Friday, April 27, 2007

It´s a healthy kind of sick

Já, það er ný plata á leiðinni frá hinum kynngimögnuðu (plat)systkinum í The White Stripes. Platan mun bera nafnið Icky Thump og kemur hún út í sumar. Samnefnt lag er byrjað að hljóma í víðtækjum landsmanna og hljómar eiginlega bara nokkuð vel að mínu mati, svo sannarlega stórundarlegt, en ég fíla það.


Svo í tilefni af því að ég hef verið veikur undanfarna daga var ég að rifja upp þessa tímalausu snilld frá árinu 1988 með meistara Lou Barlow. Lou þessi hefur komið víða við, m.a. var/er meðlimur í Sebadoh, Dinosaur Jr. og Folk Implosion. Allt hágæða bönd.

Labels: , , ,

Friday, April 20, 2007

Til hamingju!

Í dag er þessi blessaða síða mín eins árs gömul, ekki get ég nú sagt að afköstin séu mikil, 25 færslur. En samt... Af þessu tilefni býð ég ykkur upp á:
The Ramones - Happy Birthday Mr.Burns
(þess má geta að Johnny Ramone gítarleikari The Ramones lést þann 15.september (2004), en það er einmitt afmælisdagur Mr.Burns)
Jens Lekman - Happy Birthday Dear Friend Lisa



Labels: , , ,

Thursday, April 19, 2007

Þá er það komið á hreint!

Wednesday, April 18, 2007

Lygarar!

Já, undanfarna daga hef ég verið að hlusta á hina stórgóðu hljómsveit Liars sem gerir þessa dagana út frá Berlín (held ég). Hljómsveitin spilar einhverskonar indípost-pönk, tilraunakennda nýbylgju eða eitthvað svoleiðis. Það er alveg á hreinu að tónlist Liars er ekki fyrir alla, svo að ég hvet þá sem ekki eru opnir fyrir nýrri tónlist að hlusta á eitthvað annað í staðinn. Ekki er hægt að verða sér út um plötur með Liars hér á landi þar sem Skífan hefur umboð fyrir þeim en hefur ekki áhuga á að flytja þær inn. Frekar ömurlegt! Þess vegna hef ég vafrað um netið síðustu daga í leit að einhverju sem ég get stolið með þeim, ekki gengur það mjög vel. En hér eru tvö tóndæmi og eitt sýnidæmi (yndislega súrt myndband). Njótið vel.


Einkar huggulegt umslag smáskífunnar ,,It Fit When I Was A Kid"







Labels: , , , ,

Wednesday, April 11, 2007

Teitatónlist

Nú er hin alræmda stúdentsprófatörn að hefjast. Fyrir nokkrum vikum setti ég mér það göfuga markmið að skemmta mér eins mikið og ég gæti fram að prófum (lesist: vera sem oftast fullur). Þrátt fyrir að þessu mikla partýstandi mínu sé lokið í bili hef ég ákveðið að skrifa um nokkra sjúklega hressa partýslagara.

!!! – Must be the moon
Þetta lag er á nýrri plötu sveitarinnar !!! (Chk Chk Chk) sem nefnist Myth Takes. Til þess að lýsa tónlist !!! fyrir leikmönnum hef ég komið með nafn á stefnu bandsins ,,égeraðdansaogefþúfílarþaðekkilemégþiífokkingklessutussanþín”-rokk. Hljómsveitin !!! var stofnuð árið 1996 og hefur síðan þá gefið út þrjár breiðskífur með einstaklega hressandi diskó-pönki. Þar sem að ég er ekki plötusnúður fæ ég sjaldan að heyra í !!! á skemmtistöðum Reykjavíkurborgar en aftur á móti hef ég ósjaldan dansað heim úr bænum við þessa stórskemmtilegu plötu. Platan er samt langt frá því að gallalaus, byrjar fáránlega vel en endar í tómu tjóni, hljómsveitin ætti að einbeita sér að því að gera ofursvala dansslagara en ekki róleg lög (þeir eru lélegir í því). Þeir félagar munu spila á hinni margrómuðu Airwaves hátíð í lok ársins.
UPPFÆRT 12.apríl: Eitthvað er radioblogclub að stríða okkur þannig að þið getið heyrt lagið á myspace síðu sveitarinnar http://www.myspace.com/chkchkchk Gjörsovel!

The Rapture – House of jeolous Lovers
,,Hús hinna afbrýðisömu elskenda” er af fyrstu plötu The Rapture, Echoes. Diskó-pönk frá New York með sterkum keim af Public Image Ltd. (seinni sveit John Lydons úr Sex Pistols). House of Jeolous Lovers var fyrsti hittari bandsins og markaði eiginlega upphafið á þeirri dansrokk bylgju sem hófst stuttu eftir aldamótin og er enn í fullu fjöri. Seinni plata þeirra Rapture pilta var ekki jafn hrá og því ekki alveg jafn heillandi að mínu mati, hljómurinn var bjartari og poppaðri en ekki jafn beittur. Samt sem áður er Pieces of the people we love hörkuplata, meira að segja með betri plötum ársins 2006 að mínu mati.


Happy Mondays – 24 hour party people
Nú skulum við færa okkur yfir Atlantshafið og 20 ár aftur í tímann nánar tiltekið til Manchester a.k.a Madchester borgar í Englandi árið 1987. Fyrst við erum komin þangað getum við farið að poppa e-pillur og dansa eins og brjálæðingar við Happy Mondays. Happy Mondays voru á mála hjá Tony Wilson og hinu goðsagnakennda útgáfufyrirtæki Factory Records. Saga þess merka útgáfufyrirtækis er rakin í hinni stórgóðu kvikmynd 24 hour party. Ferill Happy Mondays var eiginlega eitt stórt sukkpartí og var hljómsveitin orðin uppgefin árið 1993 og hætti þá. Byrjaði reyndar aftur 1999 í eitt ár (aðallega til þess að fá pening fyrir dópskuldum) og er núna enn á ný komin í gang og ný plata er á leiðinni. Ég hef meira að segja heyrt sögusagnir um það að þeir mæti á Hróaskeldu í byrjun júlí (ég = þar). Þegar talað er um Happy Mondays er auðvitað skylda að minnast á svalasta meðlim hljómsveitarinnar; dansarann Mark “Bez” Berry. Hann fann upp hinn óviðjafnanlega Freaky Dance og er sagður hafa ótrúlega mikið þol fyrir ofskynjunarlyfjum, sönn hetja þar á ferð!



Þetta er tónleikaupptaka af laginu Step On, þar getið þið séð Bez í góðu stuði.

Ótrúlegt en satt ætla ég að fjalla um annað band sem hefur dansara og sinn einkennisdans. Dansarinn er Chas Smash, dansinn er The Nutty Dance og hljómsveitiner er MADNESS!

Madness – One step beyond
Madness var vinsælasta bandið í Bretlandi á níunda áratugnum, þ.e. átti lög á breska vinsældarlistanum í mestan tíma samtals. Lagið One step beyond af samnefndri debjút-plötu sveitarinnar komst í sjöunda sæti listans árið 1979. Tónlist hljómsveitarinnar hefur yfirleitt verið skilgreind sem annarar bylgju ska (second wave ska) eða einhvers konar blanda af ska-tónlist, pönki og poppi. Eftir að hljómsveitin hætti árið 1986 tóku fjórir meðlimir sig til og stofnuðu The Madness sem gaf út eina plötu. 1992 kom hin upprunalega Madness saman aftur og spilaði meðal annars á tónlistarhátíðinni Madstock, en þá varð sá stórmerkilegi atburður að 75 þúsund aðdáendun tókst að koma af stað jarðskjálfta af stærðargráðunni 4,5 á Richter með því að stappa í takt við One Step Beyond a.m.k. samkvæmt þessu:

In one dramatic episode tower blocks in Finsbury Park, London, began to shake. After a while BGS scientists traced the cause. It was a concert by the pop group Madness. During one song the crowd began to stamp its feet in strict time, and in a freak of geophysics the sediments of the London basin amplified the stamping to a level that set the buildings rocking too.[http://www.guardian.co.uk/naturaldisasters/story/0,7369,816938,00.html]



Labels: , , , , ,

Sunday, April 01, 2007

All my heroes are weirdos

Ég mæli einstaklega mikið með útvarpsþættinum Furðufuglar á Rás 2, þar sem umsjónarmaðurinn Frank Hall fjallar um ýmsa þekkta furðufugla tónlistarheimsins. Nú þegar hefur hann m.a. fjallað um Serge Gainsbourg, Phil Spektor, Brian Eno og Daniel Johnston. Klárlega einn sá skemmtilegasti í íslensku útvarpi í dag. Annars afsaka ég bloggleysi undanfarinn mánuð, mikið að gera í skóla og skemmtunum. Ég lofa a.m.k. einni góðri bloggfærslu í páskafríinu.

Hér er síða þáttarins.

Labels:

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com