mættu einnig koma því á framfæri að alkóhol er þvaglosandi efni sem hamlar losun á ADH, en það er einmitt þvagtemprandi hormón sem er losað frá afturhluta heiladinguls.
Hlusta

Ég skora á alla lesendur sem hafa ekkert að gera að nefna fleiri lög sem er mögulega hægt að tengja við líffræði. Það væri sérstaklega frábært ef einhver veit um lag sem fjallar um innri temprun hjartsláttar.

Labels: , , , , , ,

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com