Þá er komið að síðasta kapítulanum í frásögn minni af Hróarskelduhátíðinni 2008, njótið vel....Ég tók því rólega fram eftir Sunnudeginum. Lítið um fína drætti í tónleikadagskránni og ágætt að taka því með ró svona síðasta daginn. Ég byrjaði þess vegna fyrst klukkan fimm með Thrash-metal gosðsögnunum í
Slayer. Við mættum tímanlega og náðum að troða okkur nánast alveg fremst. Kallarnir eru að verða andskoti gamlir en kunna þetta auðvitað, doublekickerinn alveg heitur ennþá. Kerry King er mögulega harðasti maður í heimi, ef ekki bara fyrir grjóthart útlitið þá fyrir hinar fjölmörgu Marshall-stæður sem gnæfa bakvið hann á meðan hann hamrar á fljúgandi V gítarinn sinn. Ég verð að viðurkenna að þrátt fyrir að hafa lítið hlustað á Slayer varð ég fyrir vonbrigðum, svolítið kraftlítið hjá köllum með svo stórt orðspor. Mestu vonbigðin voru þó mosh-pitturinn sem var mun veimiltítulegri en við var að búast á Slayer tónleikum.
www.myspace.com/slayer
Eftir tæpan klukkutíma ákvað ég því að yfirgefa svæðið og kíkja á Chan Marshall e.þ.s.
Cat Power. Ég var spenntur fyrir Chan enda aldrei séð hana spila á tónleikum (mér var auðvitað hent út af Innipúkanum sælla minninga, nenni ekki að ræða það frekar). Kellingin var mætt með háklassa band með sér, þar sem helstan ber að nefna trommarann Jim White (The Dirty Three, Bonnie ´prince´ Billy, Smog). Strax í upphafi tónleikanna var þó ljóst að ekki var allt með öllu mjalla. Söngkonan virtist ekki heyra í sjálfri sér (í sviðshátölörunum þ.e.a.s.) og reyndi að benda hljóðmönnunum á þetta. Svo virtist vera sem að engum hafi tekist að leysa vandamálið því Cat Power var með sífelldar bendingar til hljóðmannanna og varð á endanum ofboðslega pirruð. Hún reyndi eftir bestu geta að einbeita sér að söngnum en greinilegt var að allt gekk á afturfótunum. Hún fór ekkert í felur með það að hún vildi fátt minna en að vera stödd upp á sviði í Odeon tjaldinu þetta kvöldið, og stýrir það aldrei góðri lukku að listamanninum líði þannig. Tónleikarnir voru því eiginglega ömurlega pínlegir og engan veginn skemmtilegir. Mikil vonbrigði.
www.myspace.com/catpower
Ég rölti framhjá hinum sænsku ,,goðsögnum”
Bob Hund sem eru í blússandi kombakki þessa dagana. Ljóshærðir Svíar dönsuðu og sungu af lífs og sálar kröftum með hinu ofvirka gleðirokki hundsins. Söngvarinn Thomas Öberg stóð upp á stól og fíflaðist á sænsku við áhorfendur á Appelsínugula sviðinu. Það litla sem ég sá var einstaklega hresst og er það vel þess virði fyrir þá sem ekki þekkja til þessara sænsku meistara að tjekka á þeim. Þess má geta að Graham Coxon úr Blur er mikill aðdáandi og tekur ósjaldan BobHund lög (á sænsku) á tónleikum. Svo segjast Jan Mayen vera undir miklum áhrifum þaðan.
www.myspace.com/bobhundofficial
Planið var að elta vinaópinn minn á Hot Chip en á elleftu stundu gerði ég mér grein fyrir því að ég myndi aldrei fyrirgefa sjálfum mér að sleppa
Bonnie ´Prince´ Billy (sem ég sá svo reyndar aftur tveimur dögum seinna í Köben). Þeirri ákvörðun sá ég engan veginn eftir enda kappinn í megastuði þetta kvöldið. Will Oldham (hið rétta nafn B´P´B) dansaði um á einum fæti, talaði um skaufann á Jay-Z og púllaði nokkur rappara-múv. Svo söng hann að sjálfsögðu íðilfagra sveitatónlist. Lagalistinn samanstóð aðallega af efni af nýjustu plötunum og náttúrlega mest af þeirri nýjustu, hinni stórgóðu Lie Down in the Light. Þó fengu einstaka eldri lög að fljóta með, oftast með nokkuð breytta melódíu og tók það mann stundum nokkrar sekúndur að átta sig á laginu. Hápunktur kvöldsins fannst mér klárlega vera í uppklappslaginu King at Night, gæsahúð dauðans! Will var með fjögurra manna band með sér, fiðlu-/söngkonu, áslattar-/gyðingahörpuleikara, gítarleikara og kontrabassafant. Sjálfur lék hann á gítar og söng. Þó að hljóðið hafi ekki verið frábært hefði ég varla getað beðið um betri tónleika frá Bonnie.
