5 íslensk bönd á Airwaves
Ég hef ákveðið að taka við áskorun í fyrsta skipti. Þetta er fyrir þig Villi
Ultra Mega Teknóbandið Stefán – Cockpitter
Þessi hljómsveit er mögnuð upplifun á tónleikum og algjör vitleysa að sleppa því að sjá hana á Airwaves jafnvel fyrir eitthvað ömurlegt indíband sem heitir We Are Scientist. Af fullri virðingu við piltana í bandinu skiptir tónlistin minnstu máli á tónleikum hjá þeim. Augu allra beinast að stjörnu bandsins Sigurði Ásgeiri Árnasyni. Honum hefur verið líkt við Mark E. Smith úr The Fall og er það ekki slæm líking. Siggi lætur öllum illum látum og ef hann er ekki haugadrukkinn poppar hann gingsen og drekkur tugi kaffibolla fyrir tónleika.
Sjá má þá flytja lagið í kastljósinu hér http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4301624/6 og bendi ég á að þetta er aðeins fimmtungur af því sem sést á tónleikum með þeim.
My Summer As A Salvation Soldier – Nupur Lala
Það er alltaf skylda að sjá Þóri spila, alveg sama hvar, alveg sama hvenær. Airwaves-helgina spilar hann að minnsta kosti þrisvar með MSAASS sem inniheldur síðast þegar ég vissi trommur, bassa, selló, gítar/banjó/píanó og Þóri Georg. Hann er búinn að semja fullt af nýjum lögum og tekur vonandi helling af þeim. Þórir er ekki fullur og poppar ekki gingsen fyrir tónleika (svo að ég viti) og er þar að leiðandi ekki jafn hress og Teknó-Siggi en einstaklega góður þó. Mæli ég einnig með báðum plötunum hans svona í byrjun vetrar, einkar huggulegt að setjast niður við arineld með heitt súkkulaði og MSAASS í græjunum meðan snjóstormurinn bylur á glugganum.
http://www.rokk.is/mp3/th/thorir_nupur_lala.mp3
Gavin Portland - ...is only a word
Gavin Portland er frábærlega gott band. Níðþungt indí-rokk með kok-rífandi öskri lýsir ágætlega tónlistarstefnu Gavins. Hljómsveitin er m.a. skipuð meðlimum Fighting Shit og I Adapt (sem er ekki slæmt). Söngvarinn er reyndar fluttur til útlanda, ekki man ég hvert, en hann hefur að minnsta kosti ákveðið að heiðra okkur með nærveru sinni um helgina. Einnig voru þeir að setja íslandsmet með því að taka upp og klára heila breiðskífu á aðeins 14 tímum. Þess má geta að fyrrnefndur Þórir er gítarleikari þessarar mætu sveitar.
http://www.rokk.is/mp3/g/gavin_portland_is_only_a_word.mp3
Lay Low – Please don´t hate me
Lovísa spilar blús og syngur. Gítarleikurinn er frábær, söngurinn enn betri og lagasmíðarnar bestar. Fyrsta sólóplata hennar kemur út á Föstudaginn hjá Cod Music sem er dótturfyrirtæki Senu. Ég get ekki betur séð en að diskurinn beri nafnið Please dont hate me eins og eitt af hennar þrælskemmtilegu lögum. Hún spilar einnig á gítar og hljómborð í Benny Crespo’s Gang sem er voða vinsæl hljómsveit mjá tónlistarspekúlöntum en ég fíla þau ekki. Það er að minnsta kosti mjög gaman að sjáLay Low spila, það get ég ábyrgst.
Heyra má lagið á http://www.myspace.com/baralovisa
Jakobínarína – Power to the Lonely
Eftir síðustu Airwaves-hátíð byrjaði allt að gerast hjá þessum strákum, þeir eru að túra um Evrópu og er ekki langt í fyrstu plötuna þeirra, sem kemur út hjá Rough Trade útgáfufyrirtækinu (The Strokes, The Libertines, Emilíana Torrini). Söngvaranum hefur eins og Teknó-Sigga verið líkt við Mark E. Smith. Sviðsframkoma þeirra er gífurlega skemmtileg og dansa þeir um eins og þeir séu leikskólabörn með njálg í rassinum, einstaklega hressandi.
Hlusta hér à http://www.myspace.com/jakobinarina
Ultra Mega Teknóbandið Stefán – Cockpitter

Sjá má þá flytja lagið í kastljósinu hér http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4301624/6 og bendi ég á að þetta er aðeins fimmtungur af því sem sést á tónleikum með þeim.
My Summer As A Salvation Soldier – Nupur Lala

http://www.rokk.is/mp3/th/thorir_nupur_lala.mp3
Gavin Portland - ...is only a word

http://www.rokk.is/mp3/g/gavin_portland_is_only_a_word.mp3
Lay Low – Please don´t hate me

Heyra má lagið á http://www.myspace.com/baralovisa
Jakobínarína – Power to the Lonely

Hlusta hér à http://www.myspace.com/jakobinarina
Labels: blús, dans, harðkjarni, indí-popp, íslenskt, kassagítar