Thursday, July 27, 2006

5 lög með löng nöfn

Sufjan Stevens - Oh God, Where Are You Now? (In Pickerel Lake? Pigeon? Marquette? Mackinaw?)
http://www.afngtu.nnov.ru/music/Sufjan%20Stevens/2003%20-%20Greetings%20from%20Michigan%20%20The%20Great%20Lake%20State/sufjan%20stevens-13-oh%20god,%20where%20are%20you%20now_%20(in%20pickeral.mp3
Þessi kall er klárlega á leiðinni til landsins og mun spila í Fríkirkjunni sem er greinilega orðinn voða hipp og kúl tónleikastaður (Anthony & The Johnsons, Smog og Joanna Newsom hafa m.a. spilað þar). Sufjan sem er uppáhald allra tónlistargagnrýnenda er 31 árs og frá tónlistar(og bíla)krummaskuðinu Detroit. Sufjan hefur sett sér það markmið að semja heila plötu um hvert einasta fylki í hinum yndislegu Bandaríkjum. En það er ekki nógu krefjandi verkefni fyrir þennan sannkristna snilling þannig að síðan hann byrjaði að semja um fylkin árið 2003 hefur hann gefið út tvær aðrar breiðskífur. En já, þetta lag er af fyrstu fylkisplötunni Greetings from Michigan: The Great Lake State sem er eins og sjá má um heimafylkið hans Michigan, einnig hefur hann gefið út plötu um Illinois. Sufjan er mjög fjölhæfur og spilar m.a. á gítar, trommur og banjó. Mörg af lögum kappans hafa löng eða sérstök nöfn og má þá t.d. nefna They Are Night Zombies!! They Are Neighbors!! They Have Come Back from the Dead!! Ahhhhh! og A Conjunction Of Drones Simulating The Way In Which Sufjan Stevens Has An Existential Crisis In The Great Godfrey Maze af Illinois. Það sem hefur farið mest í taugarnar á mér við Sufjan er hve mikið er um endurtekningar og lögin oft fulllöng fyrir minn smekk. Oh God, Where Are You Now? (In Pickerel Lake? Pigeon? Marquette? Mackinaw?) er t.d. 9 mínútur og 23 sekúndur, sem er jahhh, þónokkuð. Þar sem ég er fáránlega skemmtilegur gaur ætla ég að gefa ykkur heilar 3 plötur eftir Sufjan, verði ykkur að góðu.

Enjoy Your Rabbit (2001) http://www.afngtu.nnov.ru/music/Sufjan%20Stevens/2001%20-%20Enjoy%20Your%20Rabbit/
Greetings from Michigan: The Great Lake State (2003) http://www.afngtu.nnov.ru/music/Sufjan%20Stevens/2003%20-%20Greetings%20from%20Michigan%20%20The%20Great%20Lake%20State/
Come On Feel The Illinoise (2005)http://www.afngtu.nnov.ru/music/Sufjan%20Stevens/2005%20-%20Come%20On%20Feel%20The%20Illinoise/


The Beatles - Everybody's Got Something To Hide Except Me And My Monkey
http://www.crabapplerecords.com/apa/tunes/White%20Album%202/04%20Everybody
Ég er nokkuð viss um að þetta sé lengsti lagatitill Bítlanna frá Liverpool. Lagið er af tíundu plötu piltanna (fer eftir því hvernig maður telur) sem ber nafnið The Beatles, en er langoftast kölluð Hvíta platan eða White Album. Hvíta platan kom út árið 1968 og er að miklum hluta samin þegar bítlarnir fóru til Rishikesh í Indlandi ásamt gúrúnum Maharishi Mahesh Yogi (sem reyndist vera fífl sem notaði þá til að græða pening). Þar stunduðu þeir hugleiðslu og notuðu engin eiturlyf. Á þessum tíma voru bítlarnir hættir að vinna jafn mikið saman og í raun var vinskapurinn orðinn mun verri. John, Paul og George höfðu allir samið slatta af lögum og vegna valdabaráttunnar innan hljómsveitarinnar vildi enginn sleppa því að taka upp sín lög. Platan varð því tvöföld, 30 lög. Ég leyfi mér að fullyrða að þetta sé besta tvöfalda stúdíóplata allra tíma, ekkert lag er óþarft, þó að þau séu auðvitað misgóð. Lagið Allir hafa eitthvað að fela nema ég og apinn minn er samið af John Winston Lennon og er um hann og Yoko (hún er semsagt apinn, af hverju er hún api? það veit ég ekki).


