,,Rave is the refuge for the mentally deficient. It's made by dull people for dull people''
sagði Steven Patrick Morrissey
---------------------------------------
Um daginn borðaði ég sviðakjamma, ég borðaði andlitið á kind. Ég hef aldrei á ævinni hugsað um þau dýr sem ég hef lagt mér til munns. En þegar ég sá augu kindarinnar, aumkunarvert brosið og tunguna sem lá út um munnvikið, stóð mér bara einfaldlega ekki á sama. Til þess að sýna karlmennsku mína borðaði ég hálft kindarfés. Mér var óglatt, píndi matinn hálfpartinn ofan í mig. Ég velti því lengi fyrir mér hvað olli þessari vanlíðan, er það hræsni að vilja ekki borða andlit kindarinnar, en háma í sig hrygg og læri eins og ekkert sé. Er það ekki eins og að segja ,,Þú mátt drepa þennan mann ef ég þarf ekki að sjá líkið”, eða hvað? Ef maður lenti í þeim aðstæðum að
nauðsynlegt væri að borða besta vin sinn, myndi maður ekki borða andlitið síðast? Andlitið er stórmerkilegur hluti líkamans, afkvæmi eru til dæmis með falleg andlit svo foreldrarnir elski þau pottþétt. En út frá þessu varð mér hugsað til meistaranna í The Smiths og annarrar plötu þeirra, Meat is Murder. Nafnið út af fyrir sig er snilld, þrjú orð á sama tíma svo róttæk og eðlileg. Umslagið skartar mynd af hermanni og krotað hefur nafn plötunnar verið á hjálm hans. Myndin er tekin úr heimildarmyndinni In the Year of the Pig frá árinu 1968 sem fjallar um Víetnam stríðið og upphaflega stóð Make War not Love á hjálmi hermannsins. Það er svo sem ekkert einsdæmi að The Smiths (og síðar Morrissey) finni upp svona snilldarnöfn á plötur. Aðrar plötur Smiðanna frá Manchester bera einnig nöfn sem eru ótrúlega mögnuð í einfaldleika sínum. Þriðja plata þeirra (og líklegast þeirra frægasta) The Queen is Dead er einnig dæmi um einfalda og grípandi staðreynd. Louder than Bombs og Strangeways, here we come (með The Smiths), Viva Hate, Kill Uncle, Beethoven Was Deaf, You are the Quarry og Ringleader of the Tormentors (með Morrissey) finnst mér einnig hágæða plötunöfn.
Hér er myndband af Smiðunum Johnny Marr (gítarleikari og lagahöfundur) og Morissey (söngvari og textahöfundur) í barnaþættinum Charlie's Bus með Sandie Shaw. Þátturinn er frá 1984, apríl nánar tiltekið. Takið eftir því þegar einn krakkinn spyr ,,Where are we going?” og Morrissey svarar ,,We’re going mad”. Kostulegt! Í lok myndskeiðsins spila síðan Johnny Marr og þáttarstjórnandinn Sandie Shaw Smiths-lagið Jeane sem kom út á B-hlið smáskífunnar Charming Man...
...og hér getið þið séð myndbandið við How Soon is Now sem er líklega þekktasta lag Meat is Murder (sérstaklega eftir að rússneski lessudúettinn T.A.T.U söng það svo eftirminnilega, man einhver eftir því?).
---------------------------------------
Um daginn borðaði ég sviðakjamma, ég borðaði andlitið á kind. Ég hef aldrei á ævinni hugsað um þau dýr sem ég hef lagt mér til munns. En þegar ég sá augu kindarinnar, aumkunarvert brosið og tunguna sem lá út um munnvikið, stóð mér bara einfaldlega ekki á sama. Til þess að sýna karlmennsku mína borðaði ég hálft kindarfés. Mér var óglatt, píndi matinn hálfpartinn ofan í mig. Ég velti því lengi fyrir mér hvað olli þessari vanlíðan, er það hræsni að vilja ekki borða andlit kindarinnar, en háma í sig hrygg og læri eins og ekkert sé. Er það ekki eins og að segja ,,Þú mátt drepa þennan mann ef ég þarf ekki að sjá líkið”, eða hvað? Ef maður lenti í þeim aðstæðum að

Hér er myndband af Smiðunum Johnny Marr (gítarleikari og lagahöfundur) og Morissey (söngvari og textahöfundur) í barnaþættinum Charlie's Bus með Sandie Shaw. Þátturinn er frá 1984, apríl nánar tiltekið. Takið eftir því þegar einn krakkinn spyr ,,Where are we going?” og Morrissey svarar ,,We’re going mad”. Kostulegt! Í lok myndskeiðsins spila síðan Johnny Marr og þáttarstjórnandinn Sandie Shaw Smiths-lagið Jeane sem kom út á B-hlið smáskífunnar Charming Man...
...og hér getið þið séð myndbandið við How Soon is Now sem er líklega þekktasta lag Meat is Murder (sérstaklega eftir að rússneski lessudúettinn T.A.T.U söng það svo eftirminnilega, man einhver eftir því?).
The Smiths - Rusholme Ruffians
Meat is Murder (1984)
The Smiths - What difference does it make
The Smiths ( 1984)
The Smiths - Frankly Mr. Shankly (live)
upphaflega á The Queen is Dead (1986)
Morrissey - You have killed me
Ringleader of the Tormentors (2006)