Það er þorláksmessa og því ekki seinna vænna að kasta út Jólablandspólu fyrir æstan lýðinn. Lögin eru 13 eins og jólasveinarnir. Mörg komu til greina en þessi urðu hlutskörpust í vali mínu. Ég kann ekki að gera svona zip-möppu með öllum lögunum svo þið verðið að taka þetta eitt í einu.
The Yeah Yeah Yeahs – All I Want For Christmas
Fyrsta lagið á mixteipinu er spánýtt jólalag frá hinu baneitraða New York tríói Já Já Já-in. Eiginlega bara ógeðslega gott.
The Pogues ásamt Kristy MacCoil – Fairytale of New York
Áhugaverð tenging úr fyrsta laginu í annað er að The Pogues gáfu út EP-plötu árið 1990 sem ber heitið
Yeah Yeah Yeah Yeah Yeah (og eins og glúrnir lesendur sjá er það svolítið svipað nafni flytjanda númer eitt). Eníveis, Shane MacGowan er snillingur að blanda írskri þjóðlagatónlist við pönk, popp og eiginlega bara hvað sem er. Hér er það jólatónlist. Lagið kom út árið 1987 og hefur m.a. verið valið besta jólalag allra tíma á VH1. Yndislega jólalegur texti
,,You scumbag, you maggot. You cheap lousy faggot. Happy Christmas your arse I pray God it's our last”.Mogwai – Christmas Song Skosk instrúmental gleði frá síð-rokks meisturunum í Mogwai. Þetta jólalag er af hinni mjög svo vel nefndu stuttskífu
EP frá árinu 1999.
Death Cab For Cutie – Christmas (baby please come home) Lag frá 1963 eftir byssuóða, geðsjúka upptökustjórann Phil Spector. Upphaflega var lagið sungið af Darlene Love en fjölmargir aðrir hafa spreytt sig á því, m.a Bon Jovi, U2, The Raveonetts, Joey Ramone, Mariah Carey og hinir hárprúðu Hanson bræður. En hér er það í mjög svo ljúfum flutningi Ben Gibbard og félaga.
Evan Dando – Silent Night
Indí-rokk hetjan Evan Dando úr Lemonheads með innilegan flutning á Heims um Ból.
Reverend Horton Heat – Jingle Bells
Reverend Horton Heat er ótrúlega ó-jólalegt band. Músikin sem þeir spila er psychobilly, en eins og nafnið gefur til kynna er það svipað Rokkabillý nema hraðara, hrárra og villtara. Frekar tónlist til að hossast á eyðimerkursandhólum í Land Rover jeppa við en til að klappa kettinum fyrir framan arininn. Gengur oft vel upp hjá þeim en alveg frekar tæpt hér.
Kate Bush – December Will Be Magic Again Þegar ég frétti að þetta lag frá 1980 hefði verið íslenzkað af einhverjum hryðjuverkamönnum var ég næstum því búinn að kippa þessu út úr mixinu... en lagið er of gott til þess. Kate alveg einstaklega töfrandi að venju (annað en fokking desember, sem er grár og hryssingslegur enn á ný).
Badly Drawn Boy – Donna and Blitzen Kunnulegur hljómur frá hinum mjög svo úfna Damon Gough sem pissaði einu sinni upp í vindinn og lét síðan alla vita að það væri ár rottunnar. En þetta er lokalagið á yndislegu sándtrakki hans við myndina
About a Boy (sem mér fannt eiginlega geðveikt skemmtileg, mjög fílgúdd).
Bright Eyes – Blue Christmas Conor Oberst reynir við Elvis slagarann Blue Christmas á jólaplötu frá 2005. Namminamm...
Tom Waits – Silent Night/ A Christmas Card From a Hooker in Minneapolis
Nafnið segir í rauninni allt sem þarf að vita. Tom einn við píanóið á einhverjum tónleikunum.
Julian Koster – O Holy Night
Arnar Eggert skrifaði um þetta undarlega verkefni Julians Kostner (út Neutral Milk Hotel) í lesbók Morgunblaðsins síðasta laugardag. Ég flýtti mér auðvitað að stinga mér út í fróðleikshafsjó internetsins og leitaði þetta uppi. Öll platan bara spiluð á sög, mér finnst hljómurinn ótrúlega heillandi, hér er það
Ó, Helga Nótt sem fer undir sögina.
Bob Justman - Christmas DayÞunglynd jól hjá Kristni Gunnari Blöndal sem er nýbúinn að senda frá sér sína fyrstu Bob Justman plötu. Hlakka til að heyra í henni. Þetta lag kom hins vegar út á styrktarplötu fyrir félagið Ísland-Palestína árið 2004.
Okkervil River – Listening to Otis Redding at Home During Christmas
Gott nafn, góð hljómsveit, gott lag og gleðileg jól.