Monday, November 05, 2007

Póstlisti og MæSömmerAsASalveitíonSóldíer

Það er rétt, Ég er ekki virkasti bloggari á landinu. Venjan er að setja eitthvað inn á ca. mánaðar fresti, hef reyndar verið virkari undanfarið. En til þess að bregðast við kröfum lesenda bloggsins hef ég ákveðið að stofna póstlista. Til þess að gerast áskrifandi að blogginu gerir þú eftirfarandi:

Skref 1: Sendir mér e-mail adressuna þína, annaðhvort á kristjangud@gmail.com eða í kommentakerfinu

Skref 2: Uhhhh... ég sendi þér póst þegar ég blogga

Skref 3: Kíkir á www.myspace.com/mysummerasasalvationsoldier og hlustar á 4 lög af komandi breiðskífu sveitarinnar.

Já, þannig sleppir þú við það að kíkja á síðuna mína á hverjum degi og verða alltaf fyrir vonbrigðum.

Morrissey-Mánudagur nr.3

Eins og allir vita er loksins komið að Morrissey mánudegi númer drei. (fagnaðarlæti)

Gúmmelaði dagsins er BBC heimildarmyndin ,,These Things Take Time” um hljómsveitina The Smiths (og auðvitað heitir myndin eftir The Smiths lagi). Leikstjórinn David Nolan fékk morðhótanir og svoleiðis skemmtilegheit frá aðdáendum hljómsveitarinnar sem þótti hann fara yfir strikið. Myndin er fínasta skemmtun fyrir utan asnalegar teiknimyndir af Morrissey og félögum. Svo virðist sem að heimildarmyndir (og líklega bækur) um bandið skiptist í tvo flokka ,,Morrissey samþykktar myndir” og ,,ekki Morrissey samþykktar myndir”. Fyrri flokkurinn er alveg einstaklega hliðhollur kallinum, þar sem hann kemur jafnvel sjálfur fram í viðtölum (sem er þó frekar sjaldgæft). Í hinum flokknum eru myndir sem taka hinn pólinn í hæðina, flestar viðurkenna þær snilli Morrissey, en sýna aftur á móti fram á að hann sé hrokagikkur og fífl (sem hann að öllum líkindum er, auðvitað er það þessvegna sem við elskum hann ) Skemmtilegt er að Andy Rourke og Mike Joyce (bassa- og trommuleikari Smithsaranna) koma nánast alltaf fram í þessum myndum, þeir þurfa líklega peningana eftir að Moz og Marr tóku þá illa í rassgatið peningalega séð. Johnny Marr gítarleikarinn knái dúkkar stundum upp í báðum flokkum en talar sjaldnast illa um félaga sinn. En já, ég myndi segja að þessi mynd sé í seinni flokknum.

Heimildarmyndin These Things Take Time um The Smiths

1. Hluti - http://www.youtube.com/watch?v=IldBpkuUNUQ
2. Hluti – http://www.youtube.com/watch?v=C-5tFqlZkYI
3. Hluti – http://www.youtube.com/watch?v=UR6XcUvoDZI
4. Hluti – http://www.youtube.com/watch?v=een1fZ_LhdE
5. Hluti – http://www.youtube.com/watch?v=Zas4juyxthg

Morrissey-tilvitnun dagsins: There was a terrible miscarriage of justice. So, it’s been really shocking and I wish the very, very worst for Joyce for the rest of his life.
(sagði hann eftir að hafa tapað dómsmáli gegn Mike Joyce árið 1996, þá varð út um síðustu vonirnar að The Smiths næðu einhvern tímann saman aftur)
Hérna getið þið síðan hlustað á The More You Ignore Me The Closer I Get af Vauxhall and I frá árinu 1994. Þar má einmitt heyra þennan skemmtilega texta.
Beware!
I bear more grudges
than lonely high court judges.
When you sleep
I will creep
into your thoughts
like a bad debt
that you cant pay.
Take the easy way
and give in
Yeah, and let me in.
It's war
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com