Þórir - This Is a Long Drive for Someone with Too Much to Think About
Þetta lag er af fyrstu sóló-plötu Húsvíkingsins (og Júlíu-kærastans) Þóris Georgs Jónssonar I believe in this sem kom út árið 2004 hjá 12 tónum. Nafnið á laginu er greinilega stæling á plötu bandarísku indí-sveitarinnar Modest Mouse This is a long drive for someone with nothing to think about. En Þórir er víst aðdáandi þeirrar merku sveitar. Þórir er þekktur meðal allra þeirra sem fylgjast með íslenskri (jaðar-)tónlist enda er hann í þónokkrum hljómsveitum. Einn sín liðs hefur hann gefið út tvær plötur þ.e. I believe in this og árið 2005 gaf hann Anarchists are hopeless romantics út en kallaði sig þá My Summer as a Salvation Soldier. Lagið This Is a Long Drive for Someone with Too Much to Think About er rólegt og sorglegt kassagítarlag sem fjallar að mínu mati (eins og mörg önnur lög eftir Þóri) um ástina, sambönd og mistök. Ekki fann ég lagið á netinu en hér má finna lög með kappanum í ýmsum böndum og undir ýmsum nöfnum.
Þórir: http://www.rokk.is/default.asp?Flytjandi_ID=758&sida=um_flytjanda
My Summer as a Salvation Soldier: http://www.myspace.com/mysummerasasalvationsoldier
Gavin Portland: http://www.rokk.is/default.asp?Flytjandi_ID=2132&sida=um_flytjandaeða http://www.myspace.com/gavinportland
The Deathmetal Supersquad: http://www.myspace.com/thedeathmetalsupersquad
Fighting Shit: http://www.rokk.is/default.asp?Flytjandi_ID=321&sida=um_flytjanda eða http://myspace.com/fightingshit
The Boo Coo Movement : http://www.rokk.is/default.asp?Flytjandi_ID=359&sida=um_flytjanda
Hryðjuverk: http://www.myspace.com/hrydjuverk


Daniel Johnston - I'll Do Anything But Break Dance For Ya, Darling
http://www.rejectedunknown.com/features/mp3/Ill%20Do%20Anything%20But%20Break%20Dance%20For%20Ya%20Darling.mp3
Daniel Johnston er svo sannarlega költ-hetja, þunglyndur snillingur. Daniel er fæddur 1961 í Sacramento. Hann byrjaði ungur að taka upp tónlist og gaf sjálfur út sína fyrstu kasettu Songs of Pain árið 1980. Enginn vildi gefa efnið hans út svo hann stofnaði sitt eigið útgáfufyrirtæki Stress Records og gaf hann 3 fyrstu plötur sínar sjálfur út og einnig 3 aðrar sem komu seinna. I'll Do Anything But Break Dance For Ya, Darling er á sjöttu kasettu Daniels, Retired Boxer sem kom út árið 1984 á Stress útgáfufyrirtækinu. Hann varð frægur um á seinni hluta níunda áratugarins og var í miklu uppáhaldi hjá meðlimum Sonic Youth, Yo La Tengo, Butthole Surfers og Nirvana. Kurt Cobain forsprakki Nirvana taldi Daniel alltaf upp sem einn af sínum uppáhaldstónlistarmönnum og klæddist oft bol merktum Daniel. Einnig er skemmtilegt að Daniel er gríðarlegur bítlaaðdáandi og hefur samið ófá lög um fjórmenningana frá Liverpool til dæmis þetta. http://theinterpol.free.fr/daniel_johnston_-_the_beatles.mp3 Daniel átti lag í myndinni Kids og unglingaþáttunum My so called Life. Frægt er þegar hann spilaði á South by Southwest (SXSW) hátíðinni í Texas og endaði þessa mögnuðu tónleika á að öskra ,,We’re all going to die!” og hlaupa síðan af sviðinu.


Múm - Ég Finn Ekki Fyrir Hendinni Á Mér, En Það Er Allt Í Lagi, Liggðu Bara Kyrr
http://radioblogclub.com/open/53251/mum/Mum%20-%20I%20Can't%20Feel%20My%20Hand%20Anymore,%20It's%20Alright,%20Sleep
Múm eru fáránlega artí pakk en spila svona yndislega skemmtilega tónlist. Þetta lag er af plötunni Loksins erum við engin (enska: Finally we are no one) sem kom út árið 2002 hjá Fat Cat útgáfufyrirtækinu. Ég mæli eindregið með þessari plötu til að sofna við. Múm er skipuð þeim Örvari Þóreyjarsyni Smárasyni, Gunnari Erni Tynes og Kristínu Önnu Valtýsdóttur. Upphaflega var Gyða systir Kristínar einnig í bandinu en hætti áður en tökur hófust á þriðju og jafnframt nýjustu plötu sveitarinnar Summer make good til að fara í nám. Ég fann varla neitt með þeim á netinu nema á mæspeis síðu þeirra http://www.myspace.com/mumtheband .

Labels: , , , , ,

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com