Friday, August 29, 2008

Föstudagsfílíngur

Það er stórhættulegt að blogga um partýtónlist á föstudagseftirmiðdegi... sérstaklega ef maður var búinn að plana að taka því rólega um kvöldið. Ég er að komast í svo mikinn partýgír að mig grunar að ég endi eins og undanfarnar helgar. Guð minn góður.

The Rapture - No Sex For Ben
Nýjasta lagið frá íslansvinunum í The Rapture. Var á sándtrakkinu með tölvuleiknum GTA4 sem kom út í ár. Gott partý.
HÉR er hægt að hlaða niður
http://www.myspace.com/therapture
Boss Hogg - Baal Zebub Boogie
Ótrúlega hresst diskó-house frá Århus í Danmörku. Mæli ofboðslega mikið með þessu.
HÉR er hægt að hlaða niður
http://www.myspace.com/b0sshogg

Julian Casablancas, Santogold og Pharrell Williams - My Drive Thru
Ef þú ert ekki löngu kominn með upp í kok á þessu lagi kemur það þér pottþétt í gírinn. Mögnuð blanda tónlistarmanna. Lagið var gert fyrir auglýsingu skóframleiðandans Converse.

Wednesday, August 27, 2008

Ást í þrívídd

UMTBS eru á forsíðu Myspace með myndbandið við 3D Love. Gott lag en vont myndband. Þeir segja að platan komi út fyrir helgi, en ef ég þekki þá rétt hafa þeir ekki hugmynd um það.

3D Love

Tuesday, August 26, 2008

7500 Kr.-

Er að renna í gegn AntiFolk Vol.1 sem ég fékk lánaðan hjá gamla góða Villa. Platan er 20 laga safnplata frá árinu 2002 gefin út af Rough Trade. Það eru þau Kimya Dawson og Adam Green (e.þ.s. The Moldy Peaches) sem safna saman. Besta lag plötunnar á Jeffrey Lewis (að sjálfsögðu).


Svo virðist sem að æ fleiri sé að hoppa um borð í Andþýðutónlistarvagninn. Arnar Eggert skrifaði um Kimyu í Lesbók morgunblaðsins fyrir nokkrum vikum og svo lenti ég í því að heyra svoleiðis músík á kaffibarnum á mánudagskvöldi. Gott mál.


Um helgina kíkti ég í Kolaportið. Auðvitað gekk ég beint að vínil plötu básnum og byrjaði að gramsa. Mesta athygli vöktu hjá mér tvær breiðskífur með einni bestu íslensku hljómsveit allra tíma, Purrki Pillnikk. Önnur þeirra, Ekki Enn kostaði 3000 Kr en hin, Googooplex heilar 7500. Ég greip andann á lofti... 7 og hálft kvikindi! Jú, mig langar í þessa plötu en ég er fokking fátækur námsmaður. Þegar ég byrjaði að skoða hana nánar leit næsti maður yfir öxlina á mér og hrópaði 7500 Krónur! ,,Djöfull er það ódýrt".

Við ræddum stuttlega um Purrk og svo fór ég heim í fýlu.

Talandi um vínil plötur, þá er hérna örheimildarmynd um gæja sem á stærsta plötusafn í heimi. Milljón breiðskífur og ein og hálf af smáskífum. Áhugavert.

UPPFÆRT: Svo virðist sem að myndbandið virki ekki hjá öllum, þessi tengill ætti þó að virka http://vimeo.com/1546186

Ef þú ert ekki nú þegar búinn að því er náttúrlega um að gera að tjekka á nýja laginu með skosku hertogahommunum í Franz Ferdinand.
Mp3: Lucid Dreams

Saturday, August 23, 2008

Menningarsótt

Ég nenni ekki að skrifa niður alla tónleika sem eru í gangi í dag. Ætla bara að rölta um miðborgina og njóta haustrigningarinnar. Meðal þess sem ég ætla vonandi að sjá er: Slugs, Swords of Chaos, DLX ATX, Diversion Sessions og Sverrir Norland

Og svo er það bara ÁFRAM ÍSLAND (með Morðingjunum)

Eftir blóðbaðið...