www.myspace.com/princebonniebilly
Andskotinn... þegar að tónleikunum lauk sá ég að úti fyrir var farið að hellirigna. Ég hljóp eins og fætur toguðu yfir endilangt svæðið, týmdi ekki að kaupa mér regnstakk, og þaut inn í Arena tjaldið þar sem
Hot Chip voru að klára sig af. Ég náði aðeins þremur lögum, en þeirra á meðal var hið stórgóða Ready For The Floor. Þegar að fyrstu tónar hljóðgervilsins hljómuðu ætlaði allt um koll að keyra. Rífandi stemmning. Þeir enduðu svo á sinni útgáfu af Prince laginu sem Sinead O´Connor gerði svo frægt hér um árið, Nothing Compares 2 U. Hot Chip eru orðnir meira ,,band" heldur en áður. Þegar að þeir spiluðu á NASA stóðu þeir allir fimm hlið við hlið og spiluðu allir á synthesizera, einn á trommumaskínu og einn greip stundum í gítarinn. Núna eru þeir byrjaðir að spila á trommur, bassa og gítara og svoleiðis, hálfgert stadium-elektró-danspopp. Hefði svo sannarlega viljað sjá meira, en þú veist... maður getur ekki sleppt Bonní Fokking Billí.
www.myspace.com/hotchipÁ þeim 500 metrum sem eru á milli Arena og Orange tókst mér að týna hverjum einasta í a.m.k. 10 manna föruneyti mínu (sem gerir einn á fimmtíu metrum) og vafraði því einn um í rigningunni og beið eftir
Jay-Z. Kallinn lét bíða örlítið eftir sér, auðvitað. Djeisí var með stórt band með sér, gítar, trommur, slagverk, bassa, hljómborð, blásarasveit og ég veit ekki hvað og hvað. Svo mættu auðvitað
Hype-menn á svæðið. Ég þekki nú ekki nógu mikið til tónlistar Jay en kannaðist við nokkur lög og söng hástöfum með 99 Problems (Djöfull er Rick Rubin obboðslega brjálaður HipHop Pródúser). Bandið mixaði fjölmörgum hittörum inn í lögin t.d. Purple Rain, Walk this Way og Punjabi MC (ótrúlegt en satt). Mér fannst Jay einhvern veginn svolítið áhugalaus, líklega var hann bara þreyttur eftir Glastonbury. Ég var þó sáttur enda væntingarnar ekkert rosalegar. Ég gafst þó upp fyrir Ingó og Veðurguðunum eftir rúman hálftíma og fór heim að sækja regngalla. Á leiðinni heim í tjald hætti að rigna, ég hitti gott fólk og nennti ómögulega að labba aftur á tónleikasvæðið.
www.myspace.com/jayzÉg settist því niður og súpti öl fram að
Digitalism. Þýski Elektró house dúettinn héld partýinu svo sannarlega gangandi eftir JayZ. Að líkja þeim við hina frönsku Daft Punk og Justice er ekki svo vitlaust. Það sem mér þykir þó einstaklega skemmtilegt er að Digitalism syngja sjálfir raddirnar á sviðinu, svo eiga þeir heilan helling af góðum lögum og rímixum. Samanburður við tónleika Justice í fyrra (sem voru einmitt seint á sunnudagskvöldi í Arena) er óumflýjanlegur. Þrátt fyrir að þjóðverjarnir hafi hoppað um og sungið að þetta væri stærsta partý sem Roskilde hefði séð verður að viðurkennast að þeir náðu ekki alveg upp í þær hæðir sem Justice fóru upp í (en andskoti nálægt voru þeir).
www.myspace.com/digitalismBaltimore-strákurinn
Dan Deacon fékk þann heiður að loka hátíðinni í ár með sínu . Tæknin var að stríða honum og kom í veg fyrir að hann gæti haft margmiðlunar sýninguna sína með lögunum, það er einstaklega súrt í ljósi þess að showin eru það sem hefur aðallega vakið athygli á honum. Tónlistin var einhverskonar geðklofin danstónlist (með einstaka prósaljóðum inn á milli), gárungar segja hana blöndu af Devo, Daft Punk og Nintendo. Dan hafði tvo trommuleikara með sér á sviðinu sem sátu andspænis hvorum öðrum fremst á sviðinu. Ég tók til við að dansa eins og brjálæðingur, svo brjálaður var ég að maður kom upp að mér og gaf mér glowstickið sitt. Flottur endir á hátíðinni.
www.myspace.com/dandeaconHátíðin í ár fannst mér því miður ekki jafn góð tónlistarlega séð og í fyrra. Eiginlega engin bönd sem skildu mig eftir agndofa eins og gerðist nokkrum sinnum 2007. Veðrið var hins vegar betra, en það skiptir víst ekki miklu máli þegar maður er að skrifa tónlistarblogg. En engu að síður: Hápunktar Roskilde 2008 að mínu mati voru Bonnie 'Prince' Billy, Radiohead, Liars, Girl Talk, My Bloody Valentine, Seasick Steve og að missa af The Streets.Ef einhver hefur áhuga á að lesa um alla dagana í röð eru þeir allir hér:
1.hluti - Upphitun (sun-mið)2.hluti - Fimmtudagur3.hluti - Föstudagur4.hluti - Laugardagur5.hluti - Sunnudagur