Thursday, June 15, 2006

5 myndbönd


Radiohead – Just
Lagið Just er af annarri breiðskífu Radiohead The Bends. Hljómsveitin var stofnuð í Oxford-háskólanum í Englandi árið 1989. Sveitin sló í gegn með laginu Creep árið 1993 og The Bends kom út tveimur árum seinna. Myndbandið við Just er að mínu mati þeirra flottasta tónlistarmyndband og var því leikstýrt af Jamie Thraves, sem hefur einnig gert myndband fyrir Blur og eina bíómynd. Myndbandið hefur vakið upp miklar heimspekilegar vangaveltur og sitt sýnist hverjum um boðskap þess. Ein vinsælasta spurning sem Radiohead hafa fengið á blaðamannfundum í gegnum árin er hvað það er sem liggjandi maðurinn segir. Þeir einu sem vita það eru leikstjórinn og Radiohead en þeir hafa aldrei og munu aldrei segja frá. Margir halda því fram að þeir viti það ekki einu sinni sjálfir.
Chemical Brothers – Let forever be
Michel Gondry sem gerði Eternal Sunshine of The Spotless Mind (og Human Nature) er líklega uppáhalds leikstjórinn minn, hann leikstýrir einmitt þessu myndbandi Efna-bræðranna Tim Rowland og Ed Simons. Lagið kom út árið 1999 á Surrender, þriðju breiðskífu bræðranna. Myndbandið vakti mikla athygli fyrir frumleika og er talið frumkvöðlaverk í myndbrellum og reyndi Gondry að nota tölvur sem minnst og er mjög skemmtilegt að horfa á gerð myndbandsins. Frakkinn Michel Gondry hefur aðallega unnið við tónlistarmyndbönd og stuttmyndir og hefur unnið með ótal tónlistarmönnum t.d. The White Stripes (gerði legókubbamyndbandið), Daft Punk, Beck, Björk, Rolling Stones, Foo Fighters, Kylie Minogue, The Vines, Kanye West og Massive Attack. Mæli einstaklega mikið með safni af myndböndum og stuttmyndum sem hann hefur gert og má nálgast hér http://www.amazon.com/gp/product/B0000DBJ9J/ref=d_ap_dls_4/002-8314459-3835240?n=130
Beastie Boys – Intergalactic
Í mörg ár var þetta uppáhalds tónlistarmyndbandið mitt og Beastie Boys uppáhaldshljómsveitin mín. Beastie Boys var stofnuð árið 1979 í New York og var upphaflega pönk-hljómsveit. Á þessum tíma blönduðust Hipp hopp- og Pönksenurnar í NY saman áttu það sameiginlegt að vera nýjar af nálinni og mjög róttækar tónlistarlega en leituðu þó til frumtónlistar og einfaldleikinn var í fyrirrúmi. Mig minnir að Thurston Moore söngvari Sonic Youth hafi sagt að munurinn hafi verið að Hipp-hoppararnir sóttust í að eignast pening en pönkararnir skömmuðust sín ef þeir eignuðust hann. En ég ætlaði ekkert að tala um þetta, ég mun samt líklega gera það seinna á þessari síðu, annars skal ég tala um Beastie Boys við þig í næsta teiti. Já, og leikstjórinn heitir Nathanial Hornblower og samkvæmt mínum heimildum er það leikstjóranafn Adam Yauch e.þ.s. MCA, en eins og allir vita er hann einn Skrímslastrákunum þremur.

Wax – California
Ekki veit ég mikið um Wax og hef í rauninni aldrei heyrt neitt með þeim annað en þetta lag. Hljómsveitin átti sinn blómatíma frá 1992-95 en náðu þó aldrei að slá almennilega í gegn. Þeir áttu lag í mynd Kevin Smith´s Mallrats og eftir að sveitin lagði upp laupana hefur trommuleikarinn Loomis Fall látið að sér kveða í hinum hámenningarlegu sjónvarpsþáttum Jackass og Wildboyz. Myndbandið við lagið California þótti of gróft fyrir mTV og var aðeins sýnt á næturnar. Leikstjóri myndbandsins, Spike Jonze, er mun frægari en hljómsveitin sjálf og hefur hann aðallega einbeitt sér að tónlistarmyndbandagerð en hefur þó leikstýrt Adaptation og Being John Malcovich eftir Charlie Kaufman. Hans þekktasta myndband er þó líklega við lagið Praise You eftir Fatboy Slim. Þar Spike leikur sjálfur aðalhlutverkið, hinn mjög svo kjánalega dansara Richard Coufey. Hér má sjá safn tónlistarmyndbanda og stuttmynda eftir Spike http://www.amazon.com/gp/product/B0000AZT2X/qid=1150360063/sr=1-1/ref=sr_1_1/002-8314459-3835240?s=dvd&v=glance&n=130 Þar sem ég fann enga mynd af hljómsveitinni Wax og hef ekki hugmynd hvernig hún lítur út fáið þið bara mynd af manninum í myndbandinu.

Aphex Twin – Rubber Johnny
Þetta myndband er alls ekki fyrir viðkvæmar sálir enda er byrjunin vægast sagt mjög skuggaleg. Ég held reyndar að þetta sé upphaflega stuttmynd eftir Chris Cunningham sem hann fékk Aphex Twin til að semja tónlist við. Chris Cunningham hefur einnig gert myndband við All Is Full Of Love með Björk, eitthvað Madonnu-lag og einnig unnið með Portishead, en merkilegustu myndbönd hans eru vafalaust gerð við tónlist vinar hans Richard D. James e.þ.s. Aphex Twin, má þar nefna Windowlicker sem er mjög truflað myndband. Það má sjá hér http://www.youtube.com/watch?v=1LiYNsTKZ5s&search=windowlicker Eins og góðvinir hans Spike Jonze og Michel Gondry hefur Chris Cunningham gefið út safn af tónlistarmyndböndum í hinni skemmtilegu Director’s label-seríu og má sjá það hér. http://www.amazon.com/gp/product/B0000DBJ9I/ref=pd_rhf_f_2/002-8314459-3835240?%5Fencoding=UTF8&v=glance&n=130

Labels: , , , , ,

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com