Ein sérstakasta og jafnframt ein besta öfgarokkhljómsveit síðasta áratugar er bandaríska síð-harðkjarnasveitin The Blood Brothers frá Seattle í Washington. Stórkostlegur og hugmyndaríkur hljóðfæraleikur og tveir snældubrjálaðir söngvarar sem sungu súrrealíska texta um samúræja, risapáfagauka, vændiskonur, sveðjur og ást sem rímar við viðbjóðslegt bílslys. Það var mikill missir þegar að bandið lagði upp laupana í fyrra eftir 10 ára starfsemi sem skilaði sér í 5 frábærum breiðskífum og tveimur EP plötum. Allir 5 meðlimir sveitarinnar hafa ávallt verið verið duglegir að dunda sér í ýmisu öðru en Blóðbræðramúsík, dæmi um góð hliðarverkefni BB meðlima eru danspönkbandið Neon Blonde og thrashcore brjálæðið Head Wound City (ásamt Nick Zinner úr YeahYeahYeah’s og tveimur gæjum úr The Locust).


Myndband við lagið Ambulance vs. Ambulance af Burn Piano Island, Burn (2003)

Nú eftir breiköppið hafa þrjú ný bönd (með mismunandi áherslur) verið stofnuð og vel þess virði að kíkja á þau. Því miður virðast þau ekki vera alveg jafn kynngimögnuð og Blood Brothers og virðast allir meðlimirnir vera að leita í áttina að hlustendavænni músík en áður. Annar söngvaranna, Johnny Whitney, segist meira að segja að í dag hafi hann mun meiri áhuga á poppi en pönktónlist.

Jaguar Love inniheldur helíumsöngfuglinn Johnny Whitney (rödd hans hefur verið líkt við Robert Plant á sterum eða Perry Farrell eftir kynskiptiaðgerð) og gítarleikarann frábæra Cody Votolato ásamt J Clarke úr Pretty Girls Make Graves. Þeir gáfu út frumraun sína Take me to the Sea á Matador útgáfunni síðla sumars. Hægt er að hlusta á plötuna í heild sinni á mæspeis síðu Jaguar Love. Músíkin er eðal indí-art-popprokk með ýmiskonar stílbrigðum og –brotum. Annaðhvort elskar þú Johnny eða hatar, ég elska...


Past Lives er hljómsveit hins 3/5 hluta Blood Brothers. Þar eru söngvarinn (sem er lítið síðri en Johnny) Jordan Blilie, bassa- og hljómborðsleikarinn Morgan Henderson, trommuleikarinn Mark Gajdahar og gítarleikarinn Devin Welch (sem var um tíma blóðbróðir). Past Lives gáfu út sína fyrstu EP plötu á Suicide Squeeze 4.ágúst og ber hún nafnið Strange Symnetry. Tónlistin er einhverskonar indírokk eða síð-pönk með math og hardcore áhrifum. Hægt er að hlusta á Strange Symnetry á Mæspeis svæði hljómsveitarinnar. Þó að í fréttatilkynningunni um andlát The Blood Brothers hafi verið talað um að þeir hafi skilið í góðu virðist vera einhver rígur í gangi, sem sést kannski best á því að Past Lives köstuðu út sinni plötu óvænt viku fyrir útkomu Jaguar Love plötunnar. Og ef það er ekki nóg, þá eru þeir ekki vinir á Mæspeis!


Ef nýju hljómsveitirnar eru afkomendur Blood Brothers er Champagne Champagne klárlega bastarðurinn í fjölskyldunni. Kampavín Kampavín er elektró-popp skotið hipp-hopp, eins langt frá tónlist BB og hugsast getur. Maðurinn á bakvið bandið er trommuleikarinn (og nú taktsmiðurinn) Mark Gajdahar sem nú kallar sig DJ Gajamagic. Yfir takta kappans rappar svo froðukjafturinn MC Pearl Dragon og Thomas Gray er hæpmaðurinn. CC hafa verið iðnir við tónleikahald undanfarna mánuði og hafa vakið athygli fyrir góða stemmningu. Gajdahar spilar taktana af tölvunni sinni en syngur einnig bakraddir og spilar á melódikku og fleiri hljóðfæri.


www.myspace.com/thebloodbrothersband
www.myspace.com/neonblondebats
www.myspace.com/headwoundcity
www.myspace.com/jaguarloveband
www.myspace.com/pastlivesmusic
www.myspace.com/champagnechampagne

Thursday, August 21, 2008

Síðbúið plögg


Sunday, August 17, 2008

Sunnudagur

Þegar áfengið er að skolast úr blóðinu, líkaminn í lamasessi og hugurinn óvirkur er fátt betra en að setjast upp í sófa og hugsa um gærkvöldið með tregafulla kassagítartónlist í græjunum. Flestir í þynnkuþunglyndi ættu að finna samhljóm með hinum frábæra Bon Iver.

