5 plötur sem kalla fram líkamleg áhrif hjá mér
The Streets – A Grand dont come for free
Önnur plata The Streets (Mike Skinner) frá Birmingham á Englandi. Textalega séð er þetta ein besta poppplata allra tíma.. Þemaplata sem fjallar um Mike, kærustuna hans og 1000 pund sem týnast, þó að sagan sé kannski ekki merkileg í sjálfu sér nær hann snilldarlega að láta lögin passa fullkomlega saman og nær hápunkti í lokalaginu Empty Cans. Ég fæ hreinlega í magann yfir snilldinni, ótrúlegt hvernig sýn sögumannsins á heiminn breytist í miðju laginu. Ég er viss um að ef Mike Skinner hefði verið fæddur á 16.öld værum við að lesa ljóðin hans í skólanum. Mike á sér einhvern veginn engan samastað í tónlistarskilgreiningum, hann er einhverskonar blanda af hip-hoppi, garage og ýmsum gerðum af raftónlist. Mike er mjög sérstakur rappari, reynir hvorki að vera svartur né bandarískur og hefur því eiginlega ekki verið samþykktur af hip-hoppurum.

The Shins – Oh, Inverted World
Magnaðasta indí-poppplata árþúsundarins er að mínu mati Oh, Inverted World með The Shins frá Albuquerque í New Mexico fylki. Sveitin byrjaði sem hliðarverkefni gítarleikarans/ söngvarans James Mercer. Oh, Inverted World sem kom út árið 2001 var þeirra fyrsta breiðskífa og fékk frábærar viðtökur. Platan er mjög hress en um leið einlæg og mæli ég sérstaklega með hinni svona í byrjun sumars. Þegar ég hlusta á hana fæ ég fiðrildi í magann, svolítið eins og að vera ástfanginn, kannski er ég bara ástfanginn af glaðlegum melódíunum og skemmtilega hárri röddu James Mercers. Árið 2003 kom síðan út Chutes too Narrow, sem er frábær en erfitt var að fylgja þessi meistaraverki eftir. Margir kannast við hljómsveitinu úr myndinn Garden State með Scrubs gaurnum en þar segir Natalie Portman að New Slang (með The Shins) muni breyta lífi Scrubs gaursins. Ég veit ekki hvort það hafi breytt lífi hans, en ég fæ að minnsta kosti í magann.
Þar sem ég er svo örlátur ætla ég að gefa ykkur alla plötuna, Til Hamingju!
http://split.org/random/Oh,%20Inverted%20World/

Graveslime – Roughness & Toughness
Ein ótrúlegasta íslenska rokkplata sem gefin hefur verið út, lýsingar eins og ,,þyngri en pláneta” lýsa henni vel. Stíllinn minnir stundum svolítið á Nirvana, The Melvins og The Fucking Champs. Þungt gruggrokk með gítarsólóum sem láta mann standa upp og spila á það sem hendi er næst, og ég er ekki aðdáandi gítarsólóa, nei, nei, venjulega eru þau leiðinleg, en ekki hjá Graveslime. Þeir gáfu aðeins þessa einu plötu með sveitin lifði. Hún var tekin upp af Tim Green (nei ekki Tom Green, þó það hefði verið skemmtilegt) úr The Fucking Champs og sagði hann um þá “…and they were always drunk and naked”. Umslag og öll hönnun disksins er líklega sú besta í sögu íslenskrar plötuútgáfu. Inniheldur platan 10 frumsamin lög með nöfnum eins og The punch fucking drunk fuck and the fucking goat og svo er þar einnig frábær útgáfa af Chariots of Fire eftir Vangelis. Sveitin lagði upp laupana 2002 en sagan segir að söngvarinn hafi misst heyrnina á tónleikum á menningarnótt, en fyrr um daginn höfðu þeir spilað tvö gigg. Sjónarvottur sagði að blætt hefði úr eyrunum á honum en hann hefði bara hrist hausinn og haldið áfram að öskra úr sér lungun og spila brjáluð gítarsóló. Það kalla ég Rokk og Ról. Meðlimir sveitarinnar eru nú m.a. í Retron og Skátum.

