Thursday, January 15, 2009

Allt að gerast

Já, það er nóg að gerast.

1. Tónleikar á GrandRokk annað kvöld (föstudag) kl.22 - Sudden Weather Change, Nico Muhly, Reykjavík og Agent Fresco (1000 kall). Ég = þar.

2. Jonathan Richman á leiðinni til Íslands í apríl. Pant ég mæta í þetta skiptið.

3. Nýtt myndband frá Sindra Síber af hinni ógeðslega góðu plötu Clangour.


4. Áhugaverðir útvarpsþættir um Ameríkana-tónlist að hefja göngu sína á Rás2. Það er hinn mjög svo hraðmælti Jón Knútur Ásmundsson sem stýrir. Fyrsti þáttur lofar nokkuð góðu.

Saturday, January 03, 2009

Hann og Hún

Einn áhugaverðasti dúett síðasta árs var hljómsveitin She & Him.
Hún er Zooey Deschanel (söngur, píanó o.fl) og Hann er M.Ward (gítar og allur andskotinn) og gáfu þau út plötuna Volume.1 í mars síðastliðinn undir merkjum Merge útgáfunnar ágætu. Öll lögin eru samin af Zooey nema tvær ábreiður og eitt þjóðlag, svo er eitt lag samið í sameiningu við leikarann geðþekka Jason Scwartzman. Tónlistin er ljúft og kannski svolítið gamaldags sveitapopp. Smekklegar og ekkert allt of hlaðnar útsetningar Wards styðja vel við flotta rödd Zooey. Fagmannlegur undirleikur m.a. frá meðlimum Bright Eyes og The Decembertists. Þetta er alveg klárlega plata sem amma og mamma gætu fílað.

Zooey þessi er líklega best þekkt sem leikkona en hún hefur m.a. leikið í Elf, Hitchikers Guide to the Galaxy og nú síðast Yes man. Um daginn gerði hún svo allt vitlaust í indí-heiminum með því að trúlofast Ben Gibbard söngvara Death Cab For Cutie.

Matt Ward er heldur þekktara nafn í tónlistarbransanum og hefur unnið með hinum ýmsustu tónlistarmönnum, Noruh Jones (held meira að segja að hann hafi hitað upp þegar hún spilaði hér á landi), Cat Power, My Morning Jacket og Bright Eyes sem og gert sína eigin nútíma-sveitatónlist. Það bíða eflaust margir með kökk í hálsinum eftir sjöttu sólóplötu hans sem kemur út í febrúar, en síðustu plötur hans hafa allar fengið fáránlega góðar móttökur gagnrýnenda (þótt hann sé eflaust ekkert að selja í bílförmum).

Hægt er að streyma allri She & Him plötunni á heimasíðu Merge (nánar tiltekið HÉR) en þar má hlusta á allar nýjustu plöturnar frá fyrirtækinu.

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com