Bon Iver er sólóverkefni Justin Vernons frá Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum. Í fyrra kom út frumraun hans; For Emma, Forever Ago sem er alveg einstaklega áheyrileg plata. Hann á víst að hafa samið og tekið hana upp í 3 mánaða sjálfskipaðri einangrun í lítill hyttu upp á fjalli. Mjög persónuleg og heiðarleg tónlist.
Myndbandið við Wolves (Act I & II) sem má horfa á hér neðar var filmað af kvikmyndagerðarmanninum Matt Amato. Daginn áður hafði hann fengið fréttir af andláti eins besta vinar síns, Heath Ledgers. Matt ákvað engu að síður að taka upp myndband, þeir kveiktu varðeld út í skógi og sátu þar allan daginn og mynduðu.

Þegar þið farið síðan að rífa ykkur upp úr sunnudagsdepurðinni mæli ég með hinum stórskemmtilega kvartett frá Norður-Karólínu, Bombadil (eins og Tumi Bumbaldi). Glaðvært fólkað indípopp í líkingu við bönd eins og Page France, Antsy Pants og jafnvel Eels. Einhver líkti þeim við drukkna, sírkúsútgáfu af The Band. Fyrr á þessu ári gáfu Bombadil út sína fyrstu breiðskífu; A Buzz, a buzz á Ramseur útgáfunni. Panflautur, banjó, víóla, þríhyrningur, kazoo-flauta og almenn hamingja.

Saturday, August 16, 2008

The William Blakes

Fyrr á þessu ári kom út fyrsta plata dönsku hljómsveitarinnar The William Blakes. Platan ber hið frumlega heiti Wayne Coyne. Umslagið er einnig stórskemmtilegt. Hausnum á Wayne komið fyrir á líkama William Blakes.




Platan hefur fengið stórgóða dóma í flestum dönskum fjölmiðlum og ekki að ástæðulausu. Músíkin er metnaðarfullt indípopp ala Flaming Lips.

Tjekk it http://www.myspace.com/thewilliamblakes

Orðskýringar

William Blake - enskt skáld, listamaður og prentari sem var uppi frá 18. til 19.aldar.
Wayne Coyne - bandarískur tónlistarmaður, forsprakki hljómsveitarinnar Flaming Lips, er uppi núna (uppi á háalofti þ.e.a.s.)

Thursday, August 14, 2008

Tónleikar í Rvk 14.-19.ágúst

Núna í lok sumars er alveg ofboðslega mikið að gerast í tónleikahaldi. Allir heima og enginn bissí. Þetta er til dæmis í boði næstu daga...

Fimmtudagur:
SuddenWeatherChange, BoB og Reykjavík! kl.21:00 á Organ 700kall
Gavin Portland, Dys og Tentacles of Doom kl.21:00 á Kaffi Rót 500kall
Föstudagur:
Thomas Baz kl.17:00 á Kaffi Hljómalind Frítt
Retro Stefson kl.18:00 á Organmarkaðinum Frítt
BoB og Coral kl.20:00 á Kaffi Hljómalind Frítt
Pete Fosco kl.20:00 í 12 Tónum Frítt
The Fist Fokkers og Evil Madness kl.20:00 í opnunarpartý tískusýningar Munda á Nasa
Æla á Kaffibarnum kl.22:00 Frítt
Laugardagur:
Agent Fresco og Retro Stefsson á opnunarhátíð nýuppgerðs Skólavörðustígs kl.15:30 Frítt
Adeline Moreau í 12 Tónum kl. 16:00 Frítt
Thomas Baz og Jói á Kaffi Rót kl. 21:00 Frítt
Slugs, Vafasöm Síðmótun, Kid Twist og Viðurstyggð kl.23:00 á Kaffi Amsterdam Frítt
Þriðjudagur:
Gavin Portland, Skítur og Muck kl.21:00 á Organ 1000kall

Tuesday, August 12, 2008

Roskilde – 5.hluti – Sunnudagur

Þá er komið að síðasta kapítulanum í frásögn minni af Hróarskelduhátíðinni 2008, njótið vel....