Nú er ég orðinn þreyttur og nenni ekki að skrifa meira en hér eru síðustu tvær plöturnar. Ég efast ekki um að ég muni skrifa um þær seinna enda algjör meistaraverk.
Bright Eyes – I´m wide awake it´s morning

Elliott Smith – XO

Til gamans má einnig geta að 3/5 af þessum plötum kynntist ég upphaflega á Borgarbókasafninu Tryggvagöti, Bókasöfn rúla.Ég yrði einnig mjög ánægður ef þið skrifuðuð plötur sem gefa ykkur fiðring í magann, láta ykkur missa þvag eða gráta.
Önnur plata The Streets (Mike Skinner) frá Birmingham á Englandi. Textalega séð er þetta ein besta poppplata allra tíma.. Þemaplata sem fjallar um Mike, kærustuna hans og 1000 pund sem týnast, þó að sagan sé kannski ekki merkileg í sjálfu sér nær hann snilldarlega að láta lögin passa fullkomlega saman og nær hápunkti í lokalaginu Empty Cans. Ég fæ hreinlega í magann yfir snilldinni, ótrúlegt hvernig sýn sögumannsins á heiminn breytist í miðju laginu. Ég er viss um að ef Mike Skinner hefði verið fæddur á 16.öld værum við að lesa ljóðin hans í skólanum. Mike á sér einhvern veginn engan samastað í tónlistarskilgreiningum, hann er einhverskonar blanda af hip-hoppi, garage og ýmsum gerðum af raftónlist. Mike er mjög sérstakur rappari, reynir hvorki að vera svartur né bandarískur og hefur því eiginlega ekki verið samþykktur af hip-hoppurum.

The Shins – Oh, Inverted World
Magnaðasta indí-poppplata árþúsundarins er að mínu mati Oh, Inverted World með The Shins frá Albuquerque í New Mexico fylki. Sveitin byrjaði sem hliðarverkefni gítarleikarans/ söngvarans James Mercer. Oh, Inverted World sem kom út árið 2001 var þeirra fyrsta breiðskífa og fékk frábærar viðtökur. Platan er mjög hress en um leið einlæg og mæli ég sérstaklega með hinni svona í byrjun sumars. Þegar ég hlusta á hana fæ ég fiðrildi í magann, svolítið eins og að vera ástfanginn, kannski er ég bara ástfanginn af glaðlegum melódíunum og skemmtilega hárri röddu James Mercers. Árið 2003 kom síðan út Chutes too Narrow, sem er frábær en erfitt var að fylgja þessi meistaraverki eftir. Margir kannast við hljómsveitinu úr myndinn Garden State með Scrubs gaurnum en þar segir Natalie Portman að New Slang (með The Shins) muni breyta lífi Scrubs gaursins. Ég veit ekki hvort það hafi breytt lífi hans, en ég fæ að minnsta kosti í magann.
Þar sem ég er svo örlátur ætla ég að gefa ykkur alla plötuna, Til Hamingju!
http://split.org/random/Oh,%20Inverted%20World/

Graveslime – Roughness & Toughness
Ein ótrúlegasta íslenska rokkplata sem gefin hefur verið út, lýsingar eins og ,,þyngri en pláneta” lýsa henni vel. Stíllinn minnir stundum svolítið á Nirvana, The Melvins og The Fucking Champs. Þungt gruggrokk með gítarsólóum sem láta mann standa upp og spila á það sem hendi er næst, og ég er ekki aðdáandi gítarsólóa, nei, nei, venjulega eru þau leiðinleg, en ekki hjá Graveslime. Þeir gáfu aðeins þessa einu plötu með sveitin lifði. Hún var tekin upp af Tim Green (nei ekki Tom Green, þó það hefði verið skemmtilegt) úr The Fucking Champs og sagði hann um þá “…and they were always drunk and naked”. Umslag og öll hönnun disksins er líklega sú besta í sögu íslenskrar plötuútgáfu. Inniheldur platan 10 frumsamin lög með nöfnum eins og The punch fucking drunk fuck and the fucking goat og svo er þar einnig frábær útgáfa af Chariots of Fire eftir Vangelis. Sveitin lagði upp laupana 2002 en sagan segir að söngvarinn hafi misst heyrnina á tónleikum á menningarnótt, en fyrr um daginn höfðu þeir spilað tvö gigg. Sjónarvottur sagði að blætt hefði úr eyrunum á honum en hann hefði bara hrist hausinn og haldið áfram að öskra úr sér lungun og spila brjáluð gítarsóló. Það kalla ég Rokk og Ról. Meðlimir sveitarinnar eru nú m.a. í Retron og Skátum.

Nú er ég orðinn þreyttur og nenni ekki að skrifa meira en hér eru síðustu tvær plöturnar. Ég efast ekki um að ég muni skrifa um þær seinna enda algjör meistaraverk.
Bright Eyes – I´m wide awake it´s morning

Elliott Smith – XO

Til gamans má einnig geta að 3/5 af þessum plötum kynntist ég upphaflega á Borgarbókasafninu Tryggvagöti, Bókasöfn rúla.Ég yrði einnig mjög ánægður ef þið skrifuðuð plötur sem gefa ykkur fiðring í magann, láta ykkur missa þvag eða gráta.
Labels: amerískt, breskt, harðkjarni, Hip-Hop, indí-popp, íslenskt, kassagítar, þunglyndi