Saturday, August 25, 2007

Doddi og Sumarið mitt sem hjálpræðishermaður

Einstaka sinnum..... ókei, geðveikt oft verð ég einfaldlega háður lögum sem innihalda:

a. seiðandi rödd
b. kassagítar
c. tregafulla en þó grípandi melódíu

Jááá, ég er sökker fyrir rólyndis kassagítarpoppi og ég viðurkenni það. Ef þið viljið hrífa mig semjið þá lag sem inniheldur alla þessa þrjá þætti og það eru yfirgnæfandi líkur á því að ég elski ykkur. En já, í augnablikinu er það lagið Mountain Slides með tónlistarmanninum Dodda sem er límt með tonnataki við heilann á mér og þess vegna ætla ég að tala um hann...

Doddi – er einn efnilegasti tónlistarmaður íslensku grasrótarinnar að mínu mati. Hann er tvítugur en hefur þrátt fyrir ungan aldur komið víða við. Hann vakti fyrst athygli fyrir þónokkrum árum í Músiktilraunum með hljómsveitinni Heróglymur (sem ég hef áður fjallað

um). En hefur síðan m.a. verið í hljómsveitunum Death by Downtown, Enkídú og spilað á selló með Ólafi Arnalds. En það sem hefur kannski vakið mesta athygli er sólóverkefnið hans Doddi (stundum Doddinn). Árið 2002 gaf hann út plötuna Doddi í 20 eintökum og tveimur árum síðar kom plata númer tvö út, Expectations. Platan var einstaklega þroskað verk, lágstemmd kassagítartónlist í anda Nick Drake, Lou Barlow og Iron & Wine. Seiðandi rödd Doddans (aðeins söngur í 3 lögum), ljúfur kassagítarinn í bland við selló og sömpl gera plötuna einstaklega ljúfa og draumkennda en inn á milli leynast einnig grípandi laglínur sem gera gæfumuninn frá lágstemmdu miðjumoði upp í 1.deild rólyndispoppsins. Strax og ég var búinn að hakka plötuna í mig var ég farinn að bíða eftir næstu skífu... og sú bið varð löng. Ég mætti á alla tónleika sem ég mögulega gat, sá þónokkuð af nýjum lögum sem hljómuðu mörg hver mjög vel. Ég held að hann hafi reyndar verið kominn langleiðina með plötu númer 3 þegar tölvunni hans var stolið og öll vinnan glataðist. En í byrjun árs kom síðan út hálfskífa (split?) með honum og Loga a.k.a Loji sem var reyndar aðeins gefin út á kasettu. Ég hef ekki hlustað á kasettuna í heild sinni en hún inniheldur í allt 19 lög, þar af 8 eftir Dodda. Í þeim lögum sem ég hef heyrt er tilraunagleðin meiri og formið teygt, bæði eru þar lög í mjög klassískum sínger/songræter stíl, önnur líkjast jafnvel Tom Waits og áhrif Lo-Fi tónlistar enn meiri en áður finnst mér. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á lögin The Meaning of Thoughts og hið frábæra Mountain Slides, þau eru þó ekki á neinni af þessum plötum. Einnig má hér sjá myndband við lagið In One Way (af Expectations). Ef tæknin hlýðir mér einu sinni getið þið líka séð stutt myndbrot (tekið upp af mér) þar sem Doddi kóverar The Yeah Yeah Yeah Song eftir The Flaming Lips. Þetta átti sér stað þann 24.júní 2006 á Kaffi Hljómalind á alveg mögnuðum tónleikum þar sem ásamt Dodda spiluðu U.M.T.B. Stefán, Hress/Fresh og The Neighbours.


Mountain Slides er á myspace síðu Dodda
The Meaning of thoughts http://rokk.is/mp3/d/doddinn_the_meaning_of_thoughts.mp3
In One Way (myndband) http://frontpage.simnet.is/heroglymur/doddi/inoneway.wmv

Tenglar:
Doddi á Myspace: http://www.myspace.com/doddolfur
Doddi á Rokk.is: http://rokk.is/default.asp?Flytjandi_ID=225&sida=um_flytjanda
Heimasíða Dodda: http://www.doddolfur.tk/
Enkídú á Myspace: http://www.myspace.com/enkidurockstar
Death by Downtown á Myspace: http://www.myspace.com/deathbydowntown
Heróglymur á Rokk.is: http://rokk.is/default.asp?Flytjandi_ID=44&sida=um_flytjanda
Ólafur Arnalds á Myspace: http://www.myspace.com/doddolfur

Einnig vil ég benda öllum á að næla sér í nýja þriggja laga EP plötu My Summer As A Salvation Soldier (MSASS). Platan er ,,gefin út” af nýstofnuðu útgáfufyrirtæki sem kallast Salvation Soldier Records og fæst hún frítt á netinu á slóðinni... djöfullinn ég er búinn að gleyma hvað slóðin var. Ég bæti því við um leið og ég man það (endilega látið vita ef þið vitið það). En annars er það að frétta af MSASS að næsta plata kemur vonandi í október eða nóvember og mun mögulega bera nafnið Activism. Heyra má frumútgáfu af einu laganna af væntanlegri breiðskífu á myspace síðu MSASS.

Tenglar:
MSASS á Myspace: http://www.myspace.com/mysummerasasalvationsoldier
SalvationSoldierRecords á Myspace: http://www.myspace.com/salvationsoldierrecords

Labels: , , , , ,

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com