Ég tók því rólega fram eftir Sunnudeginum. Lítið um fína drætti í tónleikadagskránni og ágætt að taka því með ró svona síðasta daginn. Ég byrjaði þess vegna fyrst klukkan fimm með Thrash-metal gosðsögnunum í Slayer. Við mættum tímanlega og náðum að troða okkur nánast alveg fremst. Kallarnir eru að verða andskoti gamlir en kunna þetta auðvitað, doublekickerinn alveg heitur ennþá. Kerry King er mögulega harðasti maður í heimi, ef ekki bara fyrir grjóthart útlitið þá fyrir hinar fjölmörgu Marshall-stæður sem gnæfa bakvið hann á meðan hann hamrar á fljúgandi V gítarinn sinn. Ég verð að viðurkenna að þrátt fyrir að hafa lítið hlustað á Slayer varð ég fyrir vonbrigðum, svolítið kraftlítið hjá köllum með svo stórt orðspor. Mestu vonbigðin voru þó mosh-pitturinn sem var mun veimiltítulegri en við var að búast á Slayer tónleikum. www.myspace.com/slayer

Eftir tæpan klukkutíma ákvað ég því að yfirgefa svæðið og kíkja á Chan Marshall e.þ.s. Cat Power. Ég var spenntur fyrir Chan enda aldrei séð hana spila á tónleikum (mér var auðvitað hent út af Innipúkanum sælla minninga, nenni ekki að ræða það frekar). Kellingin var mætt með háklassa band með sér, þar sem helstan ber að nefna trommarann Jim White (The Dirty Three, Bonnie ´prince´ Billy, Smog). Strax í upphafi tónleikanna var þó ljóst að ekki var allt með öllu mjalla. Söngkonan virtist ekki heyra í sjálfri sér (í sviðshátölörunum þ.e.a.s.) og reyndi að benda hljóðmönnunum á þetta. Svo virtist vera sem að engum hafi tekist að leysa vandamálið því Cat Power var með sífelldar bendingar til hljóðmannanna og varð á endanum ofboðslega pirruð. Hún reyndi eftir bestu geta að einbeita sér að söngnum en greinilegt var að allt gekk á afturfótunum. Hún fór ekkert í felur með það að hún vildi fátt minna en að vera stödd upp á sviði í Odeon tjaldinu þetta kvöldið, og stýrir það aldrei góðri lukku að listamanninum líði þannig. Tónleikarnir voru því eiginglega ömurlega pínlegir og engan veginn skemmtilegir. Mikil vonbrigði. www.myspace.com/catpower

Ég rölti framhjá hinum sænsku ,,goðsögnum” Bob Hund sem eru í blússandi kombakki þessa dagana. Ljóshærðir Svíar dönsuðu og sungu af lífs og sálar kröftum með hinu ofvirka gleðirokki hundsins. Söngvarinn Thomas Öberg stóð upp á stól og fíflaðist á sænsku við áhorfendur á Appelsínugula sviðinu. Það litla sem ég sá var einstaklega hresst og er það vel þess virði fyrir þá sem ekki þekkja til þessara sænsku meistara að tjekka á þeim. Þess má geta að Graham Coxon úr Blur er mikill aðdáandi og tekur ósjaldan BobHund lög (á sænsku) á tónleikum. Svo segjast Jan Mayen vera undir miklum áhrifum þaðan. www.myspace.com/bobhundofficial

