Sunday, September 21, 2008

Rigning, rok og Fyrsta hjálp

Veðrið úti er vont. Ég fíla það. Þá hef ég pottþétta afsökun til að vera inni allan daginn í náttbuxum og drekka kakómalt.

Rakst á alveg yndislega útgáfu af Fleet Foxes laginu Tiger Mountain Peasant Song (en frumraun þeirrar sveitar, samnefnd hljómsveitinni, er algjörlega ein besta plata ársins). Það er sænsku systurnar Klara (15) og Jóhanna Söderberg (17) sem flytja lagið úti í skógi, vopnaðar kassagítar og mögnuðum röddum.

Söderberg systurnar gáfu út sína fyrstu EP-skífu í apríl á þessu ári, undir nafninu First Aid Kit. Platan, sem nefnist Drunken Trees, var gefin út hjá Rabid Records, útgáfufyrirtæki í eigu samlanda þeirra í raf-hjartsláttar-dansdúettinum The Knife.
Frumsamda tónlistin ber á engan hátt merki um ungan aldur stelpnanna og hinir ýmsu tónlistarbloggarar eru að missa legvatnið af hrifningu.... Skiljanlega

www.myspace.com/thisisfirstaidkit

Friday, September 19, 2008

Önnur leið til að drepast...

Lagið frá mest spennandi þríeyki frá því að Bítlarnir lögðu upp laupana er loksins komið á netið.
Þetta eru auðvitað þau Jack White, Alicia Keys og drápsvél hennar hátignar, sjálfur James Bond.
Reyndar hafði sýnishorni af laginu verið lekið í einkar ósmekklega Coke Zero auglýsingu, en nú er það allt komið á hinn stórkostlega veraldarvef!

Lagið ber heitið Another Way to Die og verður semsagt lag næstu Bond myndar, Quantum of Solace (hvað sem það nú þýðir).


Bersýnilega er þetta með betri lögum sem hafa verið gerð fyrir áfengissjúka kynlífsfíkilinn 007 (allavega betra en Chris Cornell ruslið sem var í síðustu mynd). Slær reyndar ekki Paul McCartney og DuranDuran ref fyrir rass...

Hægt er að hlaða niður laginu á mp3-formi hér fyrir neðan

Sunday, September 14, 2008

Níhilismi

Barði í BangGang og Henrik Singapore Sling syngja með krökkunum. Óborganlegt!

Wednesday, September 10, 2008

Jóhann hringir í Jimmy

Ég veit ekkert hver Jóhann Kristinsson er og hef ekki nennt að vinna neina rannsóknarvinnu. En músíkin hans er einstaklega vel hljóðandi. Angurvært og einlægt kassagítarraul. Hann er ekkert að finna upp hjólið, en hverjum er ekki drullusama? Við þurfum ekkert nýtt hjól.

Jóhann er nýbúinn að gefa út frumburð sinn Call Jimmy á bandaríska útgáfufyrirtækinu Atomic Mouse. Ég er alvarlega að pæla í að spandera þúsundköllum í þennan grip.

Svo geri ég einnig ráð fyrir að kíkja á a.m.k. eina tónleika með honum um helgina. Þetta er í boði:

11.sept á Kaffi Hljómalind ásamt Enkídú
12.sept á Kaffi Amsterdam ásamt Lo-ji
13.sept á Hressó
15.sept á Babalú
24.sept, útgáfutónleikar á Cafe Rosenberg

Tuesday, September 02, 2008

Tónleikar 3.-8.september

Þónokkuð af tónleikum í vikunni. T-t-t-tjekk it át

Miðvikudagur: Retro Stefson frumflytja plötuna sína á Organ og spila síðan eftir á. Frítt inn
Klezmer Kaos (Fra/Ísl) og Múgsefjun á Nasa kl.20:00, 2500 kall inn.
Bedroom Community kvöld á Kaffibarnum klukkan átta (að öllum líkindum ekki tónleikar þó).
Fimmtudagur: Viðurstyggð, Innvortis, Morðingjarnir, Æla kl.21:00 á Organ, 500 karlmenn.
Föstudagur: Útgáfutónleikar Megasar og Senuþjófanna á Nasa klukkan 21:00, 2000 kall inn.
Útgáfutónleikar Mammút ásamt Klive í Iðnó klukkan átta, 1000 krónur og platan Karakari á tilboði.
Raein (It), Gavin Portland, Rökkurró, Skítur á Kaffi Hljómalind kl.19:00, 800 krónur.

Mánudagur: Gordon Riots, For a Minor Reflection og No Culture kl. 21:30 á Kaffi Rót

Annars verð ég að viðurkenna það að ég missi af flestum þessum tónleikum. Fannst m.a. kominn tími til að nota boðsmiðann minn á Ástin er diskó, Lífið er Pönk í Þjóðleikhúsinu. Ég athugaði ekkert hvort að ég væri að missa af áhugaverðum tónleikum. En ég meina, af hverju að fara á alvöru pönktónleika ef þú getur séð söngleik um pönk?

Monday, September 01, 2008

Yusuf syngur fyrir börnin

Salaam Xalaykum allir saman.

Á morgun hefst Ramadan, helgasti mánuður múslima. Þá eiga allir að tjilla grimmt og fasta. Svo er auðvitað um að gera að hlusta á besta popptónlistarmann Íslams, meistara Yusuf Islam (áður Cat Stevens og enn áður Steven Demetre Georgiou).

Hér eru nokkur frábær trúarleg lög með kappanum.

Fyrsta lagið, A is for Allah, af samnefndri barnaplötu frá 2000, samdi hann til að kenna dóttur sinni arabíska stafrófið. Fræðandi.




Næsta lag er hið stórskemmtilega Bismillah af annarri barnaplötu, I look I see frá árinu 2003.




Af sömu plötu er líka mömmulagið, Your Mother.




Maa Salaama!
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com