Saturday, May 27, 2006

5 spurningar ?

Innvortis – Hvað er þetta helvítis eitthvað?
http://www.rokk.is/mp3/innvortis/innvortis_hvad_er_thetta_helvitis_eitthvad.mp3

Hressasta pönkhljómsveit íslands spyr hvað þetta helvítis eitthvað er. Ég hef heldur ekki hugmynd um það. Hljómsveitin var stofnuð 1996 á Húsavík og eru þeir því elsta starfandi pönkhljómsveit Íslands (fyrir utan Fræbblana, sem enginn heilvita maður nennir að hlusta á). Þrátt fyrir að vera 10 ára og mjög duglegir að spila á tónleikum hafa þeir aðeins gefið út eina plötu Kemur & fer og EP-plötuna Andrea sem umrætt lag er einmitt á. Tónleika Innvortis á Kaffi Hljómalind má nálgast hér fyrir neðan (ég er ekki frá því að ég hafi verið einhvers staðar aftast á þessum tónleikum).
http://notendur.centrum.is/~drastl/vídeo%20-%20dordingull/Gussi/INNVORTIS-HLJ





Furstaskyttan – Hvorfor går solen ikke ned (?)
http://www.rokk.is/mp3/f/furstaskyttan_hvorfor_gar_solen_ikke_ned.mp3

Furstaskyttan komst í úrslit músiktilrauna í ár og spyr hvers vegna sólin fer ekki niður (þessu svara The Flaming Lips í næsta lagi). Lagið er (eins og nafnið gefur til kynna) á hinu hljómfagra og yndislega tungumáli dönsku. Samkvæmt hljómsveitinni sjálfri fjallar lagið um: Pål, sem situr mæddur við gluggann sinn og hugsar um konuna sem hann elskar, Lene. Skyndilega kemur til hans bréfdúfa og skilaboðin eru frá Lene: ,,Kæri Pål. Ef þú elskar mig virkilega skaltu hringja í mig þegar sólin sest." Pål upphefst og æpir af fögnuði ... en þrándur er í götu. Pål er á Íslandi, það er hásumar og sólin sest ekki. Þegar Pål áttar sig á þessari staðreynd syngur hann viðlagið [http://www.rokk.is/spjall/topic.asp?TOPIC_ID=7820].
Ég geri ráð fyrir að það eigi að vera spurningarmerki þarna aftast í nafni lagsins.







The Flaming Lips – Do you realize??
http://homepages.wmich.edu/~m1koets/music%20for%20meg/09%20-%20Do%20You%20Realize%20%20.mp3
The Flaming Lips eru frá Oklahoma-borg í samnefndu fylki. Hljómsveitin var stofnuð 1983 eftir að meðlimirnir fengu ógeð á því að syngjs söngleikjalög og hefur sveitin síðan þá gefið út 12 plötur og ýmslegt fleira. Þeir eru ein áhrifamesta og virtasta indí-popp hljómsveit Bandaríkjanna og eru í raun skilgreiningin á indí-poppi. Do you realize?? kom út árið 2002 á 11. plötu þeirra Yoshimi Battles the Pink Robots sem er stórskemmtileg. Reyndar heyrði ég þetta fyrst á EP-plötunni Ego Tripping at the Gates of Hell þar sem það er remixað (endurhljóðblandað?) af T.P.S sem ég hef ekki hugmynd um hver er.. en það skiptir ekki máli. Í viðlaginu spyrja Eld-tungurnar ,, Do You Realize - that everyone you know Someday will die” sem ég vona að allir geri sér grein fyrir. Einnig kemur fram svar við spurningu Furstaskyttunnar hví sólin setjist ekki, The Flaming Lips segja ,,You realize the sun doesn't go down. It's just an illusion caused by the world spinning round”Þar höfum við það!






Johnny Poo – Hvar er Guðmundur?http://www.rokk.is/mp3/j/johnny_poo_hvar_er_gudmundur.mp3
Johnny Poo var einu sinni tólf ára og sætur, kannski er hann kominn í mútur núna, kannski hefur hann fundið Guðmund og sest í helgan stein. Hver veit?






Leadbelly – Where did you sleep last night?
http://www.archive.org/download/Leadbelly-Where_Did_You_Sleep/Leadbelly-Where_Did_You_Sleep_Last_Night.mp3
Ég held að þetta sé gamalt bandarískt þjóðlag og hérna er það í flutningi blúsarans og þjóðlagasöngvarans Huddie Leadbetter sem var alltaf kallaður Leadbelly (Blýmagi). Hann samdi,uppgötvaði eða aðlagaði mörg fræg amerísk þjóðlög m.a. Cotton Fields sem Árni Johnsen kallar Þykkvabæjarrokk. Leadbelly hefur greinilega mikinn áhuga á að vita hvar stúlkan hans gisti í nótt og spyr aftur og aftur ,,where did you sleep last night?". Ég hef alltaf ímyndað mér að hún sé að halda framhjá honum, svo virðist sem að flestir blús-tónlistarmenn séu gífurlega óheppnir í kvennamálum því mjööög mörg blúslög fjalla um ótrúar konur. Þess má geta að Leadbelly sat í fangelsi í sjö ár fyrir morð en var sleppt eftir að hann samdi lag um ríkisstjórann Árið 1994 fluttu Nirvana Where did you sleep last night? á mTV-Unplugged plötunni sinni og er það að mínu mati hápunkturinn á ferli þeirrar merku sveitar. Íslandsvinurinn Smog spilar eiginlega óþekkjanlega útgáfu á nýjustu plötunni sinni og kallar lagið þá In the Pines.

Labels: , , , , , ,

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com