Planið var að elta vinaópinn minn á Hot Chip en á elleftu stundu gerði ég mér grein fyrir því að ég myndi aldrei fyrirgefa sjálfum mér að sleppa Bonnie ´Prince´ Billy (sem ég sá svo reyndar aftur tveimur dögum seinna í Köben). Þeirri ákvörðun sá ég engan veginn eftir enda kappinn í megastuði þetta kvöldið. Will Oldham (hið rétta nafn B´P´B) dansaði um á einum fæti, talaði um skaufann á Jay-Z og púllaði nokkur rappara-múv. Svo söng hann að sjálfsögðu íðilfagra sveitatónlist. Lagalistinn samanstóð aðallega af efni af nýjustu plötunum og náttúrlega mest af þeirri nýjustu, hinni stórgóðu Lie Down in the Light. Þó fengu einstaka eldri lög að fljóta með, oftast með nokkuð breytta melódíu og tók það mann stundum nokkrar sekúndur að átta sig á laginu. Hápunktur kvöldsins fannst mér klárlega vera í uppklappslaginu King at Night, gæsahúð dauðans! Will var með fjögurra manna band með sér, fiðlu-/söngkonu, áslattar-/gyðingahörpuleikara, gítarleikara og kontrabassafant. Sjálfur lék hann á gítar og söng. Þó að hljóðið hafi ekki verið frábært hefði ég varla getað beðið um betri tónleika frá Bonnie. www.myspace.com/princebonniebilly

Andskotinn... þegar að tónleikunum lauk sá ég að úti fyrir var farið að hellirigna. Ég hljóp eins og fætur toguðu yfir endilangt svæðið, týmdi ekki að kaupa mér regnstakk, og þaut inn í Arena tjaldið þar sem Hot Chip voru að klára sig af. Ég náði aðeins þremur lögum, en þeirra á meðal var hið stórgóða Ready For The Floor. Þegar að fyrstu tónar hljóðgervilsins hljómuðu ætlaði allt um koll að keyra. Rífandi stemmning. Þeir enduðu svo á sinni útgáfu af Prince laginu sem Sinead O´Connor gerði svo frægt hér um árið, Nothing Compares 2 U. Hot Chip eru orðnir meira ,,band" heldur en áður. Þegar að þeir spiluðu á NASA stóðu þeir allir fimm hlið við hlið og spiluðu allir á synthesizera, einn á trommumaskínu og einn greip stundum í gítarinn. Núna eru þeir byrjaðir að spila á trommur, bassa og gítara og svoleiðis, hálfgert stadium-elektró-danspopp. Hefði svo sannarlega viljað sjá meira, en þú veist... maður getur ekki sleppt Bonní Fokking Billí. www.myspace.com/hotchip

Á þeim 500 metrum sem eru á milli Arena og Orange tókst mér að týna hverjum einasta í a.m.k. 10 manna föruneyti mínu (sem gerir einn á fimmtíu metrum) og vafraði því einn um í rigningunni og beið eftir Jay-Z. Kallinn lét bíða örlítið eftir sér, auðvitað. Djeisí var með stórt band með sér, gítar, trommur, slagverk, bassa, hljómborð, blásarasveit og ég veit ekki hvað og hvað. Svo mættu auðvitað Hype-menn á svæðið. Ég þekki nú ekki nógu mikið til tónlistar Jay en kannaðist við nokkur lög og söng hástöfum með 99 Problems (Djöfull er Rick Rubin obboðslega brjálaður HipHop Pródúser). Bandið mixaði fjölmörgum hittörum inn í lögin t.d. Purple Rain, Walk this Way og Punjabi MC (ótrúlegt en satt). Mér fannst Jay einhvern veginn svolítið áhugalaus, líklega var hann bara þreyttur eftir Glastonbury. Ég var þó sáttur enda væntingarnar ekkert rosalegar. Ég gafst þó upp fyrir Ingó og Veðurguðunum eftir rúman hálftíma og fór heim að sækja regngalla. Á leiðinni heim í tjald hætti að rigna, ég hitti gott fólk og nennti ómögulega að labba aftur á tónleikasvæðið. www.myspace.com/jayz

Ég settist því niður og súpti öl fram að Digitalism. Þýski Elektró house dúettinn héld partýinu svo sannarlega gangandi eftir JayZ. Að líkja þeim við hina frönsku Daft Punk og Justice er ekki svo vitlaust. Það sem mér þykir þó einstaklega skemmtilegt er að Digitalism syngja sjálfir raddirnar á sviðinu, svo eiga þeir heilan helling af góðum lögum og rímixum. Samanburður við tónleika Justice í fyrra (sem voru einmitt seint á sunnudagskvöldi í Arena) er óumflýjanlegur. Þrátt fyrir að þjóðverjarnir hafi hoppað um og sungið að þetta væri stærsta partý sem Roskilde hefði séð verður að viðurkennast að þeir náðu ekki alveg upp í þær hæðir sem Justice fóru upp í (en andskoti nálægt voru þeir). www.myspace.com/digitalism

