Thursday, December 20, 2007

Dönsk Tónlist

Það er staðreynd að Danir þykja ekkert sérstaklega töff þegar kemur að tónlist (og eru líka mjög meðvitaðir um það). Margir hverjir hafa einstaklega hallærislegan tónlistarsmekk (sem er auðvitað allt í lagi) og virðast fáir reyna þefa uppi það nýjasta og svalasta í tónlistarheiminum. Eftir að hafa reynt að skipuleggja litla tónleika bæði á Íslandi og hér hef ég svo komist að því að á meðan íslenskar hljómsveitir nánast borga fyrir að fá að spila vilja allir Danir fá borgað, sama hve lélegir þeir eru. Svo þykir alveg frekar kúl að vera í Cover-bandi Q.e.d. Einng hef ég tekið eftir því að mesta gróskan virðist vera í jazz-tónlistarheiminum, einstaklega merkilegt og eiginlega er þetta allt algjör andstæða við það sem tíðkast heima. En vonandi er þetta að breytast, hér eru nokkrar vonarglætur.

Turboweekend
http://www.myspace.com/turboweekend
Kaupmannahafnartríóið Turboweekend eiga víst að vera hinir dönsku Devo, veit ekki með það en þeir eru helvíti flottir engu að síður. Spila eðal nýbylgjurokk klæddir eins og brjálaðir vísindamenn.

Oh No Ono
http://www.myspace.com/ohnoono
Þetta band er náttúrlega orðið frekar stórt nafn eftir útgáfu plötunnar Yes í fyrra. Einstaklega hresst Helíum-fyllt Nýbylgju-Electroskotið-Fönkrokk

Snake & Jets Amazing Bullit Band
http://www.myspace.com/snakeandjet
Mymusic.blog.is tókst að troða þessum íslandsvinum inn í hausinn á mér með endurteknum póstum um þá. Bendi ég áhugasömum á að kíkja þangað og lesa um félagana.

A Kid Hereafter
http://www.myspace.com/akidhereafter
Vá ennþá meiri fíflagangur og hressleiki, festist óþægilega mikið á heilann. Á engann hátt hægt að lýsa stefnu þessarar sveitar… breytist á svona 15 sekúndna fresti: IndíSöngleikjaSýruPoppPönk eða eitthvað á þá leið. Meðlimirnir eru 6 en söngvarinn A Kid Hereafter (Frederik Thaae) stjórnar hinnum meðlimunum harðri hendi. Frederik þessi er einnig að skapa sér nafn sem einn efnilegasti upptökustjórinn í Danmörku um þessar mundir. Verð reyndar að viðurkenna að svona hressleiki getur orðið pirrandi við endurtekna hlustun.

The Raveonettes
http://www.myspace.com/theraveonettes
Djöfull pissaði ég í buxurnar yfir fyrstu plötu töffaradúettsins The Raveonettes. Það var EP-platan Whip It On sem kom út á Cruncy Frog árið 2002. B-myndalúkkið, svalleikinn, einfaldleikinn strákur/stelpa-melódíurnar og drulluskítugur fuzzgítarinn heillaði mig upp úr skónum. Einnig fannst mér skemmtilegt að Sune Rose Wagner setti sér reglur varðandi lögin, minnir að þau hafi helst ekki mátt fara yfir 3 mínútur og áttu öll að vera í sömu tóntegundinni, Bb. Eftir Whip It On kom breiðskífan The Chain Gang of Love. Hún var aðallega undir áhrifum frá popptónlist sjötta áratugarins og var mun fágaðri, ekki jafn skítug og einhvern veginn ekki jafn beitt. Því miður fannst mér platan einstaklega leiðinleg, svo leiðinleg að ég nennti ekki einu sinni að kaupa þriðju plötuna, Pretty in Pink. Efast meira segja að nenni að kaupa nýjustu afurðina Lust Lust Lust sem á víst að vera svolítið afturhvarf til gítarhávaða Whip It On. Danirnir eru voða hrifnir af plötunni og valdi Soundvenue skífuna bestu dönsku plötuna á árinu, aðeins örfáum vikum eftir útgáfu hennar. Þess má geta að ég hafði planað að fara að sjá hljómsveitina á Innipúkanum fyrir nokkrum árum en var ekki hleypt inn sökum ungs aldurs, algjör bömmer, var semi fúll útí 12tóna í langan tíma fyrir að hafa selt mér miðann til að byrja með.

Me and the Horse I rode in on
http://www.myspace.com/meandthehorse
Eina sem ég veit um bandið er að þetta er einsmannsverkefni frá Århus. Maðurinn á bakvið það heitir Henry og eru öll lögin tekin upp í svefnherberginu hans. Frumburður hans er í prentun á meðan þessu orð eru skrifuð, en þetta verður 7 laga EP plata og mun bera heitið Ghost Hospital. Tónlistin er ljúf kassagítartónlist (sörpræs sörpræs) með einföldum rafrænum töktum og ljúfum röddum. Engin bylting í gangi þarna þannig séð, en gott engu að síður.

Ballistics
Ballistics er alter-ego Dubstep tónlistarmannsins Caspers Meinhardts (Dubstep er náttúrlega það heitasta í raftónlistarheiminum þessa dagana og ef þú vissir það ekki missir þú 10 svalleikastig). Casper þessi er m.a. í live Drum´n´Bass bandinu F.U.K.T og dubstep-dúettnum Dansk Dubstep Design. Ég sá DDD spila fyrir nokkrum vikum síðan og skemmti mér mjög vel. Oft er sjónræna hliðin það versta við raftónlistartónleika en þeir leystu það með því að hafa með sér mjög færan vídjólistamann, hann gerði það að verkum að tónleikarnir voru líka eitthvað fyrir augað.

Wednesday, December 19, 2007

Woelv og jólalög

Ég verð nú eiginlega að viðurkenna að ég var ekki búinn að hugsa til hinnar yndislegu Geneviève Castreé í þónokkra mánuði þegar Pitchfork ákvað að pósta einu laganna hennar um daginn. Geneviève þessi er frönskuælandi Kanadamær sem hefur heimsótt klakann tvisvar með kærastanum sínu Phil Elvrum (einnig þekktur sem The Microphones eða Mt.Eerie). Fyrst sá ég þau í Kvennaskólanum, skrópaði í einhvern ómerkilegan tíma til þess að vera viðstaddur. Geneviève tókst að koma mér algjörlega að óvörum. Hún spilaði ein á rafmagnsgítar og söng. Greinilegt var að hún er ekkert að leggja mikinn metnað í að læra að spila á gítarinn en það skipti engu máli, innlifunin var slík. Lögin fannst mér líka bara skrambi góð, röddin þægileg og svo var hún svo andskoti sæt. Eftir þetta tók ég stalkerinn á þetta og mætti á alla tónleikana þeirra hér (nema þá sem voru út á landi). Og þvílíkir tónleikar allir saman, sérstaklega í Kling&Bang þar sem að Þórir hitaði upp og Gavin Portland ,,kældu niður” eftir á (fyrsta skipti sem ég sá það magnaða band).
og svo að hlusta á þessi lög
http://www.opaon.ca/files/drapeaublanc.mp3
http://www.opaon.ca/files/cordillere.mp3
http://www.opaon.ca/files/Raffinerie.mp3

Það má kannski líka taka það fram að hún er einnig myndasöguteiknari og gefur plöturnar sínar út hjá Calvin Johnson og hans frábæra útgáfufyrirtæki K Records.


Í spilaranum:
Wu Tang Clan – 8 Diagrams
Sizzla – Ever So Nice

Og svo eru hérna tvö jólalög að lokum

Erlend Oye – Last Christmas

Og svo vinsælasta lagið á Rokk.is þessa vikuna. Það er hippasöngur Sindra Eldons, Gerðu það (jólalag til afa), og ekki er fyrsta sætið óverðskuldað, yndislegt lag.

Sunday, December 09, 2007

Tvö ný og frábær myndbönd

Mögulega nýr dansgólfshittari frá Heitu Flögunni frá London. Lagið nefnist Ready for the Dancefloor og er af væntanlegri plötu Made in the Dark sem kemur út í Febrúar á DFA Records. Leikstjóri myndbandsins er Nima Nourizadeh sem hefur gert flest (ef ekki öll) myndbönd Hot Chip hingað til (og einnig unnið Maximo Park og Architecture in Helsinki).

Seinna myndbandið er við hið mjög svo frábæra lag Bjarkar; Declare Independence af plötunni Volta. Það er hinn ótrúlegi leikstjóri Michel Gondry sem gerir myndbandið, og það er alltaf þess virði að horfa á það sem hann er að bralla. Einhver sagði að þetta væri tekið upp í rauntíma (og hef ég enga ástæðu til þess að véfengja það).

Annars lofa ég almennilegri færslu mjög bráðlega.

Veit ekki hvort að ég muni nenna að gera einhvern best of listi yfir árið sem er að líða. Sjáum til.

Í spilaranum:
Jens Lekman – Nights falls overt Kortedala
Jakobínarína – The First Crusade (hvað er málið með coverið?)
Hank Williams – einhver safnplata
Feist - The Remainder
Beastie Boys - The Mix-Up
Two Gallants – 2GS
M.I.A – Kala
Music in the Margin (safndiskur með undarlegum tónlistarmönnum)

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com