5 íslenskulög
Hér eru komin 5 lög á íslensku til að stytta ykkur stundir og til að hjálpa mér við lærdóminn. Til að gera þetta svolítið meira krefjandi er þemað: íslensk lög sem heita eftir heimilsfangi, raunverulegu eða skálduðu.
Botnleðja – Rassgata 51
Mmmmmm...Rassgata 51 (líklega stödd í Saurbæ) þar vil ég sko
búa. Já, Rassgata 51 er af þriðju plötu Botnleðju, Magnyl, sem kom út árið 1998. Að vissu leyti var hljómur sveitarinnar orðinn þróaðri en á tveimur fyrstu breiðskífunum, alvarlegri undirtónn og vélrænni hljómur, minna af hinum unggæðingslega grugg-pönkkrafti sem einkenndi þá áður. Á þessum tíma var hljómsveitin orðin kvartett, en fjórði meðlimurinn var Kristinn Gunnar Blöndal (einnig þekktur sem: KGB, Unsound, Bob Justman eða hljómsborðsleikarinn í Ensími) sem spilaði á hljómborð og hljóðgervil. Hann staldraði þó stutt við og var horfinn á braut áður en tökur hófust á næstu plötu, Douglas Dakota. Hægt er að hlusta á lagið á myspace síðu Botnleðju. http://www.myspace.com/botnledja
Ókind – Heimsendi 19
Samkvæmt mínum heimildum er Ókind hætt störfum, en það er öllu mannkyninu mikill missir enda stórgott band. Heimsendi 19 er af síðari breiðskífu þeirra, Hvar í Hvergilandi, sem kom út í fyrra. Þess má geta að hin stórgóða frumraun þessara síhressu Seltjarnarnespilta bar nafnið Heimsendi 18 og var nefnd eftir póstfangi æfingahúsnæðis þeirra. Hvað er á Heimsenda númer 19 veit ég ekki. http://www.myspace.com/okind
Hlusta
Botnleðja – Rassgata 51
Mmmmmm...Rassgata 51 (líklega stödd í Saurbæ) þar vil ég sko

Ókind – Heimsendi 19

Hlusta
Nortón – Bankastræti nr.0
Nokkuð hress rafpopp-fönk slagari frá Atla Bollasyni og félögum í Nortón. Ég hef ekki hugmynd

Hlusta

Sindri Eldon – Laugarnesvegur 100
Fínt lag frá reiðasta bloggara landsins. Mæli með því að fólk hlusti á það sem er í boði frá honum á rokk.is sem og pönksveitinni Slugz sem hann er meðlimur í, ýmislegt áhugavert að gerast þar.
Fínt lag frá reiðasta bloggara landsins. Mæli með því að fólk hlusti á það sem er í boði frá honum á rokk.is sem og pönksveitinni Slugz sem hann er meðlimur í, ýmislegt áhugavert að gerast þar.
Sveimhugi – Velkomin heim

http://www.myspace.com/sveimhugi
Labels: fönk, íslenskt, raftónlist, rokk