Baltimore-strákurinn Dan Deacon fékk þann heiður að loka hátíðinni í ár með sínu . Tæknin var að stríða honum og kom í veg fyrir að hann gæti haft margmiðlunar sýninguna sína með lögunum, það er einstaklega súrt í ljósi þess að showin eru það sem hefur aðallega vakið athygli á honum. Tónlistin var einhverskonar geðklofin danstónlist (með einstaka prósaljóðum inn á milli), gárungar segja hana blöndu af Devo, Daft Punk og Nintendo. Dan hafði tvo trommuleikara með sér á sviðinu sem sátu andspænis hvorum öðrum fremst á sviðinu. Ég tók til við að dansa eins og brjálæðingur, svo brjálaður var ég að maður kom upp að mér og gaf mér glowstickið sitt. Flottur endir á hátíðinni. www.myspace.com/dandeacon

Hátíðin í ár fannst mér því miður ekki jafn góð tónlistarlega séð og í fyrra. Eiginlega engin bönd sem skildu mig eftir agndofa eins og gerðist nokkrum sinnum 2007. Veðrið var hins vegar betra, en það skiptir víst ekki miklu máli þegar maður er að skrifa tónlistarblogg. En engu að síður: Hápunktar Roskilde 2008 að mínu mati voru Bonnie 'Prince' Billy, Radiohead, Liars, Girl Talk, My Bloody Valentine, Seasick Steve og að missa af The Streets.

Ef einhver hefur áhuga á að lesa um alla dagana í röð eru þeir allir hér:
1.hluti - Upphitun (sun-mið)
2.hluti - Fimmtudagur
3.hluti - Föstudagur
4.hluti - Laugardagur
5.hluti - Sunnudagur

Friday, August 08, 2008

Klassík...

Friday, August 01, 2008

Verslunarmannahelgin

Það verður að viðurkennast að það er offramboð á tónleikum í bænum um helgina. Bæði Organ og Flex Music hafa ákveðið að ráðast inn á markað sem Innipúkinn hefur einokað undanfarin ár. Vona bara að það endi ekki allir í feitum mínus og haldi enga tónleika á næsta ári.

Svona er dagskráin...

Afmælishátíð Organ - 1000 kjell inn á hvert kvöld
Fös: DLX ATX, Jan Mayen, Æla, Dikta, Skátar, Mínus. Byrjar klukkan 22:00
Lau: Thundercats, Evil Madness, Bjartmar Guðlaugsson, Jeff Who?, BB&Blake. Hefst 22:00
Sun: My Summer as a Salvation Soldier, Elín Ey, Diversion Sessions, Spacevestisides, Kid Twist, byrjar 22:00 en grillveisla 17:00

Innipúkinn á NASA - 3900 Kr. á hátíðina, ekki hægt að kaupa á stakt kvöld
Er haldinn á föstudegi og laugardegi frá 19:00 fram á nótt. Ég finn ekki neins staðar nákvæma dagskrá, en þessir listamenn munu m.a. koma fram: Benni Hemm Hemm, Boys in a band, Dísa, Dr. Spock, FM Belfast, Geir Ólafsson, Grjóthrun í Holshreppi, Hjaltalín, Hjálmar, Megas og Senuþjófarnir, Morðingjarnir, Múgsefjun, Soundspell

Jack Live á Dillon - 1000 kórónur á kvöld (eða 2000 fyrir alla hátíðina)
Fös: Johnny and The Rest, Vicky Pollard, Múgsefjun, Atómstöðin, Jeff Who?, Shadow Parade Frá kl.18-23
Lau: Tab22, Mammút, Jan Mayen, Dikta, Leyniatriði, Hooker Swing
Sun: Boys in a Band, Severed Crotch, Morðingjarnir, Momentum, Brain Police, 10 Steps Away

Svo eru allar líkur á að hljómsveitirnar Slugs og The Neighbours spili á Bar11 á Sunnudagskvöldið. Þar er frítt inn að